Bókverkin | Book art – my artist’s books

Hinar bækurnar:  Ég var að uppfæra myndasafnið hér síðunni sem ég tileinka bókverkum. Síðan er vinsæl ef marka má gestaganginn, en bókverkafólk er alveg sérstakur hópur listamanna sem er aldrei áberandi í listasenunni, en tengjast þvers og kruss um heiminn. Áhugann og bókverkaáráttuna má tengja við þráhyggju og nördisma í sinni bestu mynd, en þar sem breiddin í verkunum, aðferðum og innihaldi er engu að síður óþrjótandi.

Verkin í þessum pósti voru á sýningu ARKA, Brotabrot í Húsgagnaverslun Pennans, á HönnunarMars 2025.


My other odd books: I was updating my photo gallery on the page I dedicate to book art. That page is quite popular if you can judge by the number of visitors, – and for sure: book artists are a very special group of people who are never very prominent in the art scene, but are connected across the world. The interest and obsession with book art can be linked to obsession and nerdiness in its best form, but where the variety of the works, methods and content is nonetheless unlimited.

The works in this post were a part of ARKIR latest exhibition, Folds and Fractions, in Penninn Design Store in Reykjavík, on DesignMarch 2025.


Viltu sjá meira? Searching for more?
Bókverk | Book art – Áslaug Jónsdóttir
Bókverkafélagið ARKIR | ARKIR homepage / blogg.
Listavefurinn – Bókverk 

All images and art on photos: © Aslaug Jonsdottir

Næst á dagskrá … | Coming up next …

ARKIR á HönnunarMars: HönnunarMars hefst í næstu viku og þá opnar bókverkasýningin Brotabrot í húsgagna- og hönnunarverslun Pennans í Skeifunni 10. Þar ætlum við ARKIR að sýna pappírsverk og kynna leik okkar með bókarform og pappírsbrot. Verið velkomin á opnun miðvikudaginn 2. apríl kl 17:00 – 19:00. Sjá einnig viðburðarboð á FB.

Book art exhibition: DesignMarch in Reykjavík starts next week and my artist group ARKIR will take part with an exhibition of paper objects and book art at Penninn Design Store in Skeifan 10, 108 Reykjavík. Welcome to the opening on April 2nd at 5 – 7 pm. See FB-event for more info and location.

Fylgist með fréttum á heimasíðu ARKANNA
Follow more news on ARKIR homepage / blogg.

Bókverk á ljósmynd | Art work in photo: Anna Snædís Sigmarsdóttir –– Hönnun | Poster design: Aslaug Jonsdottir

Bókverkin á borðinu | Making books

Bækur, bækur! Það er í hin ýmsu bókahorn að líta. Eftir ýmsar uppákomur sem settu strik í vinnureikninginn fyrstu mánuði ársins er ég að komast aftur á skrið. Þar á meðal er rétt að huga að sýningum sem listahópurinn minn ARKIR tekur þátt í. Ég bendi áhugasömum að fylgjast með fréttum á heimasíðu ARKANNA. Og fyrir þá sem vilja kynna sér bókverkalistina má benda á Listavefinn og kynningu á þessum miðli þar.

Book making: I am juggling with various book projects these days. After some unexpected happenings the first months of the year, I am finally getting back on track. I am, among other things, working on book art exhibitions that my art group ARKIR is participating in. I reccomend all interested to follow the news on ARKIR homepage / blogg.

Ljósmyndir teknar | Photo date: jan – feb.2025

Bókverk og listarit | Book art and magazines

Hringar-ARKIR-II-1.jpg

RABF 2024: Af og til tek ég þátt í verkefnum Bókverkafélagsins ARKA. Við settum verk okkar á boðstóla á Reykjavík Art Book Fair sem var haldinn í þriðja sinn dagana 23.-26. maí 2024 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Við ARKIR höfum m.a. sett saman þematengd smábókasöfn í 20 árituðum eintökum, en þema safnsins nú var „hringir“. Heftið sem ég lagði til í safnið hafði titilinn „hringir (á hvern fingur)“ – og inniheldur ljósmyndir og örstutta texta um 10 fingurgull.

