Mávar og mannlíf | In Brighton

Brighton1AslaugJ

♦ FöstudagsmyndirÉg var sumsé í Brighton á Englandi (út af þessu hér) og var með myndavélina, eins og sjá má. Brighton er dýrðlegur strandbær og þar má hafa fjölbreytt gaman í afslöppuðu andrúmslofti – og frískandi sjávarlofti. Allt er í göngufæri: ströndin, Brighton Bryggja, söfn og sögustaðir, verslanir og veitingastaðir, leikhús og grænir garðar.

Mávarnir eru einkennandi fyrir borgina og þeir eru býsna aðgangsharðir. Félagarnir hér fyrir ofan voru einmitt að leggja á ráðin. Nokkrum andartökum eftir að ég tók myndina tók annar þeirra dýfu og rændi lítinn snáða nestinu sínu. Ég hafði ekki hjarta í mér til að taka mynd af pilti. Hann hágrét, sár og svekktur. „Hvað ertu að skæla þetta?“ hlógu foreldrarnir og aðrir nærstaddir, með augljósri ádáun á ósvífnum varginum sem hafði nappað pylsunni úr höndunum á barninu.

♦ Photo FridayI was in Brighton, UK. (Because of this). To cut it short: I loved the relaxed atmosphere, the sea air, the beach, the light, the colors, the Pier, the gardens, The Royal Pavilion, the museums, the nice restaurants and the narrow lanes … all in easy walking distance.

The seagulls are everywhere, flying high and low, crying, laughing – and pretty aggressive in their “fishing” among tourists and outdoor restaurant guests. Just seconds after I took the photo above, one of the seagulls dived down and snatched a hot dog from the hands of a young boy. When meeting his eye, I didn’t have the heart to take his photo. The poor boy cried his heart out in disappointment. His parents and people around him laughed: “What are you crying for?” Pretty obvious if you are hungry and someone just stole your lunch!

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Litir | Colors:

Lífið í görðunum | In the gardens:

 

Ljósmyndir teknar | Photos date: 03/04/05/06.2014