Brúður og ljóðlist | Puppets and poetry

SindriSilfurfiskur3

♦ Dagatalið: Nei, hættið nú alveg! Í gær var Dagur barnaleikhúsins. Í dag, 21. mars, er alþjóðlegur Dagur brúðuleikhússins og í Alþjóðadagur ljóðsins í þokkabót. Hvað skal segja? Ljóðskáldin eru svo mörg og góð að ég treysti mér ekki til að benda á neitt eitt í tilefni dagsins. Læt til dæmis Reykjavík bókmenntaborg um það. En mæli eindregið með ljóðalestri í dag! Það er alltaf tími fyrir eitt ljóð.

Í tilefni dagsins ætla ég samt að rifja upp eina hjartfólgna persónu: Sindra silfurfisk sem varð til í samvinnu við Þjóðleikhúsið og barnaleikhúsið Kúluna undir stjórn Þórhalls Sigurðssonar. Hér má sjá fleiri myndir úr sýningunni. Eins og gengur eru textar margsinnis endurskrifaðir og ýmsu hent út í handritsgerðinni. Þar á meðal fengu að fjúka frekar ískyggileg vers um hætturnar í hafinu. Hér er hluti af því kvæði, sem ætlað var til söngs:

Á fiskimiðum liggja lóð
og launráð falin köld,
– þú heldur beint á hættuslóð 
og hefur engan skjöld!
Þig drauganetin draga að 
með dularfullum seið; 
þó brjótast viljir beint af stað
þú berst samt þvert af leið. 

Það hafa ýmsir á því grætt
að öngla lítinn fisk.
Já, þannig verður öll þín ætt
að enda færð á disk.
Þín bíður ugglaust voðinn vís,
þín vörn er tæp um sinn
sem plokkfiskur í paradís
þú pottþétt svífur inn.

Það er eins gott að þetta fór ekki með. Nóg hef ég grætt börn í leikhúsi.

♦ The CalendarYesterday it was The World Day for Theatre for Children. Today, 21. March, is The World Puppetry Day and The World Poetry Day!  There are so many good poets, I dare not point out one for the occasion. But I wholeheartedly recommend reading a poem today – preferably every day!

The photo above shows a scene from a black light puppet theater show I wrote for the National Theater. You may find more information about Shimmer the silverfish here. There are a few professional puppet theaters in Iceland where of I would especially mention two: Bernd Ogrodnik’s Brúðuloftið in the National Theater and Helga Arnalds’ Tíu fingur. For further information on Icelandic puppet theater see Unima Iceland.

I would also like to recommend my special friends in the Faroe Islands: Karavella Marionett Teatur – run by Rakel Helmsdal, who did a puppet play with Little Monster and Big Monster from the book series.

Sindri silfurfiskur á Akureyri | Shimmer the Silverfish on stage again

SindriSilfurfiskur6

 Leiksýning. Brúðuleikritið Sindri silfurfiskur, í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar, verður sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar næstu tvær helgar. Sýningar verða laugardaginn 16. mars kl.14:00, sunnudaginn 17. mars kl. 14:00, laugardaginn 23. mars kl. 14:00 og sunnudaginn 24. mars kl. 14:00.

 Theater. The puppetry Shimmer the Silverfish, directed by Þórhallur Sigurðsson, will be performed at Akureyri Theater next two weekends.

Fleiri ljósmyndir og upplýsingar um verkið hér: Sindri silfurfiskur.
Photos and information about the play and production here: Shimmer the Silverfish.

Leikfélag Akureyrar sýnir hið hugljúfa brúðuleikrit Sindri Silfurfiskur næstu tvær helgar. Þessi sýning hefur fengið margróma lof hvarvetna enda sérstaklega töfrandi og falleg. Í sýningunni er sérstök ljósatækni notuð til þess að skapa undurfallegan neðansjávarheim. Töfrandi kynjadýr hafsins svífa um og hrífa áhorfendur á öllum aldri. Sýningartími er um 40 mínútur.
Ef maður leggur kuðung upp að eyranu heyrist í hafinu. Þannig segir kuðungurinn frá því hver hann var og hvar hann bjó. En það var eins og Sindri silfurfiskur vildi gleyma hver hann í raun og veru var. Hafdís í skrautfiskabúðinni Fjörfiskar er löngu hætt að selja fallegu fiskana sína. Þeir eru vinir hennar og hún vill miklu heldur segja af þeim sögur, eins og til dæmis söguna af Sindra silfurfiski og ævintýrum hans.