Tungl, sól og fjögurra blaða smári | Sun, moon and four leaf clovers

FöstudagsmyndirAf gömlum vana leita ég stundum að fjögurra blaða smára ef ég á leið fram hjá smárabeði. Og heppnin var með mér í gærkvöldi: ég fann nokkra marglaufa smára, bæði fjögurra og fimm blaða smára. Í góðviðrinu þessar vikurnar nýtur í senn sólar og mána á kvöldin, en gróður og jarðvegur er þurr og hita- og rykmistur breytir litum í fjarlægðinni. Nú er að óska sér varlega.

Photo Friday: I can’t pass a field of clovers without trying my luck to find a four leaf clover. Usually there are none – but once in a while there are several. And last night I also found five-leaf clovers! Now I better wish carefully.

The photos below are also from last night: clear skies and bright nights give a view to both sun and moon at the same time. In our parts it hasn’t rained for weeks so the soil is unusually dry, plants are making seed and blooming earlier and the haze of dust and heat changes the colors of the evening sky.

Ljósmynd teknar | Photo date: 13.06.2019

Gleðilega þjóðhátíð! | Happy June 17!

Hæ hó, 17. júní: Svona flýgur tíminn! Kominn miður júní og langt um liðið síðan ég hef birt myndir eða fréttir á vefnum. Mynd dagsins er af fjögurra-laufa smára sem ég fann 17. júní í fyrra. Það þurfa allir á smá heppni að halda. Áfram Ísland og gleðilega þjóðhátíð!

The Icelandic National Day: Time flies! It’s already mid june and I have not posted news or photos for a long time. Today is the National Day of Iceland, so this four-leaf clover I found on June 17 last year, will serve as a good luck wish to everyone – including our football team in Moscow! Happy holiday!

Ljósmynd tekin | Photo date: 17.06.2017