TMM – kápa og ljóð | Cover illustration and poetry

Ljóð og mynd: Nú á dögunum kom út fyrsta hefti Tímarits Máls á menningar á árinu 2023. Ég á kápumyndina og þrjú ljóð í heftinu. Ég ætla að leyfa mér að mæla með ritinu sem birtir margvíslegt efni: smásögur, ljóð, gagnrýni og pistla. Á tímum athyglisbrests, eða til dæmis á ferðalögum, hefur TMM oft reynst mér góður félagi því þar er að finna eitthvað fyrir allra stunda hæfi: mínútuljóð og kortérskvæði, hálftíma greinar og lengri lestur, – umfram allt gott efni og fjölbreytt.

Kápumyndin er klippimynd / myndblendi með þeirri tækni sem ég hef oft notað: efniviðurinn er endurunnið prentefni, glanstímarit og þess háttar, klippt með skærum, límt. Kolkrabbinn sem spáir í framtíðina er svo ekkert slor, en til alls vís.

Collage and poetry: The first issue 2023 of the Icelandic culture magazine TMM was published recently. I did the cover image and I also have three poems published in this issue. I would like to recommend the magazine for readers of the Icelandic language. It presents a variety of content: short stories, poetry, reviews and articles. In times of constant attention disorders and e.g. during travels, TMM has often proved to be a good companion, because there is something for every occasion and time slot: minute poems and quarter-hour poetry, half-hour chapters and longer articles, – and above all, good content and varied.

The cover illustration is a collage / montage, recycling printed material and magazines. One of my favorite art techniques. The octopus that predicts the future is a clever creature, both all-knowing and ominous …

Og svo visnar allt … | After the party

Klippimynd dagsins: Það var kominn tími á klippimynd á blogginu. Ég er hvort eð er eitthvað strand í verkefnunum. Þá er gott að grípa pappír og skæri og hugsa sem minnst. Enda er undirmeðvitundin er ævinlega sístarfandi.

Sumri hallar og allt það. Það hefur verið dálítið veisluglatt, þrátt fyrir risjótt veður og vinda. Brúðkaup og afmæli hafa verið haldin eftir minnst tveggja ára margvíslegar fjarvistir og félagsforðun. Og eftir alla gleðina kemur svo tiltektin, frágangurinn, uppvaskið og uppgjörið. Síðust fara blómin sem visna loks í vösunum.

Collage of the day: It was time for a quick collage for the blog. My projects are a bit stuck anyway. It can be a relief just to grab some paper and scissors and think as little as possible … yet, the subconsciousness is always at work: I have got flowers on my mind.

This summer has been a bit festive, despite the dull, gloomy weather. It has been the time of happy weddings and birthday parties, after more than two long years of various social avoidance caused by the pandemic. And after all the joy and celebrations comes the tidying and cleaning up. Last to go are the flowers that finally wither in the vases.

Skissa/myndlýsing | Sketch/illustration 11.08.2022 ©Áslaug Jónsdóttir

Teikning dagsins | And then I ate it

Teiknidagurinn: Alltaf má læra eitthvað nýtt! Samkvæmt bestu heimildum er sextándi maí dagur teiknilistarinnar. Svo ég ákvað að skissa í snatri það sem hendi var næst: hráefnið í kvöldmatinn. Reyndar eyddi ég deginum í að teikna og klippa myndlýsingar í næstu bók, en það er annað mál. Það er fátt betra fyrir sinnið en að teikna, að leyfa hugsuninni að tengjast höndinni og pára eitthvað á blað.

Drawing Day! Although I spent most of the day drawing, coloring and cutting paper for my next picturebook I decided I had to make a different kind drawing, – a quick sketch before dinner. I found out that today is Drawing Day and what better than to doodle your food? „Drawing Day is celebrated on May 16 and the best way to celebrate it is by expressing yourself through drawing just about anything you like.“ Happy Drawing Day!

Skissa/teikning gerð | Sketch/drawing made: 16.05.2021 ©Áslaug Jónsdóttir

Páskar | Easter 2020

Gleðilega páska! Mér voru færðar páskaliljur og túlipanar í vikunni, en þegar ég hélt sjálf til blómasalans eftir vendi á laugardegi fyrir páska greip ég í tómt: laukblómin gulu voru uppseld í gervöllu landinu og salan fram úr öllum væntingum hins reynda blómasala. Mér finnst eitthvað sérlega fallegt við þá stöðu: fólk leggur sig fram við að gleðja bæði sig og aðra með blómum þegar pestarfárið grúfir yfir.
Páskaliljurnar standa í fullum blóma með ilm af hunangi og grænu grasi og það var sérlega róandi að skissa gulu blómbikarana.

Happy Easter! My daughter brought us daffodils and tulips already last week, but when I went out to buy a bouquet as a present the yellow ones were all sold out and the florist said he had never sold so many flowers in such a short time. This is a good sign: in troubled times we seek beauty and try to brighten up our lives and present others with signs of tranquillity and love.
The daffodils are now in full bloom, bringing a scent of honey and fresh grass. It was was especially soothing to sketch the yellow bulbs.

Skissa gerð | Sketch made Apr. 2020