Af stað inn í nýja árið! | A walk into the new year

Áramót: Ég hef notið þess að eiga nokkra góða daga í sveitinni í kringum áramótin. Eftir veisluhöld og mannfagnaði er fátt betra en að rölta út í bláinn og horfa á fjöllin og skýin, sjólagið og stöku fugla í vetrarlandslaginu. Nú hækkar sól á lofti!
⬆︎ 2023: Snæfellsjökull sveif í hillingum og hrafninn hafði sitt að segja á síðasta degi ársins.
⬇︎2024: En nýja árið lofaði góðu: Ölver var klæddur í bleikar slæður og teiknin í fjörunni voru margvísleg.

The turn of the year: I have been enjoying a few days at the farm around the new year. One of the best ways to recover after the Christmas feasts is to stroll out in to the cold blue and watch the sky and the mountains, as well as the sea and the few birds that stay for winter. And the sun is returning back, minute by minute!
⬆︎ 2023: Snæfell Glacier (Snæfellsjökull) flew above the sea in superior mirage, but the raven had the last word on the last day of the year.
⬇︎2024: The new year is promising: Mt. Ölver (the Pyramid of Iceland) was dressed in pink veils and the signs I found at the beach were delightfully mysterious.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 30.12.2023 + 31.12.2023 + 02.01.2024

Fjörufléttur | The vines of sand

Föstudagsmyndin: Það getur verið ákveðin fegurð í því þegar eitthvað rennur út í sandinn! Ég tala ekki um þegar hlutunum er snúið á hvolf. Njótið helgarinnar!
Friday photo: Watermarks in the sand sometimes make an optical illusion, especially when the light is low. And depending on where you stand… turning upside down. Enjoy your weekend!

Ljósmynd tekin | Photo date: 29.10.2023

Fyrstu dagar vetrar | First days of winter

Hrím og norðurljós. Eins og heimurinn veltist um þessar mundir þá eru veðurfréttir bestu fréttirnar: heiður himinn, glampandi sól og logn! Hemaðir pollar og hrím í skugga. Ekki annað hægt en að fagna himni og jörð. Gormánuður hófst með fyrsta vetrardegi laugardaginn 28. október, fullu tungli og norðurljósum. Svo var stórstreymt í gær, 30. október með ómótstæðilegri fjöru. Dásemdardagar!

Frost and northern lights. The way the world is turning at the moment, the weather report brings the best news: clear skies, bright sun and calm weather! Frozen puddles and rime in the shade. Impossible not to praise heaven and earth. The Month of Gor(Slaughter Month) – began with the First Day of Winter on Saturday, October 28, bringing a full moon and the northern lights. Yesterday, October 30, it was spring tide, making a beach walk irresistible at low tide. Truly days of wonder!

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 24.-30.10.2023

Bóndadagur 2023 | Month of Þorri

Föstudagsmyndir: Gleðilegan bóndadag! Gott er nú að mörsugur er liðinn. Eftir fimbulkulda undanfarnar vikur heilsar þorri með rigningu og roki. Tjörustorknir ruðningar og snjóskaflar breytast í manndráps svell sem saltaurinn ræður ekki við. Svo frystir aftur. Þessa daga sem borgin sýnir sínar allra grálegustu hliðar (ég elska hana samt), er lífsnauðsyn að bregða sér út fyrir bæjarmörkin, horfa lengra en í næsta vegg, anda að sér sjávarlofti. Stundum þarf hreint ekki að fara langt – bara rétt út á Seltjarnarnes! Myndirnar eru annars flestar frá Melaleiti – þar léku norðurljós í lofti um síðustu helgi, við sungum fyrir seli og ernir heilsuðu upp á okkur ítrekað. Því miður var ég ekki með aðdráttarlinsu og gæði mynda því slök. En ég læt þær fljóta fyrir stemminguna. Já, og sólin, hún var þarna, þrátt fyrir gaddinn.

Friday photo: Happy Bóndadagur! Today is the first day of the month of Þorri, the fourth winter month, – a day called Bóndadagur: „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good traditional food. This day may wisely be spent indoors: after the freezing cold of the past weeks, Þorri greets us with rain and strong wind. The tar-mixed ruts and snowdrifts turn into murderously slippery ice. Then it freezes again. These days, when the city shows its foulest and darkest side (Reykjavík, I still love you), what a joy it is to get out of town, bathe in the northern-lights, breathe the sea air and watch nature’s creatures, as we did last weekend. We sang to seals and the eagles greeted us repeatedly. And the sun, the sun was there! (Sometimes you don’t have to go far – just go to Seltjarnarnes!) Most of the photos are taken by Melaleiti farm – no quality photos but good mementos.


