Síðsumar | Leontodon autumnale and other signs of late summer

Skarifífill©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Það eru komin sumarlok og haust í nánd. Síðustu vikur hafa verið annasamar og heimsfréttirnar óbærilegar. Ég er höll undir heimspeki litla skrímslisins: til hressingar getur verið gott að horfa á eitthvað fallegt. (En nauðsynlegt að öskra NEI! af krafti þess á milli). Hér fyrir ofan kúra skarifíflar undir gömlum húsvegg. Á latnesku bera þeir heitið: Leontodon autumnale eða haustfífill, eða „haust-ljóns-tönn“. Fyrir neðan eru haustlitir í laufi af blóðkolli eða blóðdrekk (Sanguisorba officinalis) og ein stök mýrasóley (Parnassia palustris) innan um smjörlauf (grasvíðir: Salix herbacea) o.fl. Neðst er svo mynd sem gleður mitt hagamúsarhjarta: uppskera úr matjurtagarði á leið í eldhúsið.

♦ Photo FridayThis has been a busy week, and the world news have been horrifying. I feel angry and powerless. When things get to overwhelming I tend to go and stare at something I can adore without any obligations (true or not) –that is: nature. Then after a while I feel ready to go at it again. So I bring you plants and fruits of earth! At the top: the Fall dandelion (Leontodon autumnale) under the walls of our old farmhouse; below: colors of autumn in a leaf of a Great burnet (Sanguisorba officinalis) and a sole Bog star (Parnassia palustris) amongst Dwarf willow (Salix herbacea) and more. At the bottom: veggies from our gardens, on the way into the kitchen. I feel very lucky and privileged.

Haust31aug2015AslaugJ

Uppskera©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.08. / 21.08. / 17.08.2015