„Vildt charmerende“ | More reviews in Denmark

Skrímslaerjur: Bókasafnsfræðingar hjá Dansk Bibliotekscenter gefa út umsagnir um nýjar bækur og Skrímslaerjur, Monsterklammeri, fær fínan dóm og skrímslin þykja hreinlega mikil sjarmatröll. Í úttekt DBC: segir:

„Bøgerne om Lille Monster og Store Monster er vildt charmerende, og denne bog er ingen undtagelse. Der er store følelser på spil mellem de to gode venner, der oplever en dag, hvor det hele ikke går, som det plejer. Noget, børn kan relatere til. Man kan snakke om uenighed, vrede, dårlig samvittighed og tilgivelse og få en følelse af, at selvom man skændes en enkelt dag, er man stadig gode venner. Både billedsiden og teksten spiller på følelserne med vilde tegninger og store, fede bogstaver, når noget tydeliggøres.“

Bækurnar um skrímslin koma út á dönsku hjá forlaginu Torgard í Kaupmannahöfn og eru þýddar af Hugin Eide. Hér má lesa fleiri dóma.


Book review in DenmarkThe Danish Library Central, DBC, publishes reviews of new books and recommendations for the Danish libraries. Monsterklammeri (Skrímslaerjur / Monster Squabbles) received a good review:

“The books on Little Monster and Big Monster are extremely charming, and this book is no exception. There are big feelings at stake between the two good friends who are experiencing a day when things are not going all too well. Something kids can relate to. It invites discussion about disagreement, anger, bad conscience and forgiveness and the feeling that even if you quarrel a single day, you are still good friends. Both the pictures and the text play on the emotions with wild drawings and big, bold letters when something is of special importance.”

The book series about Little Monster and Big Monster is published in Denmark by Torgard in Copenhagen, translated by Hugin Eide. Read more reviews here.

Tilvitnun úr bókadómi | Quoted book review: @DBC 2020

Hrós í Politiken | Four hearts for Monster Squabbles

Nýr bókadómur um Skrímslaerjur: Sjöunda bókin í bókaröðinni um litla skrímslið og stóra skrímslið kom út á dönsku í lok síðasta árs undir titlinum Monsterklammeri. „Monster-dejlig!“ er fyrirsögnin á bókadómi Steffen Larsen um þrjár barnabækur í Politiken. Stóra skrímslið rólar sér yfir síðuna, en Steffen les myndlýsingar af fagmennsku og skenkir skrímslunum fjögur hjörtu:

„Bøgerne om de to venner er høj klasse. Den underfundige handling fortælles i enkle, markante billeder, klare kulører og grove figurer. Det er utroligt, så meget de massive kroppe kan udtrykke med små enkle vrid af hænder, munde og næser. De danser igennem historien med letbenede tonstunge trin.“ ♥♥♥♥

Bækurnar um skrímslin koma út á dönsku hjá forlaginu Torgard í Kaupmannahöfn, þýddar af Hugin Eide. Skrímslin þakka góðan dóm og láta það ekki á sig fá þó þjóðerni okkar höfundanna og fjölþjóðlegur og norrænn uppruni sagnanna hafi eitthvað skolast til hjá dómaranum. 🇮🇸🇫🇴🇸🇪!

Book review in DenmarkThe Danish newspaper Politiken published a fine review of Monsterklammeri (Skrímslaerjur / Monster Squabbles) this week. The heading reads “Monstrously wonderful!”, as Big Monster swings across the page. Critic Steffen Larsen reads illustrations with somewhat exceptional attention and passes 4 hearts to the two monsters with a nice note:

“The books about the two friends are first class. The subtle action is told in simple, striking images, bright colors and coarse figures. It is incredible how much the massive bodies can express with small simple twists of hands, mouths and noses. They dance through the story with light-footed, clunky steps.” ♥♥♥♥

The book series about Little Monster and Big Monster is published in Denmark by Torgard in Copenhagen, translated by Hugin Eide. For the record: the original series are created and published in three languages, the mother tongues of the three authors: Icelandic, Faroese and Swedish.

Tilvitnun úr bókadómi | Quoted book review: © Steffen Larsen – Politiken, 13.01.2020

Skrímsladómar hér og þar | Reviews on book blogs

Bókadómar: Bókadómar um skrímslabækurnar birtast alltaf af og til á vefnum, á hinum ýmsu tungumálum. Hér fyrir neðan eru vísanir í umfjöllun á spænsku, litháísku og úkraínsku, en það skal tekið fram að síðastnefnda greinin fjallar um Monsterbråk, sænsku Skrímslaerjur.
Book reviewsThe books from the monster series are reviewed now and again on various websites and in webzines. Below are links to reviews in Spanish, Lithuanian and Ukrainian.


ES_Los_monstruos_grandes_no Spænska: Canal Lector – er vefur fyrir kennara og bókasafnsfræðinga sem vinna með bækur á spænsku. Stór skrímsli gráta ekki fær þar fimm stjörnur. Sjá: Los monstruos grandes no lloran.
Spanish: Canal Lector, is a service for teachers, parents and librarians working with books in Spanish, and provides articles, interviews and reviews on their website. See five star review here: Los monstruos grandes no lloran.

★ „El monstruo grande no quiere jugar con el pequeño porque cree que éste hace todo mejor que él. Todo le sale genial: sus dibujos son más bonitos, recorta figuras perfectas e incluso sabe utilizar el mando de la televisión. El grande piensa que es patoso, que todo lo hace mal, y como ya es mayor no debe llorar. Pero hay algo que el monstruo pequeño no sabe hacer… ¡nadar! Por fin puede enseñarle algo. Libro sencillo y directo, de ilustraciones coloristas y divertidas, y en el que se resaltan los valores que acompañan a la amistad.“ http://www.canallector.com


Litháíska: Í vefritinu NE!-LitDideli-pab-LitSkaitome vaikams eru myndbækur fyrir börn gagnrýndar. Þar er birt grein um skrímslabækurnar tvær: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Greinin birtist áður í ritinu Artuma, 2015 Nr. 6. Sjá nánar hér
LithuanianThe book blog Skaitome vaikams  reviews picture books for children. The two titles in Lithuanian: No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry are reviewed on the site. The article was also published in the magazine Artuma, 2015 Nr. 6. Read more here.

