Skrímslakettir | All sorts of Monster Cats

SkrimslakisiTeikni
♦ Teiknisamkeppni! Fyrir skemmstu var send út eftirfarandi auglýsing á Fésbókinni:

TEIKNAÐU SKRÍMSLAKISA! Litla skrímslið leitar enn að skrímslakisa en er að verða dálítið dasað. Það þiggur því hjálp frá duglegum krökkum. Sendið okkur myndir af kisa – alls konar skrímslakisum – og merkið myndina með nafni og símanúmeri eða netfangi. Þrír heppnir krakkar fá nýju bókina, Skrímslakisa, í verðlaun. Litla skrímslið áritar bókina, en Nói Forlagsfress velur úr innsendum myndum þann 3. nóvember n.k.
Sendið myndina á Forlagið í umslagi merkt: 
          „SKRÍMSLAKISI“
          Forlagið
          Bræðraborgarstíg 7
          101 Reykjavík

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og líklega mun Nói eiga erfitt með að velja úr glæsilegum kattarmyndum. Allir vita að Nói er háttsettur hjá Forlaginu og tekur skyldur sínar og ábyrgð alvarlega. Hér fyrir neðan má sjá einmitt sjá Nóa Forlagsfress glugga í bókina um skrímslakisa.

Nói og skrímslakisi   Nói les skrímslakisa

♦ Cats and contests: There is a little drawing-contest going on for young fans of the monster book series. Kids have been invited to send in a picture of a monster cat of any kind. Three lucky artists will win a signed book. The judge is a high-rank staff member of Forlagið publishing, a specialist in the field: namely Nói the cat. Here he was caught reading Skrímslakisi (The Monster Cat), the new book in the series.

Ljósmyndir: | Photo: Valgerður Benediktsdóttir 2014