♦ Dagur jarðar: Í dag er Dagur jarðar, dagur umhverfis og náttúruverndar. Það er komið að ögurstund fyrir jarðarbúa – þar með talda Íslendinga, þó við teljum okkur ævinlega vera í sérflokki. Náttúruvernd er sjálfsögð nauðsyn, en því miður þverskallast margir við að meðtaka þá staðreynd. Hér fyrir neðan er ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum, sem heitir Landráð, en það á einkar vel við okkar umbrotatíma. Ég vona líka að við berum gæfu til þess að velja forseta sem setur náttúruvernd á oddinn. Ég skrifa betur um það síðar.
♦ Earth Day: Today is Earth Day. I am enjoying first days of spring at our family farm, but I do worry about the future if environmental issues are not taken dead seriously in our country as well as in the whole world. Now, today and all times onward. For the occasion I chose a photo of the smallest plants of all: moss.
Below is a poem by Jóhannes úr Kötlum, (1899-1972) a favourite poet, teacher and reformer.
Landráð
Þú ert ekki Íslendingur!
æpa þeir að mér,
ef ég sára saklaust vitni
sannleikanum ber.
Ekki mega iljar mínar
íslenskt snerta grjót,
ef ég blekktum bróður mínum
bendi á svikin ljót.
Ekki má mitt auga skoða
íslenskt blóm í hlíð,
ef ég harma örbirgð vora,
ómenningu og stríð.
Ekki má mitt eyra hlusta
á íslenskt lindarhjal,
ef ég þrái að þekkja og boða
það, sem koma skal.
„Báran kveður eins og áður
út við fjörusand –
en ég á orðið einhvern veginn
ekkert föðurland“.
Ljósmynd tekin | Photo date: 22.05.2010