Landselur (Phoca vitulina) við Melabakka. Neðar: Haförn (Haliaeetus albicilla).
Harbor seal (Phoca vitulina) by Melabakkar cliffs. Below: White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.-19. jan.2023

Undir himni | Follow the leader!

Föstudagsmyndin: Mildur nóvember er liðinn. Það er ekki alltaf logn og blíða þó engin séu harðindin og heldur birtusnautt þegar snjóinn vantar. Maður og hross hafa hraðan á.

Friday photo: One black and white photo from last November. My husband was leading a flock of horses from one grazing paddock to another. November has been unusually mild so the horses are still grazing without any extra fodder. Daylight is scarce without the snow, but clouds and sunrays from afar play in the sky.

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.11.2022

Norðurljós í september | Aurora Borealis

Föstudagsmyndir: Strax í ágúst, þegar nætur lengjast, má fara að njóta norðurljósa. Hér er tengill á norðurljósaspá fyrir Ísland sem er ágætt að glöggva sig á fyrir norðurljósaveiðar. Þessar myndir voru teknar í Melasveit í byrjun september og þó þær séu ekki í neinum sérstökum gæðum þá má hafa gaman af. Það er nokkurt sport í því að reyna að ná skemmtilegum formum því hreyfingarnar eru miklar og hraðar. Góða helgi, njótið haustsins!

Friday photos: Nights are getting darker and longer, giving us chance to experience the northern lights. These are no quality photos but I still find them enjoyable and just trying to catch some of the movements is fun.
Wish you all a nice weekend! And if in Iceland, you might want to try your luck: see Aurora forecast here.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 06.09.2022

Morgunfrúr í ágúst | Marigolds in August

Föstudagsmyndir: Föðuramma mín, Salvör Jörundardóttir var fædd 26. ágúst, árið 1893, á milli okkar voru 70 ár. Hún var tengingin við aðra og gjörólíka tíma, hún lifði öld umbyltingar á Íslandi. Það þyrfti langt mál til að segja hennar sögu, en við sonardætur hennar nutum þess sannarlega að búa undir sama þaki og hún og afi. Amma var í eðli sínu fagurkeri og kunni þá list að búa til veislu og hátíðlegt andrúmsloft af minnsta tilefni. Morgunfrú í vasa á dúklögðu borði, eitthvað fallegt og lystugt á fati…

Nú er ágúst brátt á enda og sumarblómin leggjast undan kaldri norðanáttinni svo það er eins gott að skera gullfíflana ofan í vasa. Kvöldhiminninn er endalaust sjónarspil, næturnar dimmari.

Góða helgi!

Friday photos: My paternal grandmother was born on this day, August 26, in 1893, thus 70 years between us. She was the connection to a different age, and lived through a century of great transition in Iceland. Her story is surely a material for a long essay, but we her granddaughters enjoyed living under the same roof as her and our grandfather. My grandmother was an aesthete by nature and knew the art of creating a festive atmosphere for even the smallest occasions. Marigolds in a small vase on a cloth-covered table, something beautiful and tasty on a plate…

Now August is coming to an end and the flowers are giving in under the cold northern wind, so one might as well bring a few in and put them in a vase. The evening sky is an endless spectacle, the nights are getting darker.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21./22./25./26.08.2022

Undir regnboganum | Over the rainbow – and under

Föstudagsmyndir: Skýin, himinninn og hafið – allt er þetta endurtekið myndefni, en það er einfaldlega ekki hægt annað en dást að dýrðinni sem veðrabrigðin skapa. Skarðsheiði og Melaleiti undir regnboganum í ágúst.
Góða helgi!

Friday photos: I know this is a repeated theme in my photography: the mountains, the sky, the sea … But I just can’t help myself, I am always enchanted, in awe, by nature’s spectacles.
Happy weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 15.-17.08.2022

Jónsmessa | Happy Midsummer!

Jónsmessa: Það er æði kalt á Jónsmessu 2022. Tindar Skarðsheiðar voru gráir í morgun, hitinn 6-7 gráður og með vindkælingunni var lofthitinn varla meira en 3-4 gráður. Myndirnar hér neðar voru teknar fyrr í mánuðinum, en þá viðraði betur á björtum kvöldum. Gleðilega Jónsmessu!

