Göngum í barndóm! | Be young at heart!

AslaugJ-VJ-KH1967

♦ Barnamenningarhátíð 2016: Í dag er síðast vetrardagur og í gær hófst Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Á Facebook hafa margir tekið þátt í því að kynna hátíðina með því því birta af sér bernskumyndir og því birti ég þessa mynd hér fyrir ofan. Ég er ljóshærða barnið til vinstri á myndinni, alsæl í ilmandi skógarkjarri, áningarstað á einhverjum sunnudagsbíltúr fjölskyldunnar. Ég er þarna líklega rúmlega fjögurra ára, með yngstu systur minni, Védísi (2 ára), og móður minni Kristjönu. Aldurinn 2-6 ára er einfaldlega dásamlegur. Lífið er tími stóruppgötvana, einn samfelldur magnaður könnunarleiðangur og kúgun skipulagðrar skólagöngu hefur enn ekki dunið yfir. Og svo klæddist maður svona fínu prjónadressi, jogging-galla þess tíma, einkar þægilegum fatnaði, en mun fágaðri.

Ég held að það hljóti að vera gaman að vera barn á Barnamenningarhátíð í Reykjavík og fyrir fullorðna er upplífgandi að ganga í barndóm á listviðburðum á hátíðarinnar. Á heimasíðu hátíðarinnar segir: „Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 19.- 24. apríl 2016. Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn. Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar. Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu.“ Dagskrána í heild má finna hér og fésbókarsíðu hátíðarinnar hér. Viðburðirnir eru ótalmargir.

Skrímslin láta sig ekki vanta á Barnamenningarhátíð og koma víða við sögu:
22. apríl – Skrímslaleikrit: Á föstudag kl. 10.30-11.30 í Gerðubergi – Menningarhúsi, munu 13 börn úr 1. bekk Hólabrekkuskóla sýna leikrit unnið upp úr skrímslabókunum undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur. Sjá meira um viðburðinn hér.
23. apríl – Upplestur í Hannesarholti: Á laugardag ætla ég að lesa fyrir börn í Hannesarholti, kl. 14-14:30 og kl. 16-16:30. Ekki ólíklegt að bækurnar um skrímslin verði með í för.
24. apríl – Kveðjuhóf skrímslanna í Gerðubergi: Á sunnudag er lokadagur upplifunarsýningarinnar Skrímslin bjóða heim í menningarhúsinu Gerðubergi. Dagskráin þar hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00. Sjá nánar hér.

♦ Children’s Culture Festival 2016Today is the last day of winter, and yesterday Children’s Culture Festival in Reykjavík started. On Facebook many Icelanders have promoted and supported the festival by changing their profile photo or posting a photo from their childhood. My take on this trend is the photo above. I am the blond girl on the right, in the middle is my youngest sister, Védís, and then my mother, Kristjana. I am about four years old, thoroughly happy with a picnic stop in a birch „wood“ clearing on a Sunday drive. In my mind this is the most wonderful age of childhood: 2-6 years old. Life is an exciting journey of exploration and enormous discoveries, still free from oppressive schooling of any kind. And you dress up really stylish: in a comfy two piece knitted tracksuit. Made by my mother, of course.

Children and anyone young at heart should be able to have a great time in Reykjavík during the festival. The introduction says: „The festival was launched in 2010 and is already a huge success. Dedicated exclusively to children and young people in Reykjavik up to the age of sixteen, this annual festival strives to introduce youth to a wide range of arts disciplines through the medium of workshops and performances. The unique aspect of this festival, and that which sets it apart, is that it places emphasis on participation, focusing particularly on the child as an artist. During the festival there will be a variety of activities for children, including theatre workshops, circus, visual arts, storytelling, music, film, puppetry and dance activities, with many nursery schools, primary schools, music and art schools, libraries, museums, theatres, and other cultural institutions taking part.“ See complete program here and Facebook for the festival here.

I will take a small part in the festival, as will the two monsters, Little Monster and Big Monster.
April 22. A Monster Play: On Friday at 10.30-11.30 in Gerðuberg – Culturehouse, 13 children, 1st graders from Hólabrekkuskóli will show a play inspired by the monsterbooks. It’s a play they have made during an acting course led by Ólöf Sverrisdóttir. More here.
April 23. Reading for children in Hannesarholt: On Saturday I will be reading for children in Hannesarholt, Grundarstígur10, 2-2:30 pm and 4-4:30 pm. Monsterbooks and more!
April 24. Farewell to the Monsters: Sunday is the last day the exhibition of A visit to the Monsters. The program starts at 1 pm – ends at 4 pm. More here.
Happy festival!

