Hatturinn | The hat

KukaanEiOleSaari1WebAslaugJons ♦ Myndlýsingar. Einhvern tíma í vor gerði ég myndir við texta í smáriti um Ísland, Islanti on yllättävä – Ísland kemur á óvart, ætluðum finnskum og skandinavískum lesendum. Eintak af finnsku útgáfunni hefur verið að þvælast á borðinu hjá mér. Flestar eru greinarnar dæmigerður fróðleikur um land og þjóð: landnám norrænna manna, Snorra Sturluson, jarðsöguna, eldfjöll og hveri, tungumál með eði og þorni, bókaþjóðina, o.s.frv. Í greininni um bókmenntasöguna eru nefndir nokkrir núlifandi höfundar og bækur sem hafa verið þýddar á finnska tungu; og sem eru kannski enn fáanlegar í bókabúðum þarlendum? Ekki var þar rými fyrir nýlegar barnabækur eins og: Ei! sanoi pieni hirviö eða Tarina sinisestä planeetasta. Bókmenntasagan er nefnilega oftast skrifuð fyrir barnlaust fólk. En barnabækur eru skrifaðar fyrir börn og fullorðna, af fullvaxta rithöfundum. Það er staðreynd sem kemur kannski á óvart. Og þó við njótum þess að sjá börnin vaxa úr grasi, þá þýðir ekkert að bíða eftir því að barnabókahöfundar „vaxi upp úr“ því að skrifa barnabókmenntir. En illa gengur þeim að „vaxa“ inn í bókmenntasöguna. Þar er oft svo lítið pláss.

KukaanEiOleSaari3WebAslaugJonsEn aftur að myndlýsingum: Sumar greinarnar voru þannig tilreiddar að það var erfitt að sneiða hjá klisjum eða lýsa staðreyndum um tungumálið eða jarðskorpuna á nýjan hátt. Áhugaverðast var að fást við grein eftir Eirík Örn Norðdahl, sem í bókmenntunum virkar reyndar dálítið eins og element úr jarðfræðinni: kraftmikið og duttlungafullt náttúruafl. (En þetta hljómar auðvitað líka eins og landkynningarklisja, Eiríkur Örn er sjálfsagt allra handa höfundur).

Greinin fjallar um sjálfsmynd og þjóðerni, er persónuleg og glúrin, reifar þversagnir og goðsagnir um eyþjóð úti í Ballarhafi. Og þar sem höfundurinn er einatt nálægur í textanum, sá ég stöðugt fyrir mér skáldið með hattinn, skáldið sem fjallar um sjálfsmyndir. Ef höfuðfat eins og hattur snýst ekki um sjálfsmynd, þá veit ég ekki hvað. Það er sama hvort um er að ræða vísun í gömul stöðutákn eða val á fati sem veitir hárlitlu höfði skjól: hatturinn er tákn. Það er táknrænt að setja upp hatt, rétt eins og það val að nota ekki hatt! Hattatískunni hrakaði víst mjög þegar stéttskiptingin riðlaðist og þeir sem á annað borð vildu halda höfðinu tóku ofan til að hverfa inn í húfuklæddan fjöldann. Hatturinn er enn auðvitað hluti af einkennisbúningum margskonar. En bæði myndrænt og táknrænt er hatturinn heillandi. Sá sem ber hatt í hattlausu samfélagi er tæplega venjulegur, hann er í það minnsta góður fyrir sinn hatt. Hatturinn fór þannig að dúkka upp í myndunum hér og hvar, ekki bara við grein Eiríks.

KukaanEiOleSaari2WebAslaugJonsMyndin efst á síðunni er reyndar alls ekki með í heftinu. Hún var þó gerð við grein Eiríks Arnar, sem heitir „Enginn er eyland“, (Kukaan ei ole saari) sem aftur fékk mig í mótþróakasti til að minnast þess að „maðurinn er alltaf einn“. Sjálfskipuð einangrun eða ásköpuð er mögulega harla einmanaleg og köld. Kannski óumflýjanleg. (Eða ó-af-flýjanleg, eins og af eyju, þó það megi hlaupa rófulaus hring eftir hring í eigin heimi, kringum kollinn, á hattbarðinu).

Hinar tvær myndirnar, sem birtust með greininni, er annars vegar einhvers konar portrett af Eiríki – sem ég þó vil helst ekki gefa mig út fyrir að gera. Ég legg mig í það minnsta ekkert fram um að teikna manninn eins og hann er útlits, heldur frekar eins og ég les hann út úr textanum, eða bara sirka eins og mér sýnist, þó myndin kunni að minna á hann. Á hinni myndinni eru það svo fjöllin sem skáldið sýnir syni sínum og er í mun um að hann geti nafngreint. Í stærra samhengi: faðir sýnir syninum veröldina, sem þó markast af hans eigin persónulegu (jafnvel takmörkuðu) sýn undan hattbarðinu. Barn af blönduðu þjóðerni getur þó kannski valið sér hatt, mögulega fleiri en einn og fleiri en tvo …

Það er að minnsta kosti ekki hægt að setja alla undir sama hatt.
Og kannski fæ ég skömm í hattinn fyrir þetta allt.

EyjafjallajokullWebAslaugJons

♦ Illustrations. I made these illustrations for a booklet about Iceland. It was published in Finland, earlier this year. It’s called Islanti on yllättävä – Ísland kemur á óvart. (Iceland surprises). The articles in the brochure are mostly basic information about the country: the history of the Norse settlers, the geology of Iceland, the language, the Sagas, the literature, etc. I found it a bit hard to avoid clichés when illustrating these subjects, I just hope I didn’t do too poorly.

Illustrating an article by writer Eiríkur Örn Norðdahl, was interesting though, as I found his writings more open to all sorts of interpretations. The article is called No man is an island, where he describes the dilemma of being an Icelander. It is personal and witty. I only know Eiríkur Örn from photos, where he is usually wearing a hat. The symbolic hat started to make it’s way in to the illustrations, also for the articles on geology (like Eyjafjallajökull on the right) and on literature (below).

The uppermost three illustrations here in this post were made for Eiríkur Örn’s article, although the first one was left out. The second is a sort of a portrait, illustrating the writer himself as more or less merged into the landscape, born from it or torn from it … The rivers are gushing cool water, the poet his words. The third illustration is connected to the writer’s thoughts on national identity and learning his bilingual son the names of the mountains closest to home.

Anyway, I enjoyed pondering about identity and hats, as the hat symbolically has so many meanings, referring to interesting idioms. The hat can be extremely simple in graphic form, even looking like something else (an elephant inside a snake?) but it can also be as mysterious as a magician’s hat. Finally, home is where you lay your hat, right?

Artwork by © Áslaug Jónsdóttir
Collages; monoprints and colored paper, oil base pencil.

LiteratureHatWebAslaugJons