Midsummer: It was a cold Midsummer Night 2022 and the grey skies not very promising at all (pic at top). The peaks of Mt Skarðsheiði were snowy in the morning and the temperatures went as low as 4°C / 39°F. With the winds blowing it felt even lower… But June has also had wonderful moments of bright sky and calm weathers. Happy Midsummer!

 

Ljósmyndir teknar| Photo dates: 08.06 | 10.06. | 24.06.2022

Þúfur | Snowy tussocks

Föstudagsmyndir – Vetrardagar: Þrátt fyrir stutta daga og oft dimma eru litir og form, ljós og skuggar ekki síður áhugaverðir að vetri, en um bjarta sumardaga. Litaskalinn er blár en þar eru engu að síður ótal blæbrigði. Það hefur snjóað heil ósköp síðan þessar myndir voru teknar með tilheyrandi ófærð og önuglyndi í umferðinni. Þetta eru kjöraðstæður til að hægja á og gefa sér tíma í góða útivist þegar veður leyfa.

Friday Photos – Winterdays: Despite short days and gloomy weather these darkest months of winter, the colors of nature, light and shadows are no less interesting than the ones on the brightest days of summer. The palette is blue but what a range! It has snowed a lot in Iceland since these photos were taken, making roads and street impassable and many travellers annoyed. These are ideal conditions to slow down and enjoy a good time outdoors when the weather allows.

 

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 06.02 – 15.02.2022

Brim | After the storm

Öldurót: Ef ekki væri fyrir manndráps vindkælingu á degi eins og þessum, mætti sitja lengi á fjörusteini og horfa á dáleiðandi krafta hafsins. Hvassviðri og stormur ganga nú yfir annan hvern dag. Él og slydda. Mörsugur er mánuðurinn. 

Rough sea: Powerful waves roll in after the storm. The wind chill turns the few minus degrees into unbearable frost and however mesmerizing the surf is, all you want to do is to get back inside the warm house. 

 

Ljósmynd dags. |  Photo date: 7.1.2022

Vetrarsólhvörf 2021 | Happy Winter Solstice!



Sólhvörf: Dagarnir hafa verið dimmir og snjólausir en furðu mildir að undanförnu. Nú tekur dag að lengja aftur og því ber að fagna með jólum!
Today, December 21st 2021 is the shortest day, longest night. A good reason to celebrate jól in the Northern hemisphere!

Ljósmynd dags. |  Photo date: 19.12.2021

Ljósin í myrkrinu | Aurora Borealis

Norðurljós: Það hefur ekki veitt af því að tendra öll ljós í dumbungnum í nóvember. En áður en ég gef mig alfarið jólaljósum á vald ætla ég að birta nokkrar myndir af himnasendingu frá því 30. október, þegar segulljósin dönsuðu allt í kring og ég var svo lánsöm að vera stödd fjarri sterkum ljósum í borginni. Hér er tengill á norðurljósaspá fyrir Ísland.

The Northern Lights: November has been rainy and dark so we are looking forward to light all the Christmas decorations soon. I never thought I would say this: the more the better, and sooner the better… it is so dark. But before I go gearing up for the artificial lights I’m going to post images from a spectacular night at our farm, where the Northern Lights lit up the sky all around us. Of course we will not be able to enjoy the Northern lights in the madly decorated city…
I hope you enjoy these images – if in Iceland, see Aurora forecast here.

Smellið á myndirnar til að sjá þær ögn stærri. Click on the images for a bit larger view.

Ljósmyndir teknar | Photo date:30.10.2021

Vor | Spring 2020

Föstudagsmyndir! Það vorar hægt en örugglega – og hvergi vorar fyrr en við ströndina. Þangað sækja farfuglarnir æti eftir langt flug, flugan kviknar í gömlu þangi, marflær lifna undir steinum. Fjaran er mér óendanlegur innblástur og það sem fjallagarpar myndu kalla stefnulaust ráp og heldur aumt rölt er mér andleg næring og uppspretta yndis. Við ströndina endurnýjast allt með flóði og fjöru tvisvar á sólarhring, þar finnst best að enginn dagur er eins. Þar má finna undursamlega örheima, en um leið tengingu við veröldina víða: við heimshöf og himingeim.

Þegar lundin þín er hrelld,
þessum hlýddu orðum:
gakktu við sjó og sittu við eld,
svo kvað völvan forðum.¹

Photo FridaySlowly but surely spring is here – and nowhere earlier than at the seashore. The migratory birds rest there and feed after a long flight, the flies wake up from the drift seaweed, and amphipods start crawling from under rocks. The sea and the beach are an endless inspiration to me, and what heroic wanderers of the mountains would call aimless saunter and a trivial stroll, is for me a mental nourishment and source of joy. At the beach everything is renewed with the tides twice a day – no day is like the another. It’s easy to get immersed in the many curious micro-worlds, but at the same time get overwhelmed by the big ocean and the sky connecting everything in the world.


