Lækur | Icelandic farm

Þetta fallega býli er Lækur í Leirársveit. Alla mína bernsku bjuggu þar þeir góðu bændur hjónin Einar Helgason og föðursystir mín Vilborg Kristófersdóttir. Í dag er Villa frænka borin til grafar og nú verða kaflaskil á Læk. Ég er þakklát fyrir allan velviljann og vináttuna sem þau hjónin sýndu og hugsa með hlýjum huga til stundanna við eldhúsborðið hjá Villu. Kveð hana með mynd úr Lækjarnesinu, hvar óx þessi fallegi brúskur af beitilyngi.

Minningargrein okkar Melaleitissystra um Vilborgu mun birtast í Morgunblaðinu.

This is my farewell to my aunt (born 1923) who passed away last week and will be buried today. This was her beautiful farm, where livestock and wildlife, cropland and wild nature was cherished alike. I will miss her.

Hér og hér eru fleiri myndir sem ég tók í Lækjarnesinu 2014.
Here and here are more photos I took at Lækur farm.

Ljósmyndir teknar | Photos date: 15.08.2019 / 14.08.2014