Nóvember | The last leaves

Föstudagsmyndin: Nú standa flest lauftré nakin, en nóvember var einstaklega mildur. Myndirnar eru úr Öskjuhlíðinni, en það er ljúft að flýja jólaös og laumast þar um í góðu veðri. Gleðilega fullveldishátíð og jólaföstu framundan!

Friday photo: November was nice – I have at least forgotten all about the bad weather. A stroll in Öskjuhlíð park is wonderful this time of year. Facing south with trees and bushes of all sorts, this park is always a little less cold than the more open areas closer to the sea.
Also: Today, December 1st, we celebrate Iceland’s Sovereignty day, even had a bit of sunshine! Happy December!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.11.2023

Undir himni | Follow the leader!

Föstudagsmyndin: Mildur nóvember er liðinn. Það er ekki alltaf logn og blíða þó engin séu harðindin og heldur birtusnautt þegar snjóinn vantar. Maður og hross hafa hraðan á.

Friday photo: One black and white photo from last November. My husband was leading a flock of horses from one grazing paddock to another. November has been unusually mild so the horses are still grazing without any extra fodder. Daylight is scarce without the snow, but clouds and sunrays from afar play in the sky.

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.11.2022

Í höfn | At the harbour

Föstudagsmyndir: Það er auðvelt að stunda hið margrómaða þakklæti þegar náttúran strýkur okkur svona fallega með hárunum eins og þessa dagana. Logn og blíða! Þakkir, þakkir! Þakkir fyrir að lemja okkur ekki með hríð og og slyddu þó kominn sé nóvember! Við höfnina mætti svo hugleiða (sem einnig er í hávegum haft) hversu gott það er að hafa fast land undir fótum. Eiga sér sína heimahöfn, vera í öruggri höfn. Margir búa ekki svo vel, æ fleiri eru landflótta og leggja á haf út til að flýja hörmungar og stríð, stundum út í opinn dauðann. Öll viljum við rétta hjálparhönd en það er eins og okkur sé ekki sjálfrátt: göfuglyndið snýst upp í andhverfu sína, við sláum frá okkur og sláum til þeirra sem síst skyldi. Það er illa komið fyrir okkur.

Friday photos: It’s easy to practice the acclaimed gratitude when Nature caresses us so beautifully as these days. Calm and quiet! Thank you, thank you! Thank you for not beating us with storm and sleet although it’s November! At the harbour one could meditate (also highly praised) on how good it is to have solid ground under the feet. How good it is to have your own home port, and to be in a safe haven. Too many are not so lucky, more and more people are displaced in the world and flee to sea to escape war and disaster, sometimes only to face death. I want to believe that we all want to lend a helping hand, but it’s as if we’re not in control of ourselves: empathy and kindness turn into their grim opposites, we push people away and harm those who deserve it the least. We are in a bad state as humans.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.11.2022

Haustið 2022 | Autumn

Föstudagsmyndir: Fyrsta vetrardag bar upp á 22. október í ár. Þar með lauk Haustmánuði og við tók Gormánuður. Ég þakka fyrir blítt haust með myndum úr sveit og borg. Góða helgi!

Friday photos: The official First Day of Winter in Iceland was October 22 (always on a Saturday, late in October). Thus the “Month of Autumn” / Haustmánuður came to an end, and the month with the less attractive name: “Month of Gor” / Gormánuður started – all according to the old Norse calendar. The name is connected to the season of slaughtering and feasting in the early winter: gor meaning the half-digested forage from an animal’s innards. Yes, nice. 

I bid the mild autumn 2022 farewell with photos from both farm (above) and city (below). Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 07-27.10.2022

Haustdagur | Autumn day

Við Hafravatn: Ég hef stundum ekki aðra ljósmyndavél meðferðis en símaapparatið og myndirnar sem úr því koma eru meira til minnis og mátulega góð heimild ef eitthvað er. Ég hef smellt nokkrum af þessum myndum inn á Instagrammið en mér hugnast reyndar betur að nota heimasíðuna – hér er ró og hér er friður – skoði þeir sem skoða vilja.

En það er sem sagt komið haust.

By the lake: Sometimes I have no camera with me on my walks, except for my old iPhone. The photos that come out of it are more for a my own reference, serving as a visual note, if anything. Still, I have put some of these photos on Instagram, although I prefer to use my website for posting images – giving my visitors and viewers a more calm platform – and so if they like to visit, they come and go without having to make any decision about likes or notes.

But, yup, autumn is definitely here!

Nokkrar í svart-hvítu. |  Few black-and-whites.

Ljósmyndir teknar | Photo date:10.10.2021

Sumri hallar | Late summer, early fall

Vatnshorn, Skorradalur

Föstudagsmyndir: Eftir sólríkt og þurrt sumar sölna grös snemma og það er eins og haustinu liggi á. Snæfellsnesið var vindblásið í gær og í Skorradal fyrir rúmri viku voru haustlitir komnir á blöð og lyng. Bæjarlækurinn við Vatnshorn var nær þurr, en krækiberin safarík.

Photo Friday: After a dry and warm summer it feels as if autumn arrives early. The photos are from two trips, one I made yesterday to Snæfellsnes peninsula (photos below), the other to Skorradalur valley (photos above) the week before. In Skorradalur the grass had turned yellow and autumn colors were showing everywhere. The creek at the old farm Vatnshorn was almost dry, but the crowberries were sweet. The glacier Snæfellsjökull was hiding in the clouds, the wind was blowing the waterfalls upwards and the sea was rough. All pretty normal.

Svöðufoss, Snæfellsnes

Kirkjufell, Snæfellsnes

Ljósmyndir teknar | Photo date: Skorradalur 21.08.2019, Snæfellsnes 29.08.2019

Síðsumar | Leontodon autumnale and other signs of late summer

Skarifífill©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Það eru komin sumarlok og haust í nánd. Síðustu vikur hafa verið annasamar og heimsfréttirnar óbærilegar. Ég er höll undir heimspeki litla skrímslisins: til hressingar getur verið gott að horfa á eitthvað fallegt. (En nauðsynlegt að öskra NEI! af krafti þess á milli). Hér fyrir ofan kúra skarifíflar undir gömlum húsvegg. Á latnesku bera þeir heitið: Leontodon autumnale eða haustfífill, eða „haust-ljóns-tönn“. Fyrir neðan eru haustlitir í laufi af blóðkolli eða blóðdrekk (Sanguisorba officinalis) og ein stök mýrasóley (Parnassia palustris) innan um smjörlauf (grasvíðir: Salix herbacea) o.fl. Neðst er svo mynd sem gleður mitt hagamúsarhjarta: uppskera úr matjurtagarði á leið í eldhúsið.

♦ Photo FridayThis has been a busy week, and the world news have been horrifying. I feel angry and powerless. When things get to overwhelming I tend to go and stare at something I can adore without any obligations (true or not) –that is: nature. Then after a while I feel ready to go at it again. So I bring you plants and fruits of earth! At the top: the Fall dandelion (Leontodon autumnale) under the walls of our old farmhouse; below: colors of autumn in a leaf of a Great burnet (Sanguisorba officinalis) and a sole Bog star (Parnassia palustris) amongst Dwarf willow (Salix herbacea) and more. At the bottom: veggies from our gardens, on the way into the kitchen. I feel very lucky and privileged.

Haust31aug2015AslaugJ

Uppskera©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.08. / 21.08. / 17.08.2015