Sindri silfurfiskur á Akureyri | Shimmer the Silverfish on stage again

SindriSilfurfiskur6

 Leiksýning. Brúðuleikritið Sindri silfurfiskur, í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar, verður sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar næstu tvær helgar. Sýningar verða laugardaginn 16. mars kl.14:00, sunnudaginn 17. mars kl. 14:00, laugardaginn 23. mars kl. 14:00 og sunnudaginn 24. mars kl. 14:00.

 Theater. The puppetry Shimmer the Silverfish, directed by Þórhallur Sigurðsson, will be performed at Akureyri Theater next two weekends.

Fleiri ljósmyndir og upplýsingar um verkið hér: Sindri silfurfiskur.
Photos and information about the play and production here: Shimmer the Silverfish.

Leikfélag Akureyrar sýnir hið hugljúfa brúðuleikrit Sindri Silfurfiskur næstu tvær helgar. Þessi sýning hefur fengið margróma lof hvarvetna enda sérstaklega töfrandi og falleg. Í sýningunni er sérstök ljósatækni notuð til þess að skapa undurfallegan neðansjávarheim. Töfrandi kynjadýr hafsins svífa um og hrífa áhorfendur á öllum aldri. Sýningartími er um 40 mínútur.
Ef maður leggur kuðung upp að eyranu heyrist í hafinu. Þannig segir kuðungurinn frá því hver hann var og hvar hann bjó. En það var eins og Sindri silfurfiskur vildi gleyma hver hann í raun og veru var. Hafdís í skrautfiskabúðinni Fjörfiskar er löngu hætt að selja fallegu fiskana sína. Þeir eru vinir hennar og hún vill miklu heldur segja af þeim sögur, eins og til dæmis söguna af Sindra silfurfiski og ævintýrum hans.

Skrímsli í strengjum | Monster marionettes

 Brúðuleikhús. Á morgun frumsýnir Karavella Marionett Teatur í Færeyjum brúðuleikinn Skrimslini. Brúðusmiður, brúðustjórnandi og handritshöfundur er færeyski meðhöfundurinn að skrímslabókunum: Rakel Helmsdal. Lesið meira um ævintýri brúðuleiksins á heimasíðu Karavella Marionett Teatur!

 Puppet theater. Tomorrow is a big day for the two monsters in Faroe Islands. The marionette play Skrimslini will be premiered by Karavella Marionett Teatur. Scriptwriter, puppeteer and puppetmaker is Rakel Helmsdal, the Faroese co-author of the monster series. See more at: Karavella Marionett Teatur.
ljósmynd | photo: © Rakel Helmsdal