Dagur jarðar | Earth Day 2023

Dagur jarðarÍ dag er Dagur jarðar, dagur umhverfis og náttúruverndar. Sólríkur sumardagurinn fyrsti nýliðinn og full ástæða til að fagna vorinu, lífinu í sverðinum, farfuglunum og öllu þar á milli. Gleðilegt sumar!

Earth DayToday is Earth Day. Last Thursday was the First Day of Summer in Iceland, the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar – a national holiday and an absolute favorite day for every Icelander. All in all time to celebrate spring, the awakening vegetation, birdsong and brighter days. Happy sping days!

Below: Álfabikar – Pixi Cup Lichen – Cladonia chlorophaea

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 04.03 – 19.04.2023

Gleðilegt sumar! | Happy First Day of Summer!

Sumardagurinn fyrsti 2020: Fegin kveð ég veturinn og satt best að segja gæti ég þurrkað út nokkra mánuði án þess að sakna nokkurs. Sumardagurinn fyrsti er dagur vonar: „bráðum kemur betri tíð“… Og dagarnir hafa lengst svo um munar: sólin rís fyrir klukkan sex að morgni og sest ekki fyrr en um hálf tíu að kvöldi. Vorið kemur.

Í gær, síðasta vetrardag, var alþjóðlegum degi jarðar fagnað víða um heim með sérstakri áherslu á baráttu í loftslagsmálum. Það er ekki seinna vænna. Rétt eins og í baráttunni við heimsfaraldurinn og veirusóttina þurfum öll að leggjast á eitt: breyta lífsháttum, venjum og kerfum. Það verður ekki auðvelt en kostir í stöðunni eru ekki aðrir.

Annars ætla ég að mæla með þeirri góðu skemmtun að fljúga flugdreka (það er til urmull leiðbeininga um heimagerða flugdreka – sem fljúga í alvöru – á netinu). Njótið dagsins, veðurs og vinda. Gleðilegt sumar!

First Day of Summer 2020: The First Day of Summer is celebrated in Iceland today. “Sumardagurinn fyrsti”  is a national holiday, the first Thursday after 18 April, falling between 19 April and 25 April, and the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar.

Yesterday, 22 April, the Last Day of Winter in Iceland, was also the international Earth Day, celebrated for the 50th time, and in 2020 with the urgent theme: Climate action. Just as with the coronavirus pandemic we must all react to the serious threat facing earth and human mankind. We have to find ways for a better future and now is the time. And yes, we can.

The First Day of Summer is the day where we enjoy outdoor games: try to fly a kite – enjoy the wind and now the clear air for most parts. Take care, stay safe.

Ljósmyndi tekin | Photo date: 26.07.2008

Dagur jarðar 2019 | Earth Day 2019

Dagur jarðar: Í gær, 22. apríl, var Dagur jarðar, dagur umhverfis og náttúruverndar. Ég eyddi deginum í sveitinni, eins og svo oft áður, – hugaði örlítið að gróðri og ræktun, en aðallega dáðist ég að kraftinum í plöntunum sem spíruðu upp úr jörðinni við sólarylinn, algjörlega án minnar hjálpar. Daginn áður gekk ég ásamt fleirum með sjó, undir Mela- og Ásbökkum. Á móts við Mela blasti við ófögur sjón, en þar hefur úrgangur af öllu tagi verið urðaður nærri sjávarbakkanum. Við landbrot og sjógang flæðir þessi ófögnuður um allar strendur. Skólabókardæmi um skammsýni og sóðaskap úr öllum böndum.

Earth Day: Yesterday April 22 was Earth Day. As often before on this day I was enjoying the first days of spring at our family farm – pre-planting potatoes and admiring green sprouts coming up from the soil everywhere. The day before I had a long good walk along at the beach by Melabakkar and Ásbakkar cliffs. It was both invigorating (above) and sad (below), as we found more plastic and rubbish at the shore than ever before, – this time mainly due to outrageous and irresponsible disposal of garbage at a neighbor farm. Yet another horrible text book example of incredible short-sightedness and a very ugly “skeleton in the closet”.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21.04.2019

Dagur jarðar og dagur bókarinnar | Earth Day and World Book Day

BókverkDagur jarðar var í gær og Dagur bókarinnar er í dag. Af því tilefni birti ég myndir af bókverkinu Jörð | Earth sem nú er til sýnis KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, BNA. Þar sýnum við ARKIR fjölda bókverka á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem opnaði þar í janúar, en henni lýkur brátt eða 30. apríl.

Hringlaga opnurnar eru eins og sjálfstæð hvel eða jarðarkringlur, en lokuð er bókin fjórðungur úr hring og opnuð getur hún myndað hálfkúlu. Í verkinu eru ljósmyndir af fjölbreytilegu yfirborði jarðar, gjarnan þar sem vindar, frost og snjór, flóð eða þurrkar hafa reynt á þolmörk