 

Bókverk | Book art in Hannesarholt

Handbók-í-lýðræði©ÁslaugJónsdóttir

Handbók í lýðræði (meirihlutinn ræður)

♦ BókverkÉg minni á sýningu ARKA: Undir súðinni í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík. Á sýningunni eru ýmis eldri verk úr safni Arkanna og nokkur ný verk sem tileinkuð eru Hannesi Hafstein, ljóðum hans og sögu hússins. Starfsemi ARKA má kynna sér hér: ARKIR bókverkablogg. Sýningin stendur til 6. mars. Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar. Það er óhætt að mæla með margvíslegum menningarviðburðum í húsinu og ekki síður veitingastofunni, bæði í hádegi og kaffi, – það verður enginn svikinn af hnallþórum Hannesarholts!

♦ Book ArtThis is a reminder: Don’t miss ARKIR’s  book art exhibition in Hannesarholt Cultural house, Grundarstígur 10, Reykjavík! We exhibit older works along with new works dedicated to poet and politician Hannes Hafstein (1861-1922). The exhibition: “UNDIR SÚÐINNI”, (IN THE ATTIC), is open until March 6th. See more about ARKIR: Book Arts Group. Hannesarholt opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm. Hannesarholt restaurant is highly recommended!

Photos: my book art in Hannesarholt.

Bókverk í Hannesarholti | ARKIR book art exhibition

Hholt-ARKIR-2016-Poster-web

Artwork: Sigurborg Stefánsdóttir. Poster design: Áslaug Jónsdóttir

♦ BókverkListahópurinn ARKIR hefur undanfarna daga unnið að undirbúningi sýningar á bókverkum í Hannesarholti. Á sýningunni „UNDIR SÚÐINNI“ eru nokkur ný verk sem tileinkuð eru Hannesi Hafstein, ljóðum hans og sögu hússins. Eldri verk á sýningunni voru einnig valin með tilliti til sögunnar: sum eru þjóðleg og fróðleg, önnur vísa í stjórnmál og landsmál, enn önnur byggja á sígildri fagurfræði hannyrða og handverks, landslags, veðra og vinda. Við erum tíu í hópnum og höldum úti vefsíðu sem má kynna sér hér: ARKIR bókverkablogg. Ég verð með nokkur eldri verk á sýningunni og setti einnig upp í lítið handgert kver með ljóði Hannesar: Logndrífa, sjá myndir neðar.

Sýningin í Hannesarholti opnar á laugardag, 6. febrúar kl 15. Verið velkomin á opnun!
Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar.

♦ Book artAs a member of ARKIR Book Arts Group I have been arranging next ARKIR book art exhibition: “UNDIR SÚÐINNI”, – IN THE ATTIC, referring to the exhibition room: a cosy loft in Hannesarholt Cultural house. A small selection of new works is dedicated to Hannes Hafstein (1861-1922), a poet – and Iceland’s first Minister of State and his house at Grundarstígur. Older selected works may have reference to the spirit of the olden days: being political, ethnological and as so much of Hannes Hafstein’s poetry, referring to the land and nature of Iceland.

Welcome to the opening at 3 pm in Hannesarholt on Saturday, February 6th.
Opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm.

 

 

 

 

Verum glöð og góð! | Reading for the Red Cross

♦ Upplestur: Á morgun, laugardaginn 14. desember, tek ég þátt í glimrandi góðri aðventuhátíð sem haldin er á því aðdáunarverða menningarheimili Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík. Allur ágóði rennur til Fjölskyldumiðstöðvar Rauða krossins í Reykjavík. Kynnið ykkur dagskrána! Eitthvað við allra hæfi. Og ég skal lesa fyrir börnin milli klukkan 15-16.

♦ Reading: I am participating in a fundraising event at the adorable culture house Hannesarholt, Grundarstígur 10, Reykjavík – tomorrow, Saturday 14. December. Talks, readings, song and music, Christmas crafts, cakes and coffee! And I’ll be reading for the children by the fire at 3-4 pm. All funds go to the Red Cross in Iceland.gefum og gleðjumst.a3