Skrímslin í sjónvarpinu í kvöld | The Monsters on TV tonight!

MonsterTheater3web♦ Leikhús. Í kvöld, sunnudaginn 8. janúar, er endursýnd upptaka RÚV á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu, leikritinu um skrímslin tvö. Leikritið sett var upp í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins og frumsýnt í desember 2011. Útsendingin hefst kl.18:00.

[Uppfært:] Upptakan er aðgengileg á KrakkaRÚV til 5. febrúar og má spila hér: Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu.

Smellið hér til að lesa meira um Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu. Sjá einnig: Leikrit | Plays.

♦ TheaterThe Icelandic National Broadcasting Service RUV is rebroadcasting a recording of The Little Monster and the Big Monster in the Theater, which was performed in Kúlan, children’s stage in The National Theater of Iceland. The program starts at 6 pm tonight Sunday 8 January.

[Update:] The program is available in Iceland at RÚV children’s web: KrakkaRÚV until 5 February. Click here to watch: Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu.

Links to more information:
The Little Monster and the Big Monster in the Theater See also my webpage: Leikrit | Plays.
The play at The National Theater.
The program.

Skrímslin í sviðsljósinu | Monsters in the limelight

MonsterTeaterIslandAslaug

Fyrstu drög að leikmynd | First model of the stage design

♦ Skrímslablogg. Við í skrímsla-teyminu bloggum hvað mest við megum á Kabloggen – höfundabloggi Kabusa-forlagsins. Í dag skrifa ég um Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu, um sviðsmyndir og sviðskrekk, lokkandi leikhús og sveitt skrímsli. Værsgo’, her på dansk: Monster i teateret ~ Monstruös barnteater.

♦ Monster blog. We three authors of the Monster series are blogging in July at Kabloggen, an authors blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker. Today I write about my play, The Little Monster and the Big Monster in the Theater, based on the first three books about the two monsters. I write about designing the scenes, about my stage fright, soft set og sweaty monsters. Here in Danish: Monster i teateret ~ Monstruös barnteater.

MonsterThjofarAslaugJ

Stilla úr hreyfimynd | A still from an animation used in the play

♦ Meira skrímslablogg: Og á sunnudaginn skrifaði Kalle Güettler um margbrotin handritaskrif á fjórum tungumálum og umræðum á skandinavísku. Hér á sænsku: En trehövdad författare med fötterna i Norden.

♦ More monster blog: And last Sunday Kalle Güettler wrote about our complicated manuscripts in four different languages, and how it enriches our writing. Here in Swedish: En trehövdad författare med fötterna i Norden.

Kalle-fjällfika-låguppl.1-150x150

Kalle í kaffipásu
Kalle Güettler

Skrímslin í sjónvarpinu | Monsters on TV

MonsterTheater3web

♦ Leikhús. Á morgun verður endursýnd upptaka RÚV á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu, leikritinu um skrímslin tvö sem sett var upp í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins. Útsending RÚV hefst á morgun, laugardag 25. maí kl. 10:12.

Smellið hér til að lesa meira um Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu. Sjá einnig: Leikrit | Plays.

♦ TheaterThe Icelandic National Broadcasting Service RUV is rebroadcasting a recording of The Little Monster and the Big Monster in the Theater, which was performed in Kúlan, children’s stage in The National Theater of Iceland. The program starts at 10:20 tomorrow, Saturday May 25th.

Links to more information:
The Little Monster and the Big Monster in the Theater See also my webpage: Leikrit | Plays.
The play at The National Theater.
The program.

Gott kvöld í kvöld | Good Evening

Gottkvoldweb

 Leikhús: Leikritið Gott kvöld verður sýnt í Félagsheimilinu á Hvammstanga núna í kvöld, föstudag 26. apríl kl. 18:00. Verkið sýnir Leikhópurinn á Hvammstanga í samstarfi við framhaldsdeild Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Önnur sýning er á sunnudag kl. 12:00. Lesa má frétt um þetta á Norðanáttinni og sjá myndir af æfingu.