Hringar-ARKIR-smabokasafn-II-1.jpg

PIST PROTTA 95: Nýverið fékk ég svo í hendur 95. tölublað danska listaritsins PIST PROTTA. Mér hlotnaðist sú ánægja að leggja til tvær ljósmyndir í ritið í þetta sinn. Ljósmyndirnar eru myndskot af þeirri hremmingu og furðusýn sem blasti við út um stofuglugga þegar brast á með eldgosum við Grindavík í vetur. Myndirnar eru grófar og jafnvel óskýrar, teknar án undirbúnings og umhugsunar, ekki ósvipað hugarástandinu sem fylgir uppákomum af þessu tagi þegar skýjaður vetrarhimininn byrjar að loga.

PIST PROTTA er eitt elsta listatímarit Danmerkur og hóf göngu sína 1981. Ritið hefur alla tíð verið áberandi fjölbreytt og tilraunakennt að bæði efni og formi og fjöldi listamanna tekið þátt í að skapa efni ritsins. Ritstjórar hafa frá upphafi verið Jesper Fabricius, Jesper Rasmussen og Åse Eg Jørgensen. Hér má kynna sér ritið hjá útgefendum: PIST PROTTA. Og hér er ágæt grein um ritið (á dönsku): Kunstnertidsskriftet Pist Protta – et processuelt værk.

Pist-Protta-95-Aslaug.jpg

RABF 2024: From time to time I take part in the projects of my Book Art Group ARKIR. In May we participated in Reykjavík Art Book Fair, which was held for the third time, on May 23-26, 2024, in Reykjavík Art Museum, Hafnarhús. Among other things, we have as a group made some collective works: thematic mini-libraries or folders of small books and booklets, in 20 signed copies. The theme of this years collection was “rings”. The booklet I contributed to the collection was entitled “rings for every finger“, and contains photographs and very short texts about 10 rings in my posession.

PIST PROTTA 95: Recently I received a new issue of the Danish art magazine PIST PROTTA. I had the pleasure of contributing two photographs to the publication this time. The photographs illustrate the catastrophic wonders that I could view from my living room window couple of times last winter and that I shared momently: images from the volcanic eruptions at Grindavík. The images are rough and even blurry, not unlike the state of mind you are in at such events, when the cloudy winter sky is set on fire.

Pist Protta is one of Denmark’s oldest art magazines and was launched in 1981. The publication has always been distinctly diverse and experimental in both content and form, and a great number of artists have participated in creating the content through the years. From the beginning, the editors have been Jesper Fabricius, Jesper Rasmussen and Åse Eg Jørgensen. You can view the publications at the publishers site here: PIST PROTTA. Also a fine article about the magazine here – in Danish: Kunstnertidsskriftet Pist Protta – et processuelt værk.

 

Bókverk á RABF | Reykjavík Art Book Fair 2023

BÓKVERK: Bókverkamessan í Reykjavík, RABF – Reykjavík Art Book Fair, verður haldin dagana 30. mars til 2. apríl í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Við ARKIR verðum þar og kynnum verk okkar. Meðal annars verðum við með nýja sameiginlega bókverka-möppu, í 20 árituðum eintökum. Allt ólík verk sem þó tengjast að innihaldi. Þar verður heftið mitt „höpp (af handahófi)“ meðal verka, en fjögurra laufa smárar spila þar rullu.

BOOK ART: RABF – Reykjavík Art Book Fair will be held at Reykjavík Art Museum Hafnarhús from March 30 to April 2. My art group ARKIR will be exhibiting and selling works at the fair, amongst them a new collective work: a folder of small books and booklets, in 20 signed copies. The works vary in content and medium, but are connected by a theme. My piece in the collection is the booklet „höpp (af handahófi) – my random luck“, a collection of photos of my findings of four (and five!) leaf clovers, documented in photos and dried items.