Steinshús | Honoring poet Steinn Steinarr

Steinshús-1

♦ FöstudagsmyndirÉg var þeirrar ánægju aðnjótandi að gista í Steinshúsi við Nauteyri fyrir skemmstu. Í nýuppgerðu fyrrum samkomuhúsi sveitarinnar hefur verið sett á laggirnar menningar- og fræðasetur, til minningar um Aðalstein Kristmundsson frá Laugalandi í Skjaldfannardal, ljóðskáldinu sem kallaði sig Stein Steinarr. Steinshús verður formlega opnað 15. ágúst næstkomandi, en þar má kynna sér ævi og verk skáldsins í fróðlegri sýningu. Í húsinu er einnig notaleg íbúð fyrir skáld og fræðimenn. Samkvæmt heimsíðu Steinshúss fer setrið þó ekki í fullan rekstur fyrr en sumarið 2016.

♦ Photo FridayIn July I had the opportunity to visit the remote Snæfjallaströnd in the Westfjords region in Iceland. I also had the pleasure to stay at Steinshús – a small culture house at Nauteyri where poet Steinn Steinarr (1908-1958) is honored with an exhibition about his life and works. Steinshús Culture House is officially to be opened on August 15th, next week, but first fully to operate in the summer 2016. Steinshús and Snæfjallaströnd are definitely worth a visit!

Stundum hafa ljóð Steins Steinarr verið kölluð torskilin. Á sínum tíma hefur þá byltingarkennt form sumra ljóðanna ef til vill ýtt undir þær hugmyndir, en flest eru ljóð hans þó auðskilin og hefðbundin. Lífsskoðanir Steins voru sterkar og hann var gagnrýninn á auð og yfirvald. Dálítið svartur húmorinn hefur kannski ekki verið allra, en það er t.d. gaman að rifja upp þetta ljóð:

HLJÓÐ STREYMIR LINDIN Í HAGA
eftir Stein Steinarr

Hljóð streymir lindin í haga
og hjarta mitt sefur í ró.
Tveir gulbrúnir fuglar fljúga
í fagurgrænan skóg.

Og allt sem ég forðum unni,
og allt sem ég týndi á glæ,
er orðið að ungu blómi,
sem angar í kvöldsins blæ.

Hljóð streymir lindin í haga.
Ó, hjarta mitt, leiðist þér?
Guð gefi nú að við náum
í næsta bíl, sem fer!

við-Steinshús-1

 Ljósmyndir teknar | Photo date: 26.07.2015  © Áslaug Jónsdóttir & Kristjana Vilhjálmsdóttir