♦ Endurlit og umfjöllun. Árið 2015 leið undrafljótt. Ég hef ekki annað því að skrá jafnóðum inn ýmsar greinar og umfjöllun sem tengjast starfinu, en það hefur verið eitt af markmiðunum með heimasíðunni, að halda saman upplýsingum af þeim toga. Þessi póstur er því safn af „gömlum fréttum“ og myndum frá því í september eftir þátttöku í ýmsum viðburðum í Svíþjóð í september 2015.
♦ Last September in Sweden. Warning: Old news! I am just catching up on some old reports in my attempt to collect information about my work on this site. In brief: September 22. – 25. 2015, I visited Stockholm and Göteborg in Sweden.
Skrímslaþing: Þann 22. september 2015 hittumst við skrímslahöfundarnir: Kalle, Rakel og Áslaug í bókaspjalli í Stokkhólmi sem bar heitið: Nordiska monsterböcker för barn och vuxna. Dagskráin var í boði Föreningen Natur och Samhälle i Norden, Föreningen Nordens Stockholmsavdelning, Samfundet Sverige-Island og Samfundet Sverige-Färöarna og fór fram í húsi sænska rithöfundasambandsins, Författarnas hus, á Drottninggatan. Fyrir heimsókninni stóð Nanna Hermansson formaður í Samfundet Sverige-Island og við nutum sannarlega gestrisni hennar í Stokkhólmi. Hér má lesa grein eftir Nönnu á vef samtakanna: „Monsterböcker för barn och vuxna i nordisk samverkan“ um heimsókn okkar í Författarnas hus.
Monsters in Stockholm: On Sept. 22., along with my co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal, we had a book talk at Författarnas hus, the house of The Writers’ Union of Sweden in Drottninggatan. We were invited by the The Society Sweden-Iceland and The Society Sweden-Faroe Islands, arranged by our wonderful host Nanna Hermansson chief of the Society. Her article (in Swedish) about our visit is available here: „Monsterböcker för barn och vuxna i nordisk samverkan“.
Rum för barn: Í Stokkhólmi 23. september áttum við fund í Rum för barn, barnabókasafn og menningarmiðstöð barna í Kulturhuset við Sergels torg, en stefnt er að því upplifunarsýningin „Skrímslin bjóða heim“ fari í ferðalag og verði m.a. sett þar upp. Helena Gomér bústýra í Rum för barn tók á móti okkur.
Rum för barn: We visited the fabulous Children’s Library and Culture House, Rum för barn, in Stockholm and met with the chief librarian Helena Gomér. Hopefully will the exhibition „Visit to the Monsters“ find its way to this ideal home of books and creativity for children.
Hirðsiðir: Við vorum einnig þeirrar ánægju aðnjótandi að vera vitni að hátíðlegum hirðsiðum þegar konungur sendi hestvagn sinn með fereyki eftir nýjum sendiherra Íslands í Svíþjóð, Estrid Brekkan, svo hún mætti afhenda honum trúnaðarbréf sitt. Að því loknu var okkur boðið í sendiherrabústaðinn og þar gátum óskað góðum fulltrúa Íslands til hamingju með nýja embættið.
Royal etiquetts: In Stockholm we witnessed parts of the ceremonial occasion when a new Icelandic Ambassador presented her credentials to the King of Sweden. A parade coupé drawn by four horses brought our new ambassador to the Palace. After the ceremony we were invited to Ambassador Estrid Brekkan residency to celebrate.
Bókamessa: Á bókamessunni í Gautaborg 2015, 24. september, bar fundum okkar skrímslahöfundanna svo aftur saman á Ung Scen. Sigurður Ólafsson umsjónamaður skrifstofu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs stýrði spjallinu.
Og undir þessum metnaðarfulla titli: „Stor litteratur för de små“ sögðum við Þórarinn Leifsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir frá bókunum okkar og ræddum örlítið um fullyrðingar og spurningar á borð við þessar: „Barnlitteraturen blomstrar på Island! Vilken betydelse har böcker för barn och unga i ett litet språkområde som det isländska?“ Umræðum stýrði Katti Hoflin, höfundur og aðalborgarbókavörður í Stockholms stadsbibliotek. Tenglar: Frétt á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta um þátt íslenskra höfunda í Gautaborg. Á vef bókamessunnar í Gautaborg: Stor litteratur för de små.
Book Fair: September 24.th at Göteborg Book Fair was a busy day. I had a book talk with my co-authors Kalle and Rakel at Ung Scen – and a longer session along with Icelandic authors Bergrún Íris Sævarsdóttir and Þórarinn Leifsson.
Links – in English: IceLit: a Great Success at Göteborg Book Fair 2015. Book talk at Göteborg Book Fair: Stor litteratur för de små.
Biskops Arnö: Á vef Biskops Arnö er fjallað um skrímslabækurnar og tengingu þeirra við norrænu rithöfundanámskeiðin á Biskops Arnö. Á bókamessunni í Gautaborg var kynnt ritverk Ingvars Lemhagen: Eftertankens Följetong, sem segir sögu námskeiðanna og þar er fyrsta skrímslabókin og samstarf okkar Kalle og Rakel kynnt rækilega.
Biskops Arnö: The seminars at Biskops Arnö are well known in amongst authors in the Nordic countries. And this is the place where the monster series had their start. A piece about this fact is here on Biskops Arnö’s website, also linking to news about Ingvars Lemhagen’s book release at Göteborg Book Fair in September 2015 where is book, Eftertankens Följetong, was introduced. A chapter in the book is dedicated to the collaboration between me, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal resulting in a series of eight books and perhaps more to come …
Pingback: Skrímslatíðindi – Skrímslaferð og bókamessa - Hugspor og blik - Rakel Helmsdal