17. júní 2022 | The National Day of Iceland

Eitt eilífðar smáblóm … Ef ég nú hugsa mig um, þá er ég sjaldan í einhverri meiriháttar þjóð-hátíðarstemmingu á 17. júní. Mér finnst dagurinn hátíðlegur en ég hef eiginlega alla tíð forðast mannmargar þjóðar-samkundur á þessum degi. Langar ekkert sérstaklega til þess að pulsa mig upp með þjóðinni og hef aldrei farið í skrúðgöngu, til dæmis. Mig rámar óljóst í samkomur þar sem fjallkonur mér nákomnar stóðu á palli og til viðbótar einhver yfirþyrmandi leiðinleg skemmtiatriði og kökuát. Sautjánda júní árið 1974 fór fjölskyldan að Reykholti því öll þjóðin hélt upp á ellefu hundrað ára afmæli byggðar á Íslandi og Guðmundur frændi Böðvarsson hafði frumsamið hátíðarljóð sem þar var flutt. Borgfirðingar mættu vel. Og vorið hafði verið sólríkt og þannig var það líka í júní. Að morgni 17. júní var rætt hvort ég ætti að koma með eða vera heima, því ég var það illa útlítandi eftir heiftarlegt sólarexem. Ég var 11 ára, skoppandi út um allar þorpagrundir og Nieva-kremið sem var annars notað við öllu dugði þarna ekki. Ég man ekki eftir því að ég væri neitt miður mín yfir þessum umræðum en úr varð að ég fór með. Ég hélt mig til hlés með mitt fés, en leyfði mömmu að útskýra fyrir allskonar fólki afhverju barnið liti svona út. Það sem vakti áhuga minn á þessum ferðum á þjóðhátíðir var möguleikin á því að teknir væru einhverjir útúrdúrar, ekið um mér óþekkt landslag, stoppað í skógi – kjarrlendi. Það var toppurinn.

Auðvitað hef ég fagnað þjóðhátíðardeginum í góðra vina hópi, ekki síst í útlöndum. En ef það er eitthvað sem gerir mig að Íslendingi þá er það ekki stóra „húh-ið“ eða samkenndin með hjörðinni, heldur landið sjálft og náttúran. Ekkert hefur mótað mig meira en stórbrotið og hrjóstrugt landslagið, hömlulaus veðráttan og undrin sem í náttúrunni kvikna þrátt fyrir allt: allt þetta viðkvæma líf sem dafnar og deyr. Ég er alltaf jafn gáttuð á hverju vori og alveg jafn bit á haustin … Alls staðar mótar náttúran manninn, tunguna og hugsunina. Við eigum ekki landið, landið á okkur, það finnst aldrei betur en á stuttu íslensku sumri. –– Gleðilega hátíð!

⬆︎ Mynd efst | photo above: Lambagras (Silene acaulis) – moss campion.

⬆︎ Þjóðarblómið: Holtasóley (Dryas octopetala) – mountain avens – the national flower of Iceland.


The Icelandic National Day: Today is the National Day of Iceland, and I celebrate it with images of some of my favorite wild flowers that grow in the most barren places in Iceland every spring and survive the most unpredictable and harsh weathers of the North. Here a small selection of snap shots from our farm Melaleiti.

⬆︎ Lambagras (Silene acaulis) í nærmynd – moss campion, close up.

⬆︎ Gullmura (Potentilla crantzii) – alpine cincefoil.

⬆︎ Blálilja (Mertensia maritima) – oysterleaf.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.06 / 08.06.2022

Gleðilega þjóðhátíð! | Happy June 17!

Hæ hó, 17. júní: Svona flýgur tíminn! Kominn miður júní og langt um liðið síðan ég hef birt myndir eða fréttir á vefnum. Mynd dagsins er af fjögurra-laufa smára sem ég fann 17. júní í fyrra. Það þurfa allir á smá heppni að halda. Áfram Ísland og gleðilega þjóðhátíð!

The Icelandic National Day: Time flies! It’s already mid june and I have not posted news or photos for a long time. Today is the National Day of Iceland, so this four-leaf clover I found on June 17 last year, will serve as a good luck wish to everyone – including our football team in Moscow! Happy holiday!

Ljósmynd tekin | Photo date: 17.06.2017

17. júní 2014 | The National Day of Iceland

17juni2014©AslaugJ

♦ Dagatalið: Í tilefni dagsins: Ég flaggaði auðvitað þótt ég kæmist ekki á Austurvöll til að fylgjast með forseta og forsætisráðherra … hipp húrra! Í fánastöng við hæfi! Annars eyddi ég megninu af deginum niðurrignd í rófugarðinum. Það var afar þjóðlegt. Og það ku hafa rignt ámóta fyrir 70 árum.
♦ The CalendarToday was the National Day of Iceland, with celebrations of the 70th Independence Day. Of course I had to fly the flag! The weather was typical for the day: with pouring rain, and I spent most of it fighting dandelions in the vegetable garden. Very appropriate.

Ljósmynd tekin | Photo date: 17.06.2014