♦ Dagatalið: 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Já, já, það er enn þörf fyrir hann. Efast einhver? Teikningin hér fyrir ofan er meira en 20 ára gömul. Sumir gætu sagt að hún lýsti lúxusvandamáli miðað við það sem konur þurfa að kljást við víða um heim. Um leið og ég ímynda mér að eitthvað hafi breyst – þ.e. að konur í forystu geti átt fjölskyldu OG sinnt krefjandi starfi, þá heyri ég óminn af röddum sem hrósa körlum þessara sömu kvenna alveg sérstaklega: Þeir eru alveg einstakir, já, það er hreinlega merki um fyrirmyndar manngæsku ef þeir taka að sér að sjá um heimilið, um börnin, styðja sína konu… Þegar þessar raddir (ekki síður kvenna) gufa upp, hefur jafnréttinu verið náð – á því sviði. En launaseðlana vantar auðvitað á myndina …
Óska konum og körlum baráttugleði í dag!
♦ The Calendar: Today is International Women’s Day, March 8. The struggle for women’s rights is the fight for equality – for all, whatever the anti-feminists are gibbering. It is the fight for everyone’s right to enjoy and develop both their feminine and masculine sides, if you like.
The illustration above is more than 20 years old. Perhaps something has changed, yes, maybe … still, not enough.
Have an enlightened International Women’s Day.