Kynning á verðlaunum | The Nordic Council’s prize for children’s literature

♦ Tilnefning. Skrímslaerjur eru, eins og kunnugt er, tilnefndar til nýju norrænu barnabókaverðlaunanna eða Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin voru m.a. kynnt í Norræna húsinu á Bókmenntahátíð í Reykjavík með þátttöku tveggja tilnefndra höfunda: Nuka K. Godtfredsen og mín. Meðhöfundur okkar í Svíþjóð, Kalle Güettler, stendur svo í ströngu á bókakaupstefnunni í Gautaborg 2013 og kynnir þar sænsku útgáfuna, Monsterbråk, áritar bækur og tekur þátt í umræðum um verðlaunin.

Hér má lesa pistil frá Kalle um kynningu Norðurlandaráðs (eða skort á sama) á nýju verðlaununum í tengslum við bókmessuna í Gautaborg.

Hér má hlusta á umfjöllun Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur um verðlaunin í bókmenntaþættinum Orð um bækur á RÚV. Þar má líka hlusta á brot af rabbinu sem ég flutti um Skrímslaerjur. Umfjöllun um barnabækur hefst á 28. mín.

SkrimslerjurMyndweb♦ Nomination for a brand new prize calls for introductions of various sorts. So is it with the newly established Nordic Council’s prize for children’s and young people’s literature – and our nominated book from the Monster series: Skrímslaerjur. In association with The Reykjavik International Literary Festival 2013 there was an event in the Nordic House two weeks ago, where I took part. And this weekend my co-author Kalle Güettler is busy at Göteborg Book Fair, where he is introducing the Swedish version: Monsterbråk.

If your read Swedish, here is a post at Kalle Güettler’s homepage on the subject: Sista-minuten-seminarium.

If you understand Icelandic, you can listen to the radio program “Orð um bækur” where Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir talks about the nominated books. A recording of a part of my chat about Skrímslaerjur is also there. The part about children’s books and the awards starts at 28. min.