Kalifornía er þekktari fyrir sól og hita, og núorðið jafnvel skógarelda, frekar en rigningu og rok. En í ferðinni á Codex bókverkamessuna í febrúar upplifði ég þar meira að segja haglél og slabb og sjaldgæfur snjór sást í fjöllum. Það voru því ýmsar blikur á lofti, en annars er fallegt þarna við flóann.
California is more known for sunshine and heat – and nowadays even wildfires rather than hail and sleet as I experienced when attending the Codex Book Fair in Richmond. So there were both skies of blue and grey and rather cold weather, even for an Icelander. Yet, San Francisco Bay looked neat.
Craneway-skálinn í Richmond var áður hluti af verksmiðju í eigu Ford-framleiðenda, sem byggð var um 1930 og ber byggingarlist fyrri tíma fagurt vitni. Harla ólíklegt að rekast á „verksmiðju“ í dag sem hefði annað eins útsýni eða útlit. Arkitektinn, Albert Kahn, hannaði fjölda iðnaðarbygginga og háhýsa og sparaði ekki gáttir fyrir dagsbirtuna. Þarna fyrir utan glugga sveigir sig risavaxinn myrtusviður, eucalyptus-tré, en það stendur við innganginn að Rosie the Riveter/World War II Home Front-þjóðgarðssafninu. Ford-verksmiðjan var m.a. lögð undir framleiðslu skriðdreka og herskipa í seinni heimstyrjöldinni og um það og þátttöku kvenna og óbreyttra borgara í stríðsrekstrinum mátti kynna sér í safninu. Söguna af því hvernig flóasvæðið byggðist upp og fyrst og fremst magnaða sögu litaðra kvenna og manna á svæðinu sagði okkur þjóðgarðsvörðurinn Betty Reid Soskin, 97 ára gömul og ógleymanleg sögukona.
The Craneway Pavilion in Richmond at San Fransisco Bay is a former Ford Assembly Plant, a building dating back to around 1930. It is a beautiful architecture by Albert Kahn and you would of course never find any „factory“ or industrial plant today that would look anything like it or offer such a view and a room full of light. Out of the window you could see an old eucalyptus tree in front of the museum of Rosie the Riveter/World War II Home Front National Historical Park, but the the Ford plant switched to assembling jeeps and tanks and other military vehicles in the war. The museum tells the story of the efforts of women and civilians during the war. The story of how the Bay area grew at incredible rate, – and more important: the story of the African American experience from World War II, was told by a most wonderful park ranger: Betty Reid Soskin, 97 years old and an unforgettable storyteller.
Ljósmyndir teknar | Photo date: 3.02.+6.02.2019