Bókverk á listamessu | Book art at Chart 2021 Copenhagen

BÓKVERK: Stundum leiðir þátttaka í fjölþjóðlegum listaverkefnum til þess að verkin fara vítt um heiminn. Nú rata tvö lítil bókverk á sömu listamessuna: Chart 2021 í Kaupmannahöfn, sem fer fram dagana 27.-29. ágúst.

Annars vegar eru það forkólfarnir í Northing Space og Kinakaal Forlag í Bergen, sem sýna norræn örbókverkasöfn. Nokkrir íslenskir teiknarar eiga verk í safninu og þar hef ég verkið Deadline. Norrænu smáritin eru m.a. kynnt hér og hér en Northing hefur staðið fyrir sýningum á smáritunum í bæði Oslo og Bergen og víðar.

Hins vegar verða þær stöllur í Codex Polaris á ferð með Bibliotek Nordica en þar er ég með „Kartöflugarðinn“ (Still growing potatoes).

Mæli með heimsókn í Charlottenborg um helgina fyrir þá sem tök hafa á.

Nordic minizines – Iceland. © https://www.northing.no/scandinavian-minizine


BOOK ART FAIR: Participating in multinational art projects often leads to participation in exhibitions around the world. Now two of my small artist books from two different art projects will be displayed at the same art fair: Chart 2021 in Kunsthal Charlottenborg, Copenhagen, from 27 – 29 August.

Northing Space and Kinakaal Forlag in Bergen will exhibit Nordic mini-zines. Several Icelandic illustrators have works in the collection: I have the tiny book Deadline. Northing and Kinakaal Forlag have been invited to the fair and have decided to launch the Nordic Minizine Boxes as one of Northing’s major projects at the fair.

Another work of mine: Still growing potatoes is a part of Bibliotek Nordica, introduced by the project leaders in Codex Polaris at Chart 2021.

If in Copenhagen, don’t miss the fair which has become one of the major art events in Scandinavia.

 

Bibliotek Nordica – photo © Codex Nordica

 

Skilafrestur | Deadline

BÓKVERK: Í byrjun sumars bauðst mér að taka þátt í norrænu bóklistaverkefni með örbókverki eða smáriti (mini-zine). Fyrir verkefninu stendur Northing Space í Bergen, en það er rekið af hönnuðinum Yilei Wang og Ben Wenhou Yu arkitekt. Þau vinna prentverk m.a. í samvinnu við bókverkabúðina Bananafish, sem stendur á bak við bókverkamessuna í Shanghai (Unfold Shanghai Art Book Fair), auk þess að reka riso-prentstofuna Pausebread. Northing hefur staðið fyrir bókverkasýningum, útgáfu bókverka, þýðingarverkefnum og margvíslegum menningartengslum. Ef farsóttir hamla ekki verða smáritin sýnd á bókverkamessunni í Shanghai og víðar.

Efni örbókanna var frjálst en formið ákveðin stærð og brot. Átta litlar síður (síðustærðin aðeins 42 x 56 mm) skyldu rúma myndir/texta, en örkina þurfti að að vera hægt að brjóta eftir settum reglum. Bókverkin eru prentuð í riso-prenti í einum lit.

Í öllum önnunum valdi ég nærtækt efni: skilafrestinn, eða öllu heldur leik með orðið Deadline. Eftir því sem ég eldist og er hótað af hinum ýmsu sjúkdómum (eða heimsfaraldri) finn ég að eina leiðin til að lifa lífinu er að hugsa ekkert sérstaklega um dauðann. Elska lífið. Halda áfram að vinna – enda alltaf einhver skilafrestur framundan …

Norrænu smáritin eru m.a. kynnt hér og hér og Northing hefur einnig staðið fyrir sýningum á smáritunum í bæði Oslo og Bergen. Mæli eindregið með því fyrir áhugafólk um bókverk að kíkja á tenglana hjá Northing!


BOOK ART: Earlier this summer I was invited to take part in a Nordic book art project by submitting a mini-book or mini-zine. The project is run by Northing Space in Bergen owned by designer Yilei Wang and architect Ben Wenhou Yu. Northing is a multi-functional space with a focus on publication, design, music, cultural events and cross-cultural communication. They work in print, e.g. in collaboration with Bananafish, an independent bookstore in Shanghai, that organizes Unfold Shanghai Art Book Fair in Shanghai and they also run the riso printing studio Pausebread, that prints the mini-zines. The mini-book collection will hopefully be exhibited at the Shanghai Art Book Fair when time comes.

The theme of the mini-zine was all open, but a certain size and format was required. Eight small pages (page size only 42 x 56 mm) were to accommodate images / text, but the sheet had to be foldable according to set rules, accordion or foldy zine. The zines are printed in riso print in one color.

Running late with all my projects I chose a relevant topic: the deadline and had a play with the idea and the word. As I grow older and especially in times of a deadly pandemic, I find that the only way to live life is to NOT think about death. Love life. Keep on working. There is always a deadline ahead …

The Nordic collections is presented here and here. Northing has also been responsible for very nice exhibitions of the mini-books in both Oslo and Bergen. Highly recommend for book art enthusiasts to check out the links at Northing site!