Matur úti í mýri | Food in the Moor

 Mýrin 2012. Það er að bresta á með listfengri og lystaukandi barnabókmenntahátíð! Mýrarhátíðin er að þessu sinni tileinkuð mat og áti af öllu tagi og ber heitið Matur úti í mýri. Rithöfundar, myndhöfundar og fræðimenn taka þátt í hátíðinni með sögustundum, vinnustofum, fyrirlestrum, málþingum og myndlistarsýningum. Allir velkomnir! Kynnið ykkur dagskrá hátíðarinnar á vef Mýrarinnar.

Ég teikna veggspjald og fleira fyrir hátíðina.

 Mýrin-festival 2012. The International Children’s Book Festival: In the Moorland is about to begin. This year’s theme is food and eating. Visiting authors, illustrators and scholars give lectures, readings, workshops, seminars – and exhibit their art. Read more about the Moor-festival at Mýrin homepage. A delicious festival for the hungry book devourer!

Yah, I did the poster and stuff.

Matarlist í íslenskum barnabókum | Food in the Moor: Exhibition of illustration

 Mýrin 2012. Á morgun, sunnudaginn 9. september kl. 14:00, opnar í Norræna húsinu sýningin „Matarlist í íslenskum barnabókum“ með myndum eftir sautján íslenskra teiknara. Myndirnar eru úr útgefnum íslenskum barnabókum og lýsa mat, matseld, borðhaldi og áti á ýmsa lund. Allir velkomnir! Sýningin er í anddyri Norræna hússins og stendur frá 9.-19. september. Hún er liður í alþjóðlegu barnabókmenntahátíðinni Mýrinni, sem í þetta sinn ber þemaheitið Matur úti í mýri. Kynnið ykkur dagskrá hátíðarinnar á vef Mýrarinnar.

Á sýningunni verða m.a. frummyndir úr Ég vil fisk! og Skrímslapest.

 Mýrin-festival 2012. Exhibition opening tomorrow, at 14:00 on Sunday Sept. 9. in the Nordic House„Matarlist í íslenskum barnabókum“. Seventeen Icelandic illustrators exhibit artwork from published children’s books; illustrating food, cooking and eating in all it’s diversity. Welcome to the opening! The exhibition is to be viewed in the Nordic House foyer from 9. to 19. of September. The exhibition is a part of the International Children’s Book Festival: In the Moorland, This year’s theme is food, eating, consuming …  Read more about the Moor-festival at Mýrin homepage.

I will show original artwork from Ég vil fisk! (I Want Fish!) and Skrímslapest (Monster Flu).