Tenglar: Norðanáttin – frétt. Meira um Gott kvöld.

 Theater: Active and popular amateur theaters are run in almost every corner of Iceland. I am happy to inform that one of them, Hvammstangi Theater Group, is performing my play Good Evening tonight, April 26th.

Links: Norðanáttin news and photos. More about Gott kvöld | Good Evening.

Sindri silfurfiskur á Akureyri | Shimmer the Silverfish on stage again

SindriSilfurfiskur6

 Leiksýning. Brúðuleikritið Sindri silfurfiskur, í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar, verður sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar næstu tvær helgar. Sýningar verða laugardaginn 16. mars kl.14:00, sunnudaginn 17. mars kl. 14:00, laugardaginn 23. mars kl. 14:00 og sunnudaginn 24. mars kl. 14:00.

 Theater. The puppetry Shimmer the Silverfish, directed by Þórhallur Sigurðsson, will be performed at Akureyri Theater next two weekends.

Fleiri ljósmyndir og upplýsingar um verkið hér: Sindri silfurfiskur.
Photos and information about the play and production here: Shimmer the Silverfish.

Leikfélag Akureyrar sýnir hið hugljúfa brúðuleikrit Sindri Silfurfiskur næstu tvær helgar. Þessi sýning hefur fengið margróma lof hvarvetna enda sérstaklega töfrandi og falleg. Í sýningunni er sérstök ljósatækni notuð til þess að skapa undurfallegan neðansjávarheim. Töfrandi kynjadýr hafsins svífa um og hrífa áhorfendur á öllum aldri. Sýningartími er um 40 mínútur.
Ef maður leggur kuðung upp að eyranu heyrist í hafinu. Þannig segir kuðungurinn frá því hver hann var og hvar hann bjó. En það var eins og Sindri silfurfiskur vildi gleyma hver hann í raun og veru var. Hafdís í skrautfiskabúðinni Fjörfiskar er löngu hætt að selja fallegu fiskana sína. Þeir eru vinir hennar og hún vill miklu heldur segja af þeim sögur, eins og til dæmis söguna af Sindra silfurfiski og ævintýrum hans.

Litla skrímslið og stóra skrímslið í sjónvarpinu | Little Monster and Big Monster on TV

MonsterTheater1web

♦ Leikhús. Litla skrímslið og stóra skrímslið birtast á sjónvarpsskjánum á morgun, nýársdag, þegar sýnd verður upptaka RÚV frá sýningu Þjóðleikhússins á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu, sem gekk á fjölum Kúlunnar, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins, síðast liðið vor. Útsending RÚV hefst á nýársdag kl. 17:58 stundvíslega!

Smellið hér til að lesa meira um Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu. Sjá einnig: Leikrit | Plays.

 TSjónvarpsskrímsliheater. The Icelandic National Broadcasting Service: RUV will be broadcasting a recording of The Little Monster and the Big Monster in the Theater, which was performed in Kúlan, children’s stage in The National Theater of Iceland.

Links to more information: My page on The Little Monster and the Big Monster in the Theater ; the play at The National Theater ; the program. See also my webpage: Leikrit | Plays.

Skrímslastund í sjónvarpinu á nýársdag! | Monster time on television tomorrow!

Skrímslin í leikhúsinu | The monsters in the theater

 Leikhús. Sýningum á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu er að ljúka. Síðustu sýningar eru á morgun, sunnudag 6. maí, en sýnt hefur verið fyrir fullu húsi í Kúlunni, barnaleiksviði Þjóðleikhússins síðan í lok desember á síðasta ári. Nánari upplýsingar um leikritið hér og í leikskrá hér.

 Monster theater. Last chance to see The Little Monster and the Big Monster in the Theater during this season. The last shows are tomorrow, on Sunday 6. of May in Kúlan, The National Theater’s childrens theater. More information about the play here and in the program here.