Grátt er ekki bara grátt: litir og mynstur í fjörunni. | Grey, but not just grey: colors and patterns at the beach:

 


Vorverk. Ágangur sjávar og landbrot við Melabakka hefur aukist ár frá ári og er nú 50-100 cm á ári. Í Melaleiti er því þörf á að endurnýja girðingar við ströndina reglubundið.
Spring chores: mending fences at the farm. The coastal erosion at Melabakkar Cliffs has been speeding up and is approx 50-100 cm / 20-40 inches pr year. At the family farm Melaleiti fences by the shore need renewal every few years.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.04.2020  ¹ Höfundur vísunnar er óþekktur.

Gleðilegt nýtt ár! | Happy New Year – 2020!

Gleðilegt ár allir vinir nær og fjær! Fyrsti dagur ársins barði að dyrum með rigningu og roki eða í besta falli slyddu. Fyrr í vikunni hafði þó snjóað einn daginn svo örlítið birti til meðan dagsljóss gætti. Þangað sótti ég myndefnið í skissuna sem skyldi líka vera til minnis um hlýtt hús og gullna birtu úr gáttum sem mynda skarpa andstæðu við grámann og blámann í öllum kalsanum úti.

Happy New Year, dear friends and visitors! The first year of the day has only offered cold wind, rain and sleet. So for my first sketch of the year I looked back for an inspiration in some photos I took few days ago, a day when fresh snow brightened up our dark winter day. I made a quick sketch from the photo, as to remind me of the warmth of the house and it’s welcoming lights, when the windows glow bright in contrast with the grey and blue surroundings.

Skissa gerð | Sketch made: 01.01.2020

Sumarsólstöður | Sterna paradisaea – Bird of the sun

Föstudagsmyndin: Enn kemur hún hingað, krían, þessi magnaði fugl sem flýgur póla á milli og freistar gæfunnar í svölu norðrinu á hverju sumri. Sannur sólarfugl sem ár hvert nýtur birtu tveggja sumra. Myndirnar eru teknar um miðnætti 21. – 22. júní við Melaleiti, en þar leggja kríurnar flugleið sína með ströndum á kvöldin, milli varpsvæða og fæðusvæða. Krían er einstakur flugfugl, hvernig sem á það er litið. Raunar er tilvera kríunnar hreint undur, ekki síst þegar litið er til sífellt brothættari vistkerfa jarðar. Líf hennar er vissulega „eilíft kraftaverk“.

Photo FridayThe arctic tern, Sterna paradisaea, was busy as always at summer solstice. I caught the terns flying pass our farm at midnight, while the sun was setting behind Snæfellsnes mountain range. There are some small colonies of arctic terns in our area and the nearby Grunnafjörður mudflat/estuary is an important feeding ground for many birds. The amazing kría, a magnificent flyer and a follower of light, is worth celebrating, no less than summer solstice. Her return to the cold north, migrating from the Antarctica, as earth’s vulnerable ecosystems tremble, is a true miracle.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21.06.2019 – 11:54 pm … 00:12 am 22.06.2019

Sólríkir dagar í sumarbyrjun | Early days of summer

Föstudagsmyndir – farfuglar: Vefsíðunni hefur lítið verið sinnt undanfarnar vikur og mánuði. Ég þyrfti margar hendur til að vinna að öllu því sem ég vildi – svo ekki sé minnst á mörg höfuð. Hah! En þá er kannski kominn tími til að líta til fugla himinsins. Þessi Máríuerla (Motacilla alba) safnar vissulega ekki í hlöður – hún býr í hlöðu. Af og til flýgur hún af hreiðrinu og út og tilkynnir þá óðamála að allt sé samkvæmt áætlun. Og þó ég geti ekki alveg tekið undir það fyrir mitt leyti, þá erum við báðar ánægðar með sólina sem í svalri norðanáttinni vermir svo vel sunnanundir vegg.

Í vor hafa brandendur (Tadorna tadorna) annað slagið staldrað við á bökkunum við Melaleiti og það er ekki annað hægt að dást að þessum skrautlega fugli eins og karlinum hér neðst. Brandönd var sjaldséður gestur en er nú orðin varpfugl við árósa í Borgarfirði og víðar.

