
Beðið eftir vorinu: Í dag, 21. mars er ljóðum fagnað á alþjóðlegum degi ljóðsins. Og ljóðið lifir góðu lífi, það mætti jafnvel tala um einhverja vakningu síðustu ár. Í tilefni dagsins er hér neðar stutt vorljóð úr bókinni minni “til minnis” (Forlagið 2023). Ég ætla að halda á vit túnsúranna í dag, en kíkja svo í ljóðabækur í lok dags. Njótið ljóða!
sólarról
nú vildi ég hafa
húfu ofan í augum
vind í eyra
sól á herðum
horfa á haf út
langt yfir skammt
skammt yfir langt
í leit að súru í þúfu
Longing for spring… World Poetry Day is celebrated today, March 21st. Above is one short poem from my book “til minnis” (2023). It describes that feeling when you long for spring and the taste of the first wild sorrel, but although the sun is shining, cold winds are still blowing. Enjoy the day and good poetry!
Ljósmynd tekin | Photo date: 19.06.2023 ; grafík | graphics 2025
