♦ Áramót 2015-2016! Kæru vinir nær og fjær; bestu þakkir fyrir skemmtileg samskipti og samvinnu á árinu sem er að líða. Kærar þakkir fyrir allar heimsóknir á vefinn! Með myndum frá Melaleiti óska ég ykkur gleðilegs árs, friðar og farsældar á nýju ári. Finnst ykkur kannski vanta púður í þessar myndir? Hér er himinninn laus við litaglaða skotelda. Manneskjan er lítil gagnvart náttúrunni og víst að við eigum þar við ofuröfl að etja. Jafnvel venjuleg vetrarveður á norðurslóðum minna okkur á það. Hvað þá þegar öfgar verða að venju og þekktar stærðir og staðreyndir gamlar minningar. Aðeins með því að stunda auðmýkt í umgengni okkar við náttúru og jörð getum við lifað af í breyttum heimi og sýnt raunverulega snilli og gáfur. Það væri óskandi að við gætum haft örlítið meira vit fyrir okkur á komandi ári. Megi jarðarbúum öllum búnast vel á nýja árinu.
♦ At New Year 2015-2016! Dear friends, near and far, thank you for all the joyful gatherings and meetings, inspiring collaborations and friendship, – and thank you for the many visits to this website in the year 2015. I am truly grateful for your interest. With these photos from the family farm at Melaleiti I wish you a very happy New Year 2016. These images do not picture the blissful excitements of the fireworks on New Year’s Eve, but are pretty descriptive for the mood at the countryside, where I plan to spend the evening. We are so small against Nature’s tremendous powers. Only by practicing humility and humbleness towards Nature’s forces we show true intelligence and mastery. I wish you all peace, wisdom and happiness!
Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.12.2015