Photo Friday – Birds of passage: I have neglected my website last weeks and months, wishing I had extra hands or some spare thoughts to get more things done… So looking at the birds of the air might be a good and healthy thing, like the white wagtail (Motacilla alba), that indeed does not gather into barns, but nests in a barn. Regularly she comes out of the barn and tweets and twitters that all is going according to plan. Although I cannot agree for my part, we both like the warmth of the sun by the south facing wall, while cold dry winds blow from north.

Common shelducks (Tadorna tadorna) are not common at all in Iceland, although they are now settling in parts of Iceland and finding nesting grounds close to the rivers estuaries in Borgarfjörður, close to our family farm. In the spring they often have a stop at the cliff edges, looking over the bay, before they head further, – like this handsome male bird.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 21/22/23.05.2019

Fyrir augliti arnarins | Close encounter

Sjónarhorn: Rigning og endalaus dumbungur síðustu vikur og mánuði hefur ekki lokkað mig út í myndaleit, en ég ráfaði þó út einn skárri daginn í síðastliðinni viku, með myndavélina um öxl, en nefið niðri við jörð. Ég leitaði að tvennu: ég hafði ímyndað mér að brandandar-parið sem ég sá enn og aftur við sjávarbakkana í Melaleiti væri farið að verpa þar (– ekki brandari en auðvitað vitleysa), en altént hafði ég gát á hreiðrum og fuglum. Og svo var ég líka að skima eftir fjögurra laufa smára í smárabreiðunum – ég hef stundum haft heppnina með mér í þeim efnum – sjá hér og hér. Kannski var ég að leita að táknum í náttúrunni, eða eins og svo oft áður, bara að leita að einhverju…

Styggðin sem kom að fuglum þar sem ég fór um var venju fremur mikil, en svo áttaði ég mig á því að ég væri ekki mesta ógnin á svæðinu. Þarna kom nefnilega aðvífandi örn með sínar löngu veiðiklær. Ég fleygði mér til jarðar ef ég mætti þannig vekja áhuga arnarins og mundaði linsuna. Örninn sveimaði yfir í tvígang.

Við eftirgrennslan hjá einum helsta arnarsérfræðingi landsins, Kristni Hauki Skarphéðinssyni, kom í ljós að þarna var á ferð ungur haförn úr Bakkahólma í Grunnafirði, merktur sumarið 2017.

Ég tek þennan óvænta fund með erninum auðvitað alvarlega. Það er vert að skoða hin ýmsu sjónarhorn og fá góða yfirsýn!

Point of view: Time has passed and I have been too busy to post any new photos on my blog. It has rained almost every single day since April and the dark clouds and dull light have not tempted me. But I wandered out one day last week, with my camera shouldered while mostly keeping my eyes on the ground. I searched for two things: I had imagined that the pair of shelducks (Tadorna tadorna) I kept seeing again and again at the seafront were actually nesting there, so I was carefully looking out for nests and birds. (Of course I was not right about the ducks, but plenty of other birds were there). And then I also spent time stroking patches of clover, looking for the four-leafed ones, since I have sometimes been lucky in that regard (see here og here). Maybe I was looking for signs in nature, or like so often before, just searching for something, something

Well, I found no four-leaf clover this time, but once again I was lucky to see a White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla) just close to our farm Melaleiti near Melabakkar cliffs in West Iceland. The birds around me went exceptionally noisy and when I saw what scared them more than my intrusion, I threw myself down to raise the interest of the eagle. It circled over twice and I got some nice shots.

A chief specialist at The Icelandic Institute of Natural History, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, ornithologist and wildlife ecologist, could easily read the inscription of the rings on it’s legs and revealed that it was a young bird from the nearby islet Bakkahólmi in Grunnafjörður, ringed in the early summer (2017).

I take this unexpected encounter with the eagle seriously, of course. It’s always helpful to get a wider view on things and different perspectives on all matters.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.06.2018. Ath. Ég birti ekki myndir í hárri upplausn á vefnum. Note: I don’t post high-resolution photos on my blog.

Vetur | Winter

Eftir storminn, milli lægðaÞorrinn 2018 hefur verið sérlega grimmur og illviðrasamur. Ef velja ætti einkennismynd mánaðarins væri það ringulreið af krapa og kófi. En allt um það, gleðin yfir uppstyttunni bregst ekki og þegar veðrinu slotar verður veröldin aftur björt. Dag er tekið að lengja.

After the stormThe weather in February has been anything but pleasant. Days of strong gales with snow and sleet. But then you really appreciate these sweet moments when everything calms down … before the next comes blowing. Days are getting brighter and longer.

