Refur á ferð | A (sad) story of a duck

RefurSpor

♦ Föstudagsmyndin. Veturinn hefur einkennst af grimmum veðrum og stundum er ótrúlegt að hugsa til þess að hér þrífist þrátt fyrir allt ýmsar dýrategundir – árið um kring. Ég var að skruna yfir ljósmyndir í dag og rakst þessi teikn í snjónum: spor eftir ref með æti. Refurinn hafði haft mikið fyrir því að drösla bráð sinni langa leið frá sjó, með krókum fyrir og í gegnum girðingar. Hann kaus að fara í gott skjól með fenginn. Við gamalt hesthús voru leifarnar af jólaöndinni hans rebba: haus af stokkandarstegg. Af merkjum að dæma fór rebbi inn í kofann með hluta af öndinni og gat þar étið í ró og næði, án þess að hrafnar eða ránfuglar trufluðu hann.
Það er ekki ólíklegt að stokkendurnar sem halda til við fjörur og lækjarósa haldi áfram að týna tölunni á meðan refurinn leikur sínum lausa hala.

StOnd-Refur1

♦ Photo Friday. I had a sick day and tried to humor myself by skimming through some photos, as an escape. No way I could go out in the cold today. I guess my pick of photos for this post is not very uplifting – or perhaps it is. Depends on the view. We found footprints of a fox (Arctic fox, Alopex lagopus) with a prey near our farm. The fox had draged its kill a long way from the sea, through and past fences and other obstacles, seemingly to feast undisturbed in an old stable where an open window came in handy. The fox had worked the poor duck apart, leaving its pretty green head half-covered in snow. The rest – if there was a rest – may have been well hidden somewhere inside the stable, away from ravens or vicious predatory birds. Clever thing, you fox.

The prey was a Mallard (Anas platyrhynchos), no doubt from a flock staying for winter by the creek. I can only admire these animals for their endurance during the long harsh winter. Of course only some survive.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27. / 30.12.2014 – 01.01.2015