„Apie iliustracijas dera pakalbėti atskirai. Jos tipiškai minimalistinio skandinaviško dizaino (atliktos mišria aplikacijos technika, papildomai kai kurias detales išpiešiant ant viršaus), labai stambios, ekspresyvios. Objektyviai vertinant Lietuvos knygų rinkos kontekste – tai disonuojanti stilistika, mūsų akiai neįprastas net jų koloritas (dera nuraminti, kad antroji knygelė – gerokai spalvingesnė), tad ne visus tėvus knygos „įtikins“ savo vizualumu. Ir visgi – surizikuoti verta.“ – Rūta Lazauskaitė – Skaitome vaikams.

Meira um útgáfuna á litháíska leikskóla-vefnum ikimokyklinis.lt | More on: Mažasis Pabaisiukas sako NE! and Dideli pabaisiukai neverkia.


NorskMonsterbrakweb Úkraínska: Vefurinn Букмоль, er bókmenntaverkefni og barnabókmenntavefur sem m.a. er haldið úti af úkraínsku fræðafólki í Svíþjóð. Þar er fjallað um Skrímslaerjur eða Monsterbråk á sænsku og lesa má hér: Монстри посварилися.

UkrainianThis Ukrainian book project and book blog: Букмоль, is founded by Ukrainian speaking scholars in Sweden. The Swedish version of Monster Squabbles gets its review here: Монстри посварилися.

„На це натякає фінал книжки, лишаючи читача втішеним і впевненим у тому, що він має право помилятися, пробачати і бути пробаченим.“  – Букмоль – http://www.bokmal.com.ua

Skrímslaerjur: Norskur bókadómur | Book review in Norway

8_Pirion_2014-Forsida♦ BókadómurSkrímslaerjur eða Monsterbråk kom út á norsku síðastliðið haust hjá forlaginu Skald. Bókin var ritrýnd í tímaritinu Pirion eins og má lesa hér. Þar segir meðal annars:

„Höfundunum hefur tekist að skapa sérstakan heim þar sem góðhjörtuð skrímsli eiga í erjum og erfiðleikum. Og bestu vinir eru þau ævinlega, sama á hverju gengur og sama hvað þau segja við hvert annað. Bækurnar geta kennt okkur margt um vináttuna og hvernig leysa má deilur á farsælan hátt, án þess að beita yfirgangi eða ofbeldi.
Myndlýsingar Áslaugar er hæfilega myrkar og spennandi, en allsstaðar má þó finna litrík atriði … Teikningarnar leggja líka mikið til söguþráðarins: þegar erjurnar eru yfirstaðnar og skrímslin orðin vinir aftur, þá skín sólin og litríkur regnboginn brýst fram á myndinni.“ – Judith Sørhus Litlehamar / Pirion 8/2014

Meira á norsku um Monsterbråk: hjá Skald ; á Bokstaver.no. ; á Barnebokkritikk.no (2013); á NRK (2013) ; og hér má lesa brot úr norsku útgáfunni.

8-Pirion-2014-Monsterbråk♦ Book reviewSkrímslaerjur (Monster Squabbles) were published in Norway last fall by Skald. It was reviewed in the magazine Pirion, by Judith Sørhus Litlehamar:

“The authors have created a unique world where kindhearted monsters have their squabbles and troubles. And they are best friends, no matter how they quarrel and what ever they may throw at each other. The books can teach us a lot about friendship and how to solve conflicts without feud or force.
Jónsdóttir’s illustrations are suitably dark and dangerous, yet colorful elements pop up everywhere … The images also contribute a great deal to the story: when the brawl is over and the two monsters are friends again, the sun shines and a colorful rainbow burst out in the illustration. 
– Judith Sørhus Litlehamar / Pirion 8/2014

Read more on the web, in Norwegian, about Monster SquabblesMonsterbråk: at Skald Publishing; at Bokstaver.no ; at Barnebokkritikk.no (2013); at NRK (2013) ; or read few pages from the book.

 

 

 

Norræna bókasafnsvikan | Busy co-authors

Kura gryning 3 2014

Ljósmynd | Photo: © Hallsta bibliotek

♦ SkrímslabækurnarÍ Norrænu bókasafnsvikunni, 10.-16. nóvember, voru meðhöfundar mínir að skrímslabókunum, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal í önnum að lesa upp úr skrímslabókunum. Á myndinni fyrir ofan er Kalle í bókasafninu í Hallsta en myndina fyrir neðan tók Rakel í Frískúlanum í Havn. Fleira má sjá og lesa á heimasíðum þeirra hér: Rakel Helmsdal og Kalle Güettler.

♦ The Monster seriesMy co-authors of The Monster series, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler were busy giving readings  in the Nordic Library Week 2014, November 10.-16. Above is Kalle Güettler reading in Hallsta Library in Sweden and below are students in the Faroe Islands who came to listen to Rakel Helmsdal. For more see links to their websites.

Ljósmynd | Photo: © Rakel Helmsdal

Rakel Helmsdal 2014-11-10-1113421

Skrímsli og tröll | Monsters and trolls

Takid þatt Bibliotek♦ Upplestrarhátíð! Mánudagurinn 10. nóvember markar upphaf Norrænu bóksafnsvikunnar 2014 en þá er norrænni sagnahefð fagnað á fjölmörgum bókasöfnum á Norðurlöndum og í Baltnesku löndunum. Þema ársins er „Tröll á Norðurlöndum“ og að vanda voru valdar þrjár bækur til lestrar á sameiginlegri upplestrarhátíð. Bækurnar þrjár eru:
Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal,
Eyjan hans múmínpabba
eftir Tove Jansson, og
Stallo eftir Stefan Spjut.

Yfir 2000 bókasöfn og skólar taka þátt í upplestrarhátíðinni þar sem lesið er úr þessum bókum fyrir fjölda áheyrenda, á að minnsta kosti 11 tungumálum. Á síðunni Bibliotek.org er að finna upplýsingar á íslensku um bókasafnsvikuna og margvíslegt ítarefni. Hér er síða um Skrímslaerjur. Þá er gefinn út bæklingur með efni og hugmyndum sem tengjast þessum bókum og tema vikunnar. Brian Pilkington á heiðurinn að veggspjaldi og ýmsu myndefni síðunnar.

Skrímslaerjur♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row was selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014, a celebration of Nordic storytelling and literature. This years theme is trolls and monsters. The selected books are:

  • Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Moominpappa at Sea by Tove Jansson
  • Troll by Stefan Spjut

This celebration of Nordic books, libraries and reading starts today, Monday 10. November 2014, when illustrations and texts from these books will be available to the libraries taking part, for then to be read in at least 11 languages. More than 2000 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland take part. The website Bibliotek.org has a lot of information about the books and The Library Week in all the Nordic and Scandinavian languages.

Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE

 

Dagur bókarinnar | World Book Day

10BestuBokjuryn2013♦ BókafréttirDagur Jarðar var í gær og þá gat ég sagt fréttir af Bláa hnettinum. Alþjóðlegur dagur bókarinnar er svo í dag. Þann dag er einmitt tilkynnt um Bókmenntaverðlaun barnanna í Svíþjóð: Bokjuryn. Þar hafa bækurnar um skrímslin jafnan komist á lista. Í dag kom líka í ljós að Skrímslaerjur (Monsterbråk) var að mati barna í Svíþjóð valin ein af 10 bestu myndabókum ársins 2013, kom þar í fjórða sæti. Sjá frétt um alla vinningshafa hér á heimasíðu Bokjuryn.

♦Book NewsHappy World Book Day! Here is my advice for the day: If you don’t have the time to read a big novel today, try a good picturebook. It’s like reading a solid poem, you get the whole universe of a book, a whole story, in a short text. Combined with the visual art it stimulates so many parts of your brain. And if you dare, you might even connect with that inner child of yours.

Also: Good news from Sweden this morning! Monster Squabbles or Monster Row (Skrímslaerjur) is one of 10 best picturebooks in 2013, according to Swedish children or “The Children’s Book Jury. Se more about the winners of Bokjuryn here.

Skrímslaerjur í bókasafnsviku | The Nordic Library Week 2014

Skrímslaerjur

♦ Bókatíðindi: Myndabókin Skrímslaerjur hefur verið valin til upplestrar í Norrænu bókasafnsvikunni 2014, en tilkynnt var um bókavalið á heimasíðu verkefnisins fyrir skemmstu. Þema ársins er hið norræna tröllakyn og bækurnar sem urðu fyrir valinu eru:

  • Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Jansson
  • Tröll eftir Stefan Spjut

Norræna bókasafnsvikan hefst með upplestri úr þessum bókum þann 10. nóvember 2014. Þá viku geta öll bókasöfn á Norðurlöndum og Baltnesku löndunum nálgast efni úr bókunum til lestrar á allt að 14 tungumálum. Árið 2013 tóku yfir 1500 bókasöfn og skólar þátt í verkefninu. Þess má geta að árið 2010 var Sagan af bláa hnettinum ein af bókum ársins, undir þemanu: „Töfraheimar Norðursins“.

♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row has been selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014. A selection of three books has just been announced on the project’s homepage. The theme is trolls and similar creatures. The selected books are:

  • Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Moominpappa at Sea by Tove Jansson
  • Troll by Stefan Spjut

This celebration of Nordic books, libraries and reading starts on November 10. 2014, when illustrations and texts from these books will be available in up to 14 languages. Last year this event took place with the participation of more than 1500 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland.

Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE.

bibliotek.org

Umfjöllun í Information | Book review in Denmark

M7SkrimslaErjur2web

Opna úr Skrímslaerjum
Spread from Monster Row

♦ Bókaumfjöllun. Í síðustu viku birtist umfjöllun í dagblaðinu Information um bækurnar sem tilnefndar voru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013. Í grein sinni: „Nordisk børnelitteratur befrier sig af krop og form“ skrifar Anita Brask Rasmussen m.a. um vináttuna sem bæti einstaklinginn og um það fjalli líka Skrímslaerjur. Ennfremur segir hún:

„… Monsterskænderi er i sandhed en billedbog. Illustrationerne råber ofte højere end teksten, som er minimal. Monstrene har små skyer over hovederne, og vejret bliver dårligere og dårligere, efterhånden som de bliver uvenner. Vejret bliver sjælens spejl, og monstre kan som bekendt have meget mørke sjæle.“

♦ Book review. Last week the Danish newspaper Information reviewed all the books nominated toThe Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013. In the article: “Nordisk børnelitteratur befrier sig af krop og form“, Anita Brask Rasmussen writes about Skrímslaerjur’s (Monster Row)  theme of friendship, the symbolic clouds and stormy weather. She also says: “Monster Row is truly a picturebook. The illustrations often shout louder than the text, which is minimal.“

Verðlaunahátíð | Award ceremony in Oslo

vuorelaKarikko

♦ Hátíð! Verðlaunahátíð Norðurlandaráðs var haldin með lúðraþyt og söng í norska óperuhúsinu í Ósló í síðustu viku. Þar var sannarlega gert vel við okkur tilnefnda höfunda og annað gott fólk. Skrímslaerjur voru tilnefndar fyrir hönd Íslands ásamt bókinni Ólíver eftir Birgittu Sif. Barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs 2013 hlutu finnski rithöfundurinn Seite Vourela og samlandi hennar, myndhöfundurinn Jani Ikonen, fyrir verkið Karikko eða „Blindsker“. Bókin hefur enn einvörðungu verið gefin út á finnsku en verður vonandi þýdd á fleiri tungmál hið fyrsta því allt bendir til þess að verkið sé vandað og frumlegt. Myndlýsingarnar Jani Ikonen eru sannarlega heillandi: myrkar og dularfullar. Fyrir áhugasama um bókina og höfundana bendi ég á tenglana hér í færslunni og fyrir neðan.

|  Um Karikko á vef Norðurlandaráðs  |  Kynningarefni útgefenda í Finnlandi – á ensku  |  Myndlýsingarnar Jani Ikonen  |  Heimasíða Jani Ikonen  |  Um Seita Vuorela hjá WSOY  |  Historisk prisvinner – Umfjöllun á vefritinu Barnebokkritikk.no  |  Bókadómur á barnebokkritikk.no  |  Bókarkynning á FILI  |  Författaren hyllas i hemlandet – Grein á SvD  |

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hlaut Kim Leine fyrir Profeterne i Evighedsfjorden, en margar gríðarlega fínar bækur voru tilnefndar svo sem Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason og Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson. Þá voru afar áhugaverðar tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs sem og kvikmynda- og tónlistarverðlaunanna. Verðlaunahafar eru allir vel að heiðrinum komnir.

„Gala-verðlaunahátíð“ Norðurlandaráðs var nokkuð umdeild meðal bókmenntafólks, bæði fyrir og eftir hátíðina. Viðburðurinn var í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva í Skandinavíu og formið í stíl Óskarsverðlaunahátíðanna eða eins og tíðkast við afhendingu Grímu- og Eddu-verðlauna. Þar er auðvitað þaulvant fólk í sviðsetningum í sínu rétta umhverfi. Ekki gefið að það sama gildi um alla listamenn. Það má líka velta fyrir sér hvort formið henti kynningu á hinum ýmsu listgreinum, eða vísindagreinum, án þess að ítarlegri umfjöllun eigi sér stað.
Hér fyrir neðan eru tenglar á tvær danskar greinar með gagnrýni á sjálfa hátíðina:

Politiken: Anders Hjort – Kritik af Nordisk Råds prisfest: Der er gået for meget Oscar i den. 
Weekendavisen: Klaus Rothstein – “And the Nordisk Råds Litteraturpris 2013 goes to…”

Fyrir utan það að hitta stórskemmtilegt fólk úr röðum barnabókahöfunda, þá var það tónlistin sem átti stóran þátt í því að gera hátíðina eftirminnilega. Það voru einu „heilu“ verkin sem gestir hátíðarinnar fengu að njóta, en örkynningar á tilnefndum verkum og listamönnum gerðu lítið fyrir listina. Gaman væri ef hægt væri að koma á fót tveggja til þriggja daga listahátíð, sem færi á undan verðlaunaafhendingunni, með þátttöku listamanna og almennings. Það ku hafa verið reynt, en tæplega til fullnustu. Undirbúningur og form hátíðarinnar var langt í frá hnökralaus ef marka má það sem að snéri að barnabókahöfundunum, en fráleitt að það skyggi á gleðina yfir nýjum og glæsilegum verðlaunum. Það er óhætt að óska aðstandendum og öllum norrænum barnabókahöfundum til hamingju með verðlaunin! Vel mætti skrá 50 barnabókahöfunda á sérstakan heiðurslista, lista norræna barnabókahöfunda sem hefðu átt að hljóta þessa viðurkenningu fyrir bækur sínar, en rúmlega fimmtíu rithöfundar hafa hlotið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

♦ Award ceremony! Did I mention the nomination of Skrímslaerjur (Monster Row) to The Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013 …? I guess I did … All went well at the award ceremony in Oslo last week. The prize went to the Finnish author Seite Vourela and illustrator Jani Ikonen for Karikko (The Reef). The book is still only available in Finnish (rights sold to Hungary and Germany) but it will hopefully be translated to many languages before too long. Jani Ikonen’s illustrations are fascinating: dark and mysterious.
Se links to more information below.

|  About Karikko at The Nordic Council’s website  |  Publisher’s info about the book  |  Illustrations by Jani Ikonen  |  Jani Ikonen’s homepage  |  About Seita Vuorela – Publisher WSOY  |  Historisk prisvinner – in Norwegian: article at Barnebokkritikk.no  |  in Norwegian: Review at Barnebokkritikk.no  |  Info at FILI  |  Författaren hyllas i hemlandet – in Swedish: article in SvD  |

The Nordic Council Literature Prize went to Kim Leine and his book Profeterne i Evighedsfjorden. See more about the winners of all The Nordic Council’s prizes 2013 here.

It was great fun to meet all the artists in Oslo, but a Nordic Art Festival prior til the award ceremony would sure be in its right place, so everyone could enjoy and learn more about all the interesting nominated books, music, films and science projects. The new children’s book prize was awarded for the first time, giving every Nordic children’s books author a reason to rejoice. But my biggest congratulation goes to Seite Vourela and Jani Ikonen! Onneksi olkoon!

Skrímslaerjur í NRK og RÚV | Reviews and news

♦ Bókadómur. Í ýmsum vefmiðlum og útvarpi hefur verið fjallað hefur verið um bækurnar sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Á vef NRK, norska ríkisútvarpsins má finna umfjöllun um allar bækurnar. Greinina má lesa hér en um Skrímslaerjur segir Anne Cathrine Straume m.a. þetta:

„Monstrene skildres i viltre tegninger, sterkt dramatisert, slik teksten også iblant roper til oss med fete typer. Fargene har stor betydning; de to monstrene er begge sorte og hårete, det store har grønn nese, det lille rød. Og se om ikke de to viser hengivelse på bokens siste side, der de spiser epler, Store Monster et rødt eple og Lille Monster et grønt …
Kraftfull, morsom og godt gjennomført; det er lett å skjønne at barn kan bli glad i disse to fyrene.“

Á RÚV hafa stjórnendur þáttarins Orð um bækur ekki látið sitt eftir liggja. Nú síðast var farið vítt og breitt yfir allar bækur sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, spáð og spekúlerað í verðlaunin í þætti með yfirskriftina: Á miðvikudag, 30. október, vitum við hver? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir gáfu þar Skrímslaerjum svo góðar umsagnir að það hálfa væri nóg. Hér má hlusta á þáttinn – og hér er fyrri umfjöllun þáttarins um Skrímslaerjur.

♦ Book review. On the Norwegian Broadcasting Corporation’s website (NRK) there’s a very fine article by Anne Cathrine Straume about all the nominated books to The Nordic Council’s Children’s and Young People’s Literature Prize 2013.
Links: Review of Skrímslaerjur (Monster Row / Monster Squabbles) along with reviews of the other 13 books in Norwegian on NRK’s site: here.

The nominations and the prize has been discussed in RÚV (The Icelandic National Broadcasting Service), in the radio program “Words about books” Orð um bækur. In Icelandic, read about: Á miðvikudag, 30. október, vitum við hver? – the program from last Sunday by Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir, who both give Skrímslaerjur good recommendations.
Links: You can listen to the program HERE and earlier program about Skrímslaerjur HERE.

Bókadómur í norsku vefriti | Book review in Barnebokkritikk.no

SkrimslaerjurRifrildi-web

♦ Bókadómur. Skrímslaerjur fá ljómandi góða umsögn í norska vefritinu Barnebokkritikk.no, en þar hafa að undanförnu verið birtir bókadómar um bækur sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hér má lesa allan dóminn. Í dómi sínum fjallar Olga Holownia ítarlega um myndirnar og bókarhönnunina og segir til dæmis þetta:

„Med sine renskårne karakterer, dristige bruk av svart-hvitt, og dermed desto mer effektiv fargebruk, utgjør Skrímslaerjur en svært forfriskende tilnærming til billedboksjangeren – blottet for søtladen, rosa ynde.“

♦ Book review. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) received excellent review in the Norwegian webzine Barnebokkritikk.noTo read the review, (in Norwegian) click here. Skrímslaerjur is nominated to The Nordic Council’s Children’s and Young People’s Literature Prize 2013.

20 bóka listinn | Books from Iceland

Skrímslaerjur♦ Bókasýningin í Frankfurt 2013 hefst í dag og stendur til 12. október. Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið saman sérstakan lista sem telur 20 bækur frá árinu 2012. Bókalistinn verður kynntur á bókasýningunnni, en þar á blaði má m.a. finna Skrímslaerjur. Á heimasíðu Miðstöðvarinnar er listinn kynntur svo: „Ætlunin er að taka saman slíkan lista á hverju ári sem síðan verður kynntur á bókasýningum erlendis. Systurstofnanir miðstöðvarinnar, m.a. í Noregi, Finnlandi og Hollandi, hafa um árabil útbúið sambærilega lista með góðum árangri.“
Það er líka helst í fréttum að aldrei hafa fleiri íslenskar bækur verið þýddar á erlendar tungur. Um það má lesa hér. Vonandi dregur tuttugu-bóka-listinn athyglina að enn fleiri íslenskum bókum í Frankfurt.

The Frankfurt Book Fair 2013 starts today. The Icelandic Literature Center has made a special list of 20 books that were published in 2012. The list is to be presented at the Frankfurt Book Fair this week. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) is on the list, so hopefully our hairy heroes make some friends in Germany!

Tenglar | Links:
BOOKS FROM ICELAND – Icelandic Literature Center
Um skrímslabækurnar og höfundana | About The Monster series and the authors
Um skrímslabækurnar: myndir og umsagnir | About The Monster series: illustrations and reviews

Kynning á verðlaunum | The Nordic Council’s prize for children’s literature

♦ Tilnefning. Skrímslaerjur eru, eins og kunnugt er, tilnefndar til nýju norrænu barnabókaverðlaunanna eða Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin voru m.a. kynnt í Norræna húsinu á Bókmenntahátíð í Reykjavík með þátttöku tveggja tilnefndra höfunda: Nuka K. Godtfredsen og mín. Meðhöfundur okkar í Svíþjóð, Kalle Güettler, stendur svo í ströngu á bókakaupstefnunni í Gautaborg 2013 og kynnir þar sænsku útgáfuna, Monsterbråk, áritar bækur og tekur þátt í umræðum um verðlaunin.

Hér má lesa pistil frá Kalle um kynningu Norðurlandaráðs (eða skort á sama) á nýju verðlaununum í tengslum við bókmessuna í Gautaborg.

Hér má hlusta á umfjöllun Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur um verðlaunin í bókmenntaþættinum Orð um bækur á RÚV. Þar má líka hlusta á brot af rabbinu sem ég flutti um Skrímslaerjur. Umfjöllun um barnabækur hefst á 28. mín.

SkrimslerjurMyndweb♦ Nomination for a brand new prize calls for introductions of various sorts. So is it with the newly established Nordic Council’s prize for children’s and young people’s literature – and our nominated book from the Monster series: Skrímslaerjur. In association with The Reykjavik International Literary Festival 2013 there was an event in the Nordic House two weeks ago, where I took part. And this weekend my co-author Kalle Güettler is busy at Göteborg Book Fair, where he is introducing the Swedish version: Monsterbråk.

If your read Swedish, here is a post at Kalle Güettler’s homepage on the subject: Sista-minuten-seminarium.

If you understand Icelandic, you can listen to the radio program “Orð um bækur” where Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir talks about the nominated books. A recording of a part of my chat about Skrímslaerjur is also there. The part about children’s books and the awards starts at 28. min.

Skrímslaerjur í Norræna húsinu | Book presentation in The Nordic House

Skrímslaerjur♦ Bókakynning. Á vef Norræna hússins segir:
„Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í fyrsta sinn nú í október en tilnefningar til verðlaunanna voru gerðar opinberar í vor. Alls er um fjórtán verk að ræða frá níu norrænum löndum og málsvæðum.
Tilnefndu höfundarnir Áslaug Jónsdóttir frá Íslandi og Nuka K. Godtfredsen frá Grænlandi kynna tilnefnd verk sín og hægt er sjá sýningu Nuka sem stendur til 22. september. Sigurður Ólafsson kynnir verðlaunin við sama tækifæri en hann stýrir skrifstofu verðlaunanna. Kynningin fer fram á íslensku og dönsku.“
Norræna húsið, á morgun 11. september, kl. 14.00.

♦ Book presentation. In association with The Reykjavik International Literary Festival 2013 there will be an introduction of the newly established Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize. Held in the Nordic House, tomorrow 11. September at 2 pm. Participants: Sigurður Ólafsson and nominees: Áslaug Jónsdóttir and Nuka K. Godtfredsen.

Kalle í Norrtelje Tidning | In Swedish media

♦ Tilnefning. Skrímslahöfundar fá umfjöllun í Norrtelje Tidning í dag, en þar er viðtal við Kalle Güettler vegna tilnefningarinnar til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Skrímslaerjur. Útgefandi okkar í Svíþjóð, Kabusa Böcker, sendi líka frá sér fréttatilkynningu um tilnefninguna nú á dögunum, en Kalle mun árita bækur og vera til viðtals á bókamessunni í Gautaborg, sem haldin verður í lok mánaðarins. 

Tenglar: Fyrri frétt um tilnefninguna. | Þrír höfundar. | Kalle og Rakel | Meira um skrímslabækurnar. |  Bókakaupstefnan í GautaborgFréttatilkynning Kabusa Böcker.

♦ Nomination. My co-author of the monster series, Swedish author Kalle Güettler, was interviewed in Norrtelje Tidning today, on account of our nomination to the new Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize for Skrímslaerjur (Monster Squabbles). Our publisher in Sweden, Kabusa Böcker, has also recently published a press release about the nomination as Kalle will be available for interviews and book signing at Göteborg Book Fair on Sept. 27th.

Links: Previous post about the nomination. | Three authors. | My co-authors. | More about the monster series. |  Göteborg Book Fair. | Kabusa Böcker: Press release.

NT-Kalle-3sept2013web

Fimm snuð og fleira gott! | Reviews of Skrímslaerjur

♦ Bókadómar. Hér koma tveir örstuttir dómar um Skrímslaerjur í sænskum tímaritum: Fjórar rósettur (eða eru það blöðrur?) og fimm snuð! „Lítill gullmoli“ segir Moa Samuelsson í VI FÖRÄLDRAR og Anna Matzinger skrifar í MAMA að bókin fjalli með „húmor og hlýju um sammannlegar tilfinningar“.

♦ Book Review. For the record: two super short but nice four and five “star” reviews of Skrímslaerjur / Monsterbråk (Monster Squabblesin Swedish magazines about parenting.
„A little gem“ ★★★★  – VI FÖRÄLDRAR
“Deals with universal emotions with humor and warmth.” ★★★★ – MAMA

MonsterbrakMamaWeb

MonsterbrakViForaldrarWeb

Prófarkalestur | Lost in translation

ProofMonsterAslaugJweb

♦ Þýðingar. Skrímslaerjur koma bráðum út á kínversku, eins og fyrri bækurnar um skrímslin. Og auðvitað þarf að lesa próförk. Maður fer nú létt með það … 怪物吵架了…

♦ Translations. Proofreading the chinese version of Skrímslaerjur (Monster Squabbles or Monster Row). The first six books are already available in Chinese, published by Maitian Culture Communication. Reading Chinese, easy peasy … 怪物吵架了…

Skýjafar hjá skrímslum | Monsters, clouds and colors

Monsterbraak-blog

♦ Skrímslablogg: Vildi bara láta vita af sænsk-dönskum bloggpósti á Kabloggen! Skyernes farver ~ Molnens färger. Um skin og skúri hjá litla og stóra skrímslinu í Skrímslaerjum, skýjafar og liti himins hér og hvar í heiminum!

♦ Monster blog: This is an illustration from Skrímslaerjur (Monster Row / Monster Squabbles) – not the original text though. If you read Danish (or something of the kind) check out Kabloggen: Skyernes farver ~ Molnens färgerThoughts on the symbolic use of clouds and rain in Skrímslaerjur, etc. Illustrations and photos …

Þrír höfundar | Three authors

TheMonsterTeamWeb

♦ Tilnefning. Í tilefni af fréttum gærdagsins um tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ætla ég að birta mynd sem við höfundar skrímslabókanna höfum stundum notað í skólaheimsóknum og þá með texta á viðeigandi tungumáli. Börn allt niður í leikskólaaldur skilja hvernig við vinnum: semjum sögurnar saman öll þrjú, ég til dæmis teikna myndir OG sem sögur jöfnum höndum. Þetta gera þau nefnilega oft sjálf, ein eða með öðrum. Það þarf ekki að velja að gera aðeins annað tveggja. Stundum má meira að segja gera tvennt í einu. Þetta vita þeir sem geta hjólað OG sungið um leið. Byggt sandkastala, brýr og vegi OG um leið sagt söguna af drekanum sem býr í kastalanum.

Ég skrifaði um sama efni fyrir stuttu, sjá: Skrifandi teiknari. Nánar um samvinnu og verkaskiptingu okkar höfundanna hér: Skrímslabækurnar. Enn frekari upplýsingar á heimasíðum höfundanna:
Áslaug Jónsdóttir – höfundur texta, mynda og bókahönnunar
Kalle Güettler – höfundur texta
Rakel Helmsdal – höfundur texta

♦ Nomination. The nomination of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize has brought up questions about us three authors of the Monster series. “How do you work together? Who makes what – since you are three?” There tends to be some confusion about the collaborative authorship. Two authors of a short picture book text seems to be already over the top, three therefore unthinkable. Well, think again: the illustrator also writes the stories! Or, if you like: one of the authors also illustrates!
We often bring this illustrative picture along with us when we visit schools or give talks about our books. Kids have no trouble understanding that you can both draw and tell or write a story. They do it all the time.

I wrote about the same issue only few weeks ago: The writing illustrator. For more information about the collaboration and the books about the Little Monster and the Big Monster click here: The Monster series. For more information about the authors visit our websites:
Áslaug Jónsdóttir – author of text, illustrations and book design
Kalle Güettler – author of text
Rakel Helmsdal – author of text

Tilnefning til nýju norrænu barnabókaverðlaunanna! | Nomination to the new Nordic Children’s Book Award

Skrímslaerjur

♦ Tilnefning. Þá er búið að opinbera hvaða bækur eru tilnefndar til nýju Norrænu barnabókaverðlaunanna og Skrímslaerjur eru þar á meðal! Við skrímslin erum glöð og stolt yfir heiðrinum, hneigjum okkur og beygjum.

Skrímslaerjur er sjöunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir okkur höfundana þrjá: Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal.

Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna,
og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.

♦ Nomination. Nominations to the new Nordic children’s book award have been announced and Skrímslaerjur (Monster Squabbles) are one of the honored books! We are a truly proud and happy monster-team! Thank you!

Monster Squabbles is the seventh book about the Little Monster and the Big Monster by Áslaug JónsdóttirKalle Güettler og Rakel Helmsdal.

Click here to read more about the authors and their collaboration,
and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

Hér er listi yfir tilnefndar bækur. | Here is a list of the nominated books.

Hér er umsögn dómnefndar: tengill
„Bækurnar um litla og stóra skrímslið hafa notið mikilla vinsælda hjá lesendum bæði á Íslandi og erlendis. Með þessum „mannlegu“ skrímslum hafa höfundarnir náð að búa til sérlega skemmtilegar og áhugaverðar persónur sem börn eiga auðvelt með að samsama sig við og fullorðnir hafa haft gaman af. Innbyrðis samband skrímslanna er bæði fallegt og flókið og í þessari bók, sem er sú sjöunda í röðinni, slær í brýnu á milli þeirra og lítur út fyrir að illa fari.
Í Skrímslaerjum má sjá mörg af bestu einkennum ritraðarinnar. Mynd og texti eru fléttuð saman í eina heild – listaverk – frá byrjun til enda. Á þann hátt er lesandinn hvattur til að lesa mynd og texta sem heild – og það er einmitt samspil þessa tveggja þátta sem er sérlega vel gert og hugmyndaríkt.
Texti bókarinnar er einfaldur og verður hluti af myndverkinu með einföldum myndum og formsterkum klippimyndum ásamt persónum með greinileg skapgerðareinkenni, ýkta andlitsdrætti og ofhlaðna líkamstjáningu. Bækurnar ná til barnanna með húmor og sálfræðilegri dýpt bæði tilfinningalega og vitsmunalega.“

The jury’s review:  link
“The books about the little and the big monster have found a large readership, both in Iceland and in other countries. With these “human” monsters the authors have created particularly funny and interesting characters which children can easily relate to and adults can have fun with. The monsters’ relationship with each other is both beautiful and complicated and in this book, which is the seventh in the series, there will be a split between the monsters and things are about to go wrong.
Skrímslaerjur (Monstergräl) brings out many of the series best features. Pictures and text are interwoven into a whole – a work of art – from start to finish. In this way, the reader is encouraged to read the pictures and the text as a whole – the interaction between these two factors is particularly well and creatively done.
The book’s text is simple and becomes part of the image artwork with simple pictures and strong collage design as well as with people clear characteristics, exaggerated facial expressions and sweeping body language. The books’ ingenuity and psychological depth reaches children both emotionally and intellectually.”

10MonsteriIsland2012

Stórkostlega skemmtileg | Fabulously funny

SkrimslerjurMyndweb♦ Bókadómur. „Nefið á þér er eins og mygluð pylsa! – Hafið þið nokkurn tíma heyrt betri móðgun en þessa?“ spyrja gagnrýnendur BOKUNGE, sem er sænskur vefur um barnabækur fyrir yngstu lesendurna. Þar fá Skrímslaerjur góða umsögn: „Stórkostlega skemmtileg bók um ósætti og hve illa getur farið þegar reiðin tekur völdin og hvernig samviskubitið getur nagað bæði í höfði og maga.“
Hér er dómurinn á netinu: „Din näsa är en möglig korv!“

Monsterbråk (Skrímslaerjur) hefur fengið fína dóma í sænskum dagblöðum að undanförnu, sjá fyrri fréttir:
Beint í hjartastað – Bókadómur í Norrtelje Tidning.
Fleiri bækur! – Bókadómur í Borås Tidningen.

Upplýsingar um skrímslabækurnar og höfunda þeirra má ennfremur finna hér á sérstakri síðu um skrímslabækurnar.

♦ Book review. A Swedish reviewer at BOKUNGE, a blog on children’s books for the youngest, has nice remarks for Monster Squabbles: “A fabulously funny book about dispute and how wrong things go when rage gets out of control, and then how bad guilt can hit, in the stomach and the head.”
The review in Swedish available here online: „Din näsa är en möglig korv!“

Monster Squabbles in Swedish: Monsterbråk has been receiving good reviews lately. See previous news:
Straight to the heart – Review in Norrtelje Tidning.
Reviewer: More books! – Review in Borås Tidningen.

Find more information on the Monster-books and their authors by clicking here: The Monster series.

Fleiri bækur! | Reviewer: More books!