Melabakkar. Melaleiti. Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.02.2018

Ofurmáni og froststillur | Supermoon and icy days

Kaldir dagarFyrstu dagar ársins hafa verið kyrrir og kaldir og það veit vonandi bara á gott. Ég hef notið gönguferða í fjörunni við Melaleiti, lesið í frostrósir og klakamyndanir. Ofurtungl og bjartar stjörnur hafa vegið upp á móti vetrarmyrkinu. Árið getur varla byrjað betur!

Cold daysI have spent this first week of the year at the family farm Melaleiti and enjoyed walks on the beach and in the fields in an exceptionally calm winter weather – that is soon to change. Days are short (sunrise at around 11:15, sunset at 15:50) but in the fairly clear weather the stars and that fantastic supermoon has brightened up the night sky. What a wonderful start of the new year!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.12.2017 – 02.01.2018

Norðurljós | Aurora Borealis

Haustið er komið með svalar og stjörnubjartar nætur. Norðurljósin lokkuðu mig út eitt kvöldið í vikunni og ef ég hefði ekki verið plöguð af kvefpest hefði ég sjálfsagt hangið úti hálfa nóttina til að njóta þeirra og stjarnanna – og þá kannski náð betri tökum á því að mynda dýrðina. En það er svo hollt að horfa til himins, fylgjast með stjörnuhrapi, minnast þess að allt er breytingum háð og mannskepnan í mörgu svo smá …

Autumn is here in Iceland with chilly, starry nights. I think I have mentioned my passion for sky gazing and that goes for the night sky too. The northern lights were really nice this week so I tried my luck with the camera. Although I suffered from a bad cold I sneaked out and enjoyed the show. And I guess I would have stayed up half the night just admiring the stars and the dance of the auroras if not for the flu. The moon also peeked out from behind Mt. Skarðsheiði (below) and made scenery even more magical.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.09.2017

Horft til himins | Watching the sky

Undir regnboganumVel þekkt teikn á himni eins og regnbogi geta verið hreint ótrúlega töfrandi. Hér er Melaleiti undir heilum og nær því tvöföldum regnboga. En skuggarnir eru orðnir æði langir á þessum tíma árs. Myndirnar hér neðar eru líka tileinkaðar skýjaglápi: Írskrabyrgi eða Malarbyrgi við Gufuskála; Fagraskógarfjall séð af Mýrunum og örn á flugi á sömu slóðum. Kannski eru blikur á himni en örn og regnbogi hljóta að vita á eitthvað magnað.

Photo FridayThe rainbow was just magical the other night and a second one was almost visible too. Our farm Melaleiti is just under the rainbow and my shadow showing half the way towards the house. (Time aprox. 20:30 or around sunset). My sky gazing also brought on the photos below from Sæfellsnes and MýrarÍrskrabyrgi / Malarbyrgi – an old ruin at Gufuskálar; Mt. Fagraskógarfjall and a white-tailed eagle (Haliaeetus albicilla) hunting at Mýrar. Places full of stories. I bet that eagle could also tell some tales …

Ljósmyndir teknar | Photo date: 06.08 /.28.08.2017

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2017!

aslaugj©1-1-2017

♦ Áramót: Gleðilegt ár vinir á vefnum! Bestu þakkir fyrir innlit og heimsóknir á heimasíðuna, sem ég lít öðru fremur á sem upplýsinga- og minnistöflu: stundum er efnið fyrir sjálfa mig, stundum kann það að gagnast það öðrum.

Er ekki eitthvað dásamlega frelsandi við það að skrifa nýtt ártal? Ég sé ekki eftir árinu 2016, svo mikið er víst, og vonandi verður nýja árið farsælt.

Ég eyði áramótum í sveitinni og veit ekkert betra eftir ofát og hátíðahöld en að vafra út og horfa. Helst út í bláinn, en oft í gegnum ljósmyndalinsuna. Um áramót má svo horfa fram á veginn, um öxl og þar fram eftir götum. Ég sæki sem fyrr í fjöruna og þó allt sé þar gamalkunnugt, þá finnst mér einatt að ég sjái þar eitthvað nýtt. Svona er náttúran undursamlega blekkjandi.

♦ Happy New Year – to you all! May the new year 2017 bring us peace and happy moments in life. I can’t say I miss 2016 despite the many good memories.

To the readers of my blog: Thank you for visiting and checking out my digital memo board of miscellaneous stuff  🙂 I hope it may be an inspiration to some and of interest and information to others.

I shot these photos yesterday, the last day of the year 2016, at the family farm. (Except the one at the top). Winter sky, cold sea, frosty earth… I may have posted similar shots many times before, but somehow I feel I always see something new on my beach walks. This is the wonderful illusion of nature.

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-0

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-10

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-1

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-7

 

Skálalækur - aslaugj31-12-2016-5

Melaleiti - aslaugj31-12-2016-11

Spor eftir hagamús - aslaugj31-12-2016-12

Melaleiti - aslaugj31-12-2016-2

Melaleiti - Viljahestar - aslaugj31-12-2016-3

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.12.2016 / 01.01.2017

 

Sumar | Summer

AslaugJonsdottir

♦ FöstudagsmyndirÞað var kominn tími á sjálfsmynd! Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að leggja eitthvað spaklegt út frá myndinni: Er ég þá ekki nema skugginn af sjálfri mér? Varla. En ég hef reyndar þurft að styðja mig við veggi annað slagið. Ég hef líka verið önnum kafin við margvísleg bústörf og um það votta næstu tvær myndir fyrir neðan.

♦ Photo FridayI have been too busy to post anything for couple of weeks, but this summer has sure been interesting so far. Since I am spending most of my time at the farm, the tasks are endless, big and small, hence the two next photos. But with nature so close at hand I can always take few minutes to gather colors, shapes and texture with my photo lens. Scroll down for more!

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 05.07-22.07.2016

Verk að vinna. Vélar og vinnuhanskar.
Labor. Machinery and gloves.

Verktaka©AslaugJ

AllrahandaSnura210716©AslaugJ

Dögg. Í dag, 22. júlí, hefur lognið verið algert og rigningarúðinn situr í daggarperlum á hverju strái.
Dew. Today the calm weather and the fine rain leaves every straw with drops of dew.

Dögg1©AslaugJ

Dögg2©AslaugJ

Dögg3©AslaugJ

Dögg4©AslaugJ

Dögg5©AslaugJ

Smávinir fagrir. Gróðurinn á sólardegi 12. júlí: grasvíðir, mosasteinbrjótur og blóðberg.
Small and beautiful. Below: Salix herbacea, Saxifraga hypnoides, Thymus praecox arcticus.

Grasvíðir-120716©AslaugJ

Mosasteinbrjótur-050716©AslaugJ

Blóðberg-120716©AslaugJ

Fjöll og fjarski. Enginn morgunn, ekkert kvöld er eins…  og litbrigðin óteljandi: Borgarfjörður, Belgsholtsvík, Snæfellsnes, Skarðsheiði, Hafnarfjall, Ölver í júlí 2016.
Colors of the sky. Below: The sky and the mountains surrounding the farm are ever-changing with the light and the weather. The fjord and the bay: Borgarfjörður, Belgsholtsvík; Snæfellsnes peninsula; Mt. Skarðsheiði, Hafnarfjall, Ölver.

Belgsholtsvík-210716

Borgarfjörður-170716

Borgarfjörður-190716

Skarðsheiði-110716

 

Fjaran í febrúar | Beach walk in February

FjaranMelaleiti©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Í febrúar er náttúran og lífríkið enn í vetrarham: dagarnir eru gráir og kaldir, fátt sýnist lifandi. Það er samt alltaf eitthvað að gerast við ströndina, í fjörunni og hafinu. Þessar myndir eru frá göngu undir Melabökkum við Melaleiti í gær.
Haförn (Haliaeetus albicilla): Ég var að vaða grynningar við Kotatanga þegar ég sá haförninn í fjarska. Gæsir, endur, mávar og hrafnar létu auðvitað strax vita með krunki og kvaki. Ég var því miður ekki með sterka aðdráttarlinsu en ákvað að krjúpa niður ef örninn fengi þá áhuga á að skoða það sem lægi í fjöruborðinu, því eins og aðrir fuglar forðast ernir tvífætlinga. Örninn flaug fremur lágt yfir öldufallinu en beygði svo af leið og tók stefnuna á bráðina: mig! Sveif hátt og hringsólaði með þungum vængjatökum. Magnaður fugl. Sumpart var ég fegin að hann sá í gegnum þennan leik minn þó ég hefði verið til í nærmynd.

♦ Photo FridayOn a grey and gloomy day, at this is the time of year, you might think nature is in it’s dullest mood and that there is nothing noteworthy to see. But walk along the seashore always proofs that wrong. Yesterday my wander led to these photos.
White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla): Just to spot a sea eagle is always exciting. So huge! So majestic! Although I didn’t have my best lens for the occasion I managed to get some photos. I was wading the shallows when I saw the big bird in the far, causing a stir amongst geese, ducks, seagulls and ravens. Not happy to be without a good zoom lens I decided to kneel down or cringe if that could make the eagle interested in me – if I looked more like a seal in trouble than I human being I might get to see it closer. And I did. Instead of flying over the breaking waves it took a turn and hovered over me for a while. Like most of the eagles in Iceland it is ringed but I couldn’t tell the number on the black (blue?) rings.
(I don’t post high-resolution photos on my blog so these will have to do.)

Haförn1web©AslaugJons

Haförn2web©AslaugJons

Melabakkar1©AslaugJ

Gæsir við klakabrynjaða Melabakka.

Landbrot við Melabakka er mikið, með ört vaxandi ágangi sjávar. Hér fyrir neðan eru myndir af hruni í bakkanum í gær.

The coastal erosion at Melabakkar Cliffs has been speeding up last years (50-100 cm / 20-40 inches pr year). With sea levels rising the porous cliffs are easily crumbled and swept away. See photo series below where I witnessed a big “chunk” fall down. Cliff height: 20-30 m.

This slideshow requires JavaScript.

Litir og munstur í fjörunni: | Colors and patterns at the beach:

This slideshow requires JavaScript.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.02.2016

Sumar í sveitinni | Summer at the farm

Blalilja-Skardsheidi-Melaleiti

♦ Fjaran og fjöllinÞrátt fyrir annir má ekki gleyma því að slæpast úti í náttúrunni. Rápa, horfa, hlusta. Hér bar fyrir augu Blálilju (Mertensia maritima) í fjörunni í Melaleiti. Og Snæfellsjökull er ævinlega jafn heillandi, sama hvernig á hann er litið. Ég tel víst að skarfurinn sem sat úti í Kotatanga sé sama sinnis.
♦ The mountains and the seashore: A stroll along the beach is always good for refreshing the mind and nourishing the soul. Especially at busy times. I enjoy this immensely at our farm Melaleiti. Above is Blálilja (Mertensia maritima) – Oysterleaf or Sea bluebells with Skarðsheiði mountain range in the back. Below Snæfellsjökull glacier pictured over Kotatangi skerry with a sole cormorant (Phalacrocorax carbo).
Snaefellsjokull-fra-Melaleiti

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.07.2015

Vormyndir | Spring photos

Falki 23mai2015 AslaugJ 1

Falki 23mai2015 AslaugJ 2

♦ Föstudagsmyndir: Eins og lesendur síðunnar minnar ugglaust vita, þá er ég haldin þeirri áráttu að taka myndir af fuglum. Næst á listanum yfir vinsælt myndefni úr dýraríkinu eru hross, en það kemur reyndar til af mun praktískari ástæðum. Myndirnar af folöldunum hér fyrir neðan tók ég fyrir Viljahesta – sem er hrossarækt eiginmannsins.

Fálkinn hér fyrir ofan virtist heldur tætingslegur. Reyndar grunar mig að hann sé bæklaður á vinstra fæti, sem hann tyllti ekki í, þar sem hann sat um stund á staur og fylgdist með múkkanum í Melabökkunum.

♦ Photo FridayReaders of my blog know that I am an avid photographer of birds although my photos do not come anywhere close to the quality the professional bird photography you see all around. Still, I can’t help myself.

Above is a ruffled gyrfalcon (Falco rusticolus islandicus) that rested for a while on fence pole, looking over the sea and the cliffs where the arctic fulmars (Fulmarus glacialis) are nesting. I think the falcon might have hurt his left leg, as he kept it curled up when he sat down – and not quite in control when flying. This could explain the tattered, hungry look.

And then there are the horses, that I photograph a lot. Although my intentions there are far more practical. The photos below were taken for the site Viljahestar, portraying my husbands horse breeding, at the family farm Melaleiti.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Ætt-24mai2015

Nót-31mai2015-5

Fleiri folöld og hross á Viljahestar.com | For more foals and horses see: Viljahestar.com

Þokan og ljósið | Fog and sun

Melaleiti-28082014

♦ FöstudagsmyndinDalalæðan fór víða í gærkvöldi og haustið er svo greinilega í nánd. Fyrr um daginn var ég á Hofsósi og naut blíðunnar í Skagafirði.

♦ Photo Friday: Above: foggy evening at the farm yesterday. Below: Earlier in the day I was in Hofsós, Skagafjörður, enjoying beautiful weather: calm, warm and sunny.
Hofsos-28082014

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.08.2014