Fyrstu dagar vetrar | First days of winter

Hrím og norðurljós. Eins og heimurinn veltist um þessar mundir þá eru veðurfréttir bestu fréttirnar: heiður himinn, glampandi sól og logn! Hemaðir pollar og hrím í skugga. Ekki annað hægt en að fagna himni og jörð. Gormánuður hófst með fyrsta vetrardegi laugardaginn 28. október, fullu tungli og norðurljósum. Svo var stórstreymt í gær, 30. október með ómótstæðilegri fjöru. Dásemdardagar!

Frost and northern lights. The way the world is turning at the moment, the weather report brings the best news: clear skies, bright sun and calm weather! Frozen puddles and rime in the shade. Impossible not to praise heaven and earth. The Month of Gor(Slaughter Month) – began with the First Day of Winter on Saturday, October 28, bringing a full moon and the northern lights. Yesterday, October 30, it was spring tide, making a beach walk irresistible at low tide. Truly days of wonder!

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 24.-30.10.2023

Ís við strönd | Ice in the fjord

Froststillur. Stundum er eitthvað sem er sjálfsagt og hversdagslegt svo merkilegt í einfaldleika sínum. Eins og frosið vatn. Birtan sem endurkastast af ísnum. Í frostkyrrðinni um daginn var innsti hluti Hvalfjarðar lagður ís. Í fjörunni heyrðust misdjúpir tónar eins og úr öðrum heimi: gnestir og brestir þegar straumar og sjávarföll ýttu örlítið við ísnum svo í honum söng. Kaldra vetrardaga virðist nú ekki gæta lengi á suðvesturhorninu, en þess í stað fáum við fleiri daga með þíðviðri. Sjórekinn plastskór minnti á „fótspor“ okkar í náttúrunni og kannski ástæður þess hve fljótt ísinn hverfur.

Frost: Some things are so remarkable in its simplicity. Like frozen water. The reflection of light from the ice. We had few days of frost earlier in January and the inner most part of the fjord Hvalfjörður had frozen over. On the shore, deep sounds of the singing ice could be heard, like odd squeaks from another world, with the ice snapping and softly cracking when currents and tides pushed it a little. These frosty winter days do not seem to last long now, instead we get more days with rain and thaw. A red plastic shoe far out on the ice reminded us of our “footprints” in nature and perhaps the reasons why the ice disappears so quickly.

Myndir dags.| Photo date: 10.01.2021

Gleðilegt ár 2021! | Happy New Year!

Nýtt ár. Fyrsti dagur ársins var dálítið grár og gugginn við Skarðsheiðina, þrátt fyrir snjóinn sem lýsti upp landslagið. Á bak við Botnssúlur var þó fallega bleikur himinn sem minnti á að ekkert er alveg svarthvítt. Ég fagna nýju ári með von um bjartari framtíð okkur öllum til handa.

Goodbye 2020… and good riddance! Happy 2021 and many more! It feels as if 2020 was just in black and white: so much love and so much shit!
On the first day of the year Mt Skarðsheiði looked grey and gloomy – but then there was this soft pink color behind Botnssúlur mountains as a reminder of another color palette, another point of view. Wish you all a happier future!

Myndir dags.| Photo date: 01.01.2021

Sjónarhorn | The other angle

Melabakkar©RuneJohansen

Melabakkar cliffs, Melaleiti farm, Belgsholtsvík cove, Mt. Hafnarfjall, Mt. Ölver. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk

♦ Föstudagsmyndin. Mér ber að nefna það strax: Þessar ljósmyndir eru ekki mínar – nema þessi af flugmönnunum. Þegar ég auglýsti í færslunni s.l. föstudag eftir upplýsingum um ljósmyndara á flugi yfir Melasveit 12. ágúst (sjá myndir hér), þá datt mér ekki í hug ég kæmist á sporið svo fljótt. En það var eiginkona flugmannsins í bláu vélinni, sem starfs síns vegna átti erindi inn á síðuna mína og rak þá strax augu í spúsa sinn – og hafði samband. Þarna var sumsé á ferð hópur ljósmyndara á námskeiði hjá Mary Ellen Mark á Íslandi. Flugmaðurinn gaf mér upp nafn ljósmyndarans sem hann flaug með: Rune Johansen.
RunePhoto©AslaugJRune er fjölhæfur danskur ljósmyndari og sendi mér af miklu örlæti fjölmargar myndir af Melaleiti úr lofti, m.a. þessar þrjár. Þarna er því komið sjónarhornið sem ég auglýsti eftir! Kíkið endilega á heimasíðuna hans: Photographer Rune Johansen:  www.runejohansen.dk. Þessa dagana birtir hann líka glæsilegar myndir frá Íslandsferðinni á FBsíðu sinni.

♦ Photo Friday. Remember my post last Friday? I wondered who were the flying photographers on the 12th of August, obviously pointing their lenses towards me! Well, the family farm, anyway. So I shot back! I found out about the photographers so soon due to pure coincidence: In connection with her work, the wife of one of the pilots visited my website and what she surprisingly saw was her husband! The flying bunch turned out to be a group of photographers attending a workshop with Mary Ellen Mark in Iceland. The pilot gave me his passenger’s name: Rune Johansen. (And yes, I was there on the ground. See?)

fotoWhen I contacted Rune he generously sent me a number of fantastic photos of our farm from that occasion. So I got to see what he had caught with his lens! Thank you Rune! For more of his photos, check out his versatile work on his website: Photographer Rune Johansen:  www.runejohansen.dk. If you look him up on FB, you can also view great shots from his trip to Iceland.

OK. Now I wonder if the other photographers saw exactly the same … – or is it a different point of view every time?

Melaleiti©RuneJohansen

Melaleiti farm 12. Aug. 2013. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk

Melaleiti, Skarðsheiði, Botnssúlur

Melaleiti farm, left: Skarðsheiði Mt.range, Mt. Botnssúlur in the far. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk