Haustdagur | Autumn day

Við Hafravatn: Ég hef stundum ekki aðra ljósmyndavél meðferðis en símaapparatið og myndirnar sem úr því koma eru meira til minnis og mátulega góð heimild ef eitthvað er. Ég hef smellt nokkrum af þessum myndum inn á Instagrammið en mér hugnast reyndar betur að nota heimasíðuna – hér er ró og hér er friður – skoði þeir sem skoða vilja.

En það er sem sagt komið haust.

By the lake: Sometimes I have no camera with me on my walks, except for my old iPhone. The photos that come out of it are more for a my own reference, serving as a visual note, if anything. Still, I have put some of these photos on Instagram, although I prefer to use my website for posting images – giving my visitors and viewers a more calm platform – and so if they like to visit, they come and go without having to make any decision about likes or notes.

But, yup, autumn is definitely here!

Nokkrar í svart-hvítu. |  Few black-and-whites.

Ljósmyndir teknar | Photo date:10.10.2021

Sumri hallar | Late summer, early fall

Vatnshorn, Skorradalur

Föstudagsmyndir: Eftir sólríkt og þurrt sumar sölna grös snemma og það er eins og haustinu liggi á. Snæfellsnesið var vindblásið í gær og í Skorradal fyrir rúmri viku voru haustlitir komnir á blöð og lyng. Bæjarlækurinn við Vatnshorn var nær þurr, en krækiberin safarík.

Photo Friday: After a dry and warm summer it feels as if autumn arrives early. The photos are from two trips, one I made yesterday to Snæfellsnes peninsula (photos below), the other to Skorradalur valley (photos above) the week before. In Skorradalur the grass had turned yellow and autumn colors were showing everywhere. The creek at the old farm Vatnshorn was almost dry, but the crowberries were sweet. The glacier Snæfellsjökull was hiding in the clouds, the wind was blowing the waterfalls upwards and the sea was rough. All pretty normal.

Svöðufoss, Snæfellsnes

Kirkjufell, Snæfellsnes

Ljósmyndir teknar | Photo date: Skorradalur 21.08.2019, Snæfellsnes 29.08.2019

Síðsumar | Leontodon autumnale and other signs of late summer

Skarifífill©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Það eru komin sumarlok og haust í nánd. Síðustu vikur hafa verið annasamar og heimsfréttirnar óbærilegar. Ég er höll undir heimspeki litla skrímslisins: til hressingar getur verið gott að horfa á eitthvað fallegt. (En nauðsynlegt að öskra NEI! af krafti þess á milli). Hér fyrir ofan kúra skarifíflar undir gömlum húsvegg. Á latnesku bera þeir heitið: Leontodon autumnale eða haustfífill, eða „haust-ljóns-tönn“. Fyrir neðan eru haustlitir í laufi af blóðkolli eða blóðdrekk (Sanguisorba officinalis) og ein stök mýrasóley (Parnassia palustris) innan um smjörlauf (grasvíðir: Salix herbacea) o.fl. Neðst er svo mynd sem gleður mitt hagamúsarhjarta: uppskera úr matjurtagarði á leið í eldhúsið.

♦ Photo FridayThis has been a busy week, and the world news have been horrifying. I feel angry and powerless. When things get to overwhelming I tend to go and stare at something I can adore without any obligations (true or not) –that is: nature. Then after a while I feel ready to go at it again. So I bring you plants and fruits of earth! At the top: the Fall dandelion (Leontodon autumnale) under the walls of our old farmhouse; below: colors of autumn in a leaf of a Great burnet (Sanguisorba officinalis) and a sole Bog star (Parnassia palustris) amongst Dwarf willow (Salix herbacea) and more. At the bottom: veggies from our gardens, on the way into the kitchen. I feel very lucky and privileged.

Haust31aug2015AslaugJ

Uppskera©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.08. / 21.08. / 17.08.2015