
Melabakkar cliffs, Melaleiti farm, Belgsholtsvík cove, Mt. Hafnarfjall, Mt. Ölver. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk
♦ Föstudagsmyndin. Mér ber að nefna það strax: Þessar ljósmyndir eru ekki mínar – nema þessi af flugmönnunum. Þegar ég auglýsti í færslunni s.l. föstudag eftir upplýsingum um ljósmyndara á flugi yfir Melasveit 12. ágúst (sjá myndir hér), þá datt mér ekki í hug ég kæmist á sporið svo fljótt. En það var eiginkona flugmannsins í bláu vélinni, sem starfs síns vegna átti erindi inn á síðuna mína og rak þá strax augu í spúsa sinn – og hafði samband. Þarna var sumsé á ferð hópur ljósmyndara á námskeiði hjá Mary Ellen Mark á Íslandi. Flugmaðurinn gaf mér upp nafn ljósmyndarans sem hann flaug með: Rune Johansen.
Rune er fjölhæfur danskur ljósmyndari og sendi mér af miklu örlæti fjölmargar myndir af Melaleiti úr lofti, m.a. þessar þrjár. Þarna er því komið sjónarhornið sem ég auglýsti eftir! Kíkið endilega á heimasíðuna hans: Photographer Rune Johansen: www.runejohansen.dk. Þessa dagana birtir hann líka glæsilegar myndir frá Íslandsferðinni á FBsíðu sinni.
♦ Photo Friday. Remember my post last Friday? I wondered who were the flying photographers on the 12th of August, obviously pointing their lenses towards me! Well, the family farm, anyway. So I shot back! I found out about the photographers so soon due to pure coincidence: In connection with her work, the wife of one of the pilots visited my website and what she surprisingly saw was her husband! The flying bunch turned out to be a group of photographers attending a workshop with Mary Ellen Mark in Iceland. The pilot gave me his passenger’s name: Rune Johansen. (And yes, I was there on the ground. See?)
When I contacted Rune he generously sent me a number of fantastic photos of our farm from that occasion. So I got to see what he had caught with his lens! Thank you Rune! For more of his photos, check out his versatile work on his website: Photographer Rune Johansen: www.runejohansen.dk. If you look him up on FB, you can also view great shots from his trip to Iceland.
OK. Now I wonder if the other photographers saw exactly the same … – or is it a different point of view every time?

Melaleiti farm 12. Aug. 2013. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk

Melaleiti farm, left: Skarðsheiði Mt.range, Mt. Botnssúlur in the far. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk