Brúður og ljóðlist | Puppets and poetry

SindriSilfurfiskur3

♦ Dagatalið: Nei, hættið nú alveg! Í gær var Dagur barnaleikhúsins. Í dag, 21. mars, er alþjóðlegur Dagur brúðuleikhússins og í Alþjóðadagur ljóðsins í þokkabót. Hvað skal segja? Ljóðskáldin eru svo mörg og góð að ég treysti mér ekki til að benda á neitt eitt í tilefni dagsins. Læt til dæmis Reykjavík bókmenntaborg um það. En mæli eindregið með ljóðalestri í dag! Það er alltaf tími fyrir eitt ljóð.

Í tilefni dagsins ætla ég samt að rifja upp eina hjartfólgna persónu: Sindra silfurfisk sem varð til í samvinnu við Þjóðleikhúsið og barnaleikhúsið Kúluna undir stjórn Þórhalls Sigurðssonar. Hér má sjá fleiri myndir úr sýningunni. Eins og gengur eru textar margsinnis endurskrifaðir og ýmsu hent út í handritsgerðinni. Þar á meðal fengu að fjúka frekar ískyggileg vers um hætturnar í hafinu. Hér er hluti af því kvæði, sem ætlað var til söngs:

Á fiskimiðum liggja lóð
og launráð falin köld,
– þú heldur beint á hættuslóð 
og hefur engan skjöld!
Þig drauganetin draga að 
með dularfullum seið; 
þó brjótast viljir beint af stað
þú berst samt þvert af leið. 

Það hafa ýmsir á því grætt
að öngla lítinn fisk.
Já, þannig verður öll þín ætt
að enda færð á disk.
Þín bíður ugglaust voðinn vís,
þín vörn er tæp um sinn
sem plokkfiskur í paradís
þú pottþétt svífur inn.

Það er eins gott að þetta fór ekki með. Nóg hef ég grætt börn í leikhúsi.

♦ The CalendarYesterday it was The World Day for Theatre for Children. Today, 21. March, is The World Puppetry Day and The World Poetry Day!  There are so many good poets, I dare not point out one for the occasion. But I wholeheartedly recommend reading a poem today – preferably every day!

The photo above shows a scene from a black light puppet theater show I wrote for the National Theater. You may find more information about Shimmer the silverfish here. There are a few professional puppet theaters in Iceland where of I would especially mention two: Bernd Ogrodnik’s Brúðuloftið in the National Theater and Helga Arnalds’ Tíu fingur. For further information on Icelandic puppet theater see Unima Iceland.

I would also like to recommend my special friends in the Faroe Islands: Karavella Marionett Teatur – run by Rakel Helmsdal, who did a puppet play with Little Monster and Big Monster from the book series.