Bókverk í Hannesarholti | ARKIR book art exhibition

Hholt-ARKIR-2016-Poster-web

Artwork: Sigurborg Stefánsdóttir. Poster design: Áslaug Jónsdóttir

♦ BókverkListahópurinn ARKIR hefur undanfarna daga unnið að undirbúningi sýningar á bókverkum í Hannesarholti. Á sýningunni „UNDIR SÚÐINNI“ eru nokkur ný verk sem tileinkuð eru Hannesi Hafstein, ljóðum hans og sögu hússins. Eldri verk á sýningunni voru einnig valin með tilliti til sögunnar: sum eru þjóðleg og fróðleg, önnur vísa í stjórnmál og landsmál, enn önnur byggja á sígildri fagurfræði hannyrða og handverks, landslags, veðra og vinda. Við erum tíu í hópnum og höldum úti vefsíðu sem má kynna sér hér: ARKIR bókverkablogg. Ég verð með nokkur eldri verk á sýningunni og setti einnig upp í lítið handgert kver með ljóði Hannesar: Logndrífa, sjá myndir neðar.

Sýningin í Hannesarholti opnar á laugardag, 6. febrúar kl 15. Verið velkomin á opnun!
Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar.

♦ Book artAs a member of ARKIR Book Arts Group I have been arranging next ARKIR book art exhibition: “UNDIR SÚÐINNI”, – IN THE ATTIC, referring to the exhibition room: a cosy loft in Hannesarholt Cultural house. A small selection of new works is dedicated to Hannes Hafstein (1861-1922), a poet – and Iceland’s first Minister of State and his house at Grundarstígur. Older selected works may have reference to the spirit of the olden days: being political, ethnological and as so much of Hannes Hafstein’s poetry, referring to the land and nature of Iceland.

Welcome to the opening at 3 pm in Hannesarholt on Saturday, February 6th.
Opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm.