Verðlaunahátíð | Award ceremony in Oslo

vuorelaKarikko

♦ Hátíð! Verðlaunahátíð Norðurlandaráðs var haldin með lúðraþyt og söng í norska óperuhúsinu í Ósló í síðustu viku. Þar var sannarlega gert vel við okkur tilnefnda höfunda og annað gott fólk. Skrímslaerjur voru tilnefndar fyrir hönd Íslands ásamt bókinni Ólíver eftir Birgittu Sif. Barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs 2013 hlutu finnski rithöfundurinn Seite Vourela og samlandi hennar, myndhöfundurinn Jani Ikonen, fyrir verkið Karikko eða „Blindsker“. Bókin hefur enn einvörðungu verið gefin út á finnsku en verður vonandi þýdd á fleiri tungmál hið fyrsta því allt bendir til þess að verkið sé vandað og frumlegt. Myndlýsingarnar Jani Ikonen eru sannarlega heillandi: myrkar og dularfullar. Fyrir áhugasama um bókina og höfundana bendi ég á tenglana hér í færslunni og fyrir neðan.

|  Um Karikko á vef Norðurlandaráðs  |  Kynningarefni útgefenda í Finnlandi – á ensku  |  Myndlýsingarnar Jani Ikonen  |  Heimasíða Jani Ikonen  |  Um Seita Vuorela hjá WSOY  |  Historisk prisvinner – Umfjöllun á vefritinu Barnebokkritikk.no  |  Bókadómur á barnebokkritikk.no  |  Bókarkynning á FILI  |  Författaren hyllas i hemlandet – Grein á SvD  |

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hlaut Kim Leine fyrir Profeterne i Evighedsfjorden, en margar gríðarlega fínar bækur voru tilnefndar svo sem Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason og Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson. Þá voru afar áhugaverðar tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs sem og kvikmynda- og tónlistarverðlaunanna. Verðlaunahafar eru allir vel að heiðrinum komnir.

„Gala-verðlaunahátíð“ Norðurlandaráðs var nokkuð umdeild meðal bókmenntafólks, bæði fyrir og eftir hátíðina. Viðburðurinn var í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva í Skandinavíu og formið í stíl Óskarsverðlaunahátíðanna eða eins og tíðkast við afhendingu Grímu- og Eddu-verðlauna. Þar er auðvitað þaulvant fólk í sviðsetningum í sínu rétta umhverfi. Ekki gefið að það sama gildi um alla listamenn. Það má líka velta fyrir sér hvort formið henti kynningu á hinum ýmsu listgreinum, eða vísindagreinum, án þess að ítarlegri umfjöllun eigi sér stað.
Hér fyrir neðan eru tenglar á tvær danskar greinar með gagnrýni á sjálfa hátíðina:

Politiken: Anders Hjort – Kritik af Nordisk Råds prisfest: Der er gået for meget Oscar i den. 
Weekendavisen: Klaus Rothstein – “And the Nordisk Råds Litteraturpris 2013 goes to…”

Fyrir utan það að hitta stórskemmtilegt fólk úr röðum barnabókahöfunda, þá var það tónlistin sem átti stóran þátt í því að gera hátíðina eftirminnilega. Það voru einu „heilu“ verkin sem gestir hátíðarinnar fengu að njóta, en örkynningar á tilnefndum verkum og listamönnum gerðu lítið fyrir listina. Gaman væri ef hægt væri að koma á fót tveggja til þriggja daga listahátíð, sem færi á undan verðlaunaafhendingunni, með þátttöku listamanna og almennings. Það ku hafa verið reynt, en tæplega til fullnustu. Undirbúningur og form hátíðarinnar var langt í frá hnökralaus ef marka má það sem að snéri að barnabókahöfundunum, en fráleitt að það skyggi á gleðina yfir nýjum og glæsilegum verðlaunum. Það er óhætt að óska aðstandendum og öllum norrænum barnabókahöfundum til hamingju með verðlaunin! Vel mætti skrá 50 barnabókahöfunda á sérstakan heiðurslista, lista norræna barnabókahöfunda sem hefðu átt að hljóta þessa viðurkenningu fyrir bækur sínar, en rúmlega fimmtíu rithöfundar hafa hlotið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

♦ Award ceremony! Did I mention the nomination of Skrímslaerjur (Monster Row) to The Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013 …? I guess I did … All went well at the award ceremony in Oslo last week. The prize went to the Finnish author Seite Vourela and illustrator Jani Ikonen for Karikko (The Reef). The book is still only available in Finnish (rights sold to Hungary and Germany) but it will hopefully be translated to many languages before too long. Jani Ikonen’s illustrations are fascinating: dark and mysterious.
Se links to more information below.

|  About Karikko at The Nordic Council’s website  |  Publisher’s info about the book  |  Illustrations by Jani Ikonen  |  Jani Ikonen’s homepage  |  About Seita Vuorela – Publisher WSOY  |  Historisk prisvinner – in Norwegian: article at Barnebokkritikk.no  |  in Norwegian: Review at Barnebokkritikk.no  |  Info at FILI  |  Författaren hyllas i hemlandet – in Swedish: article in SvD  |

The Nordic Council Literature Prize went to Kim Leine and his book Profeterne i Evighedsfjorden. See more about the winners of all The Nordic Council’s prizes 2013 here.

It was great fun to meet all the artists in Oslo, but a Nordic Art Festival prior til the award ceremony would sure be in its right place, so everyone could enjoy and learn more about all the interesting nominated books, music, films and science projects. The new children’s book prize was awarded for the first time, giving every Nordic children’s books author a reason to rejoice. But my biggest congratulation goes to Seite Vourela and Jani Ikonen! Onneksi olkoon!