SkrimslaerjurRifrildi-web

♦ Bókadómur. „Skemmtileg deilugjörn skrímsli“  hljómar fyrirsögnin á bókadómi Peter Grönborg í Borås Tidningen í Svíþjóð, en þar fjallar hann um sænsku útgáfuna af Skrímslaerjum: Monsterbråk. Í dóminum segir m.a.: „Funandi tilfinningasveiflunum er lýst með hlýjum húmor. Sáttasenurnar eru óborganlegar.“  Þó þetta sé sjöunda bókin um skrímslin finnur Peter engin þreytumerki á höfundarverkinu og sendir okkur því skýlausa hvatningu: Fleiri bækur!
Smellið á tengillinn fyrir neðan til að lesa dóminn á sænsku.

 Book review. “Humorous quarellsome monsters” is the headline for the review on Monster Squabbles in Borås Tidningen Newspaper in Sweden. Peter Grönborg says there: “The explosive mood swings are illustrated with warm sense of humor. The scenes of reconciliation are priceless.” And although this is the seventh book about the monsters, the reviewer finds that they are still going strong and he therefore exhorts: More books!
For further reading in Swedish, click the link below.

Monsterbråk – Borås Tidningen 04.05.2013

Beint í hjartastað | Straight to the heart

MonsterbraakSvCoverWeb♦ Bókadómur. Skrímslaerjur á sænsku, Monsterbråk, fengu fínan dóm í dagblaðinu Norrtelje Tidning í morgun. Sænska útgáfan kom út á dögunum hjá Kabusa Böcker í Gautaborg. Í bókadóminum segir Margaretha Levin Blekastad m.a. eitthvað á þessa lund: „Bækurnar um litla og stóra skrímslið eru aðlaðandi á svalan hátt, með stórbrotnum myndum og djörfum sjónarhornum. … Það er eitthvað við sauðþráa kergjuna og hárbeittar tennur litla skrímslisins sem hittir beint í hjartastað.“
Dóminn í heild sinni má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

 Book review. Monster Squabbles in Swedish received a good review in Norrtelje Tidning Newspaper today. Our publisher in Sweden, Kabusa Böcker, release the book about four weeks ago. The reviewer in NT says: “The books about Little Monster and Big Monster have a cool appeal, with impressive illustrations and bold points of view. … There is something about Little Monster’s resilient stubbornness and razor-sharp teeth that goes straight to the heart”.
For the whole review in Swedish, click the link below.

Monsterbråk – Norrtelje Tidning 14.05.2013

Skrímslaerjur á sænsku | Monster Squabbles in Swedish

MonsterbraakSvCoverWeb

 BókaútgáfaSkrímslaerjur á sænsku, Monsterbråk, koma út í dag með braki og brestum. Forlagið Kabusa böcker gefur bókina út í Svíþjóð og tilkynnir að efnið sé: „färgstarkt, känslosamt, explosivt“ eins og lesa má hér á heimasíðu Kabusa og í fréttatilkynningu hér.

 Book release. The seventh book in the Monsterseries (Skrímslaerjur) is out in Swedish today. Monsterbråk is published by Kabusa Böcker in Göteborg and is introduced as „colorful, impassioned and explosive“. Press release in Swedish here.

Skrímslaerjur á kínversku | Monster Squabbles sold to China

Skrímslaerjur

♦ Útgáfuréttur – Kína. Sjöunda bókin um skrímslin tvö: Skrímslaerjur (2012) hefur nú verið seld til Kína, en fyrri bækurnar sex komu út hjá Maitian Culture í Tianjin síðasta haust, eins og lesa má um hér. Skrímslaerjur eru því bráðum fáanlegar á fjórum tungumálum: íslensku, færeysku, sænsku og kínversku.

♦ Rights sold – China. The seventh book in the Monsterseries, Monster Squabbles, has now been sold to Maitian Culture in China, who published the first six books in September 2012, as reported here. Monster Squabbles will therefore soon be available in four languages: Icelandic, Faroese, Swedish and Chinese.

Klandursskrímsl | Monster Squabbles in Faroese

klandursskrímsl

Bókaútgáfa. Skrímslaerjur komu út á færeysku í vikunni en útgáfutími bókarinnar er misjafn eftir löndum. Von er á sænsku útgáfunni, Monsterbråk, í apríl. Klandursskrímsl stökkva nú af stað til færeysku barnanna og eins og segir í kynningu frá Bókadeild Föroya Lærarafelags: „Nýggj skrímslabók, sum stór og smá bæði í Føroyum og kring heimin dámar væl.“

Book release. Monster Squabbles in Faroese: Klandursskrímsl, has just been released. The Swedish edition, Monsterbråk, is due in april.

Þetta vilja börnin sjá! | Exhibition of children’s book illustration

skrimslaerjurWeb6-7

Sýning. Menningarmiðstöðin Gerðuberg stendur fyrir árlegri sýningu á myndskreytingum úr nýjum barnabókum undir heitinu: „Þetta vilja börnin sjá!“. Sunnudaginn 27. janúar opnaði sýning á myndum úr barnabókum ársins 2012. Þar má m.a. sjá myndir úr Skrímslaerjum. Sýningin í Gerðubergi stendur til 24. mars, en þá heldur hún í ferðalag og verður sett upp víða um land. Við opnunina voru DIMMALIMM – Íslensku myndskreytiverðlaunin veitt og það var Birgitta Sif sem hlaut verðlaunin í ár fyrir frábærar myndlýsingar í fyrstu bók sinni Ólíver, sem kom út hjá Forlaginu. Gerðuberg hefur sinnt kynningu á íslenskum myndabókum betur en nokkur annar með þessum árlega viðburði og verðlaunum. Menningarverðlaun barnanna til Gerðubergs!

 Exhibition. An annual event in Gerðuberg Cultural Center, “Þetta vilja börnin sjá!”, an exhibition of children’s books illustrations, was opened Sunday January 27, with illustrations from Icelandic children’s books published in 2012, among them illustrations from Monster Squabbles. The exhibition in Gerðuberg ends March 24., from where it travels around Iceland to several cultural centers. At the opening The Icelandic Illustration Award: Dimmalimm were handed out to this years winner: Birgitta Sif for her wonderful illustrations in Oliver, published by Walker Books in the UK and Forlagið in Iceland.