Alþjóðlegur baráttudagur kvenna | International Women’s Day 2020

Baráttudagur. Ég óska öllum gæfu og réttlætis á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 2020. Það er enn svo furðumargt sem betur má fara í jafnréttismálum, á Íslandi sem annars staðar. Myndlýsing hér fyrir ofan er gömul en á enn við því karlar tróna æði margir á stalli. Og það sem mér er efst í huga að morgni þessa dags er hið skelfing ósköp viðkvæma stolt karla sem kannski af þessu hlýst. Ég verð að segja að heimurinn þarf ekki fleiri móðgunargjarna karla með sitt særða stolt. Þetta kann auðvitað að vera eitthvert óviðræði í erfðunum. Njótið dagsins, farið varlega.

Beware falling pillars! I wish all and everyone good fortune, justice and equal rights on the International Women’s Day 2020. The image above is an old illustration but even now it may fit. We still put men on pedestals and thereby add fuel to the poisonous sense of pride, again leading to so much hurt pride, resentment and stubbornness. The world does not need more easily offended and stiff-necked men. More power to you sisters! Enjoy your day, take care all.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna | International Women’s Day

forstjorarnirAslaugJ

♦ Dagatalið: 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Já, já, það er enn þörf fyrir hann. Efast einhver? Teikningin hér fyrir ofan er meira en 20 ára gömul. Sumir gætu sagt að hún lýsti lúxusvandamáli miðað við það sem konur þurfa að kljást við víða um heim. Um leið og ég ímynda mér að eitthvað hafi breyst – þ.e. að konur í forystu geti átt fjölskyldu OG sinnt krefjandi starfi, þá heyri ég óminn af röddum sem hrósa körlum þessara sömu kvenna alveg sérstaklega: Þeir eru alveg einstakir, já, það er hreinlega merki um fyrirmyndar manngæsku ef þeir taka að sér að sjá um heimilið, um börnin, styðja sína konu… Þegar þessar raddir (ekki síður kvenna) gufa upp, hefur jafnréttinu verið náð – á því sviði. En launaseðlana vantar auðvitað á myndina …

Óska konum og körlum baráttugleði í dag!

♦ The Calendar: Today is International Women’s Day, March 8. The struggle for women’s rights is the fight for equality – for all, whatever the anti-feminists are gibbering. It is the fight  for everyone’s right to enjoy and develop both their feminine and masculine sides, if you like.
The illustration above is more than 20 years old. Perhaps something has changed, yes, maybe … still, not enough.

Have an enlightened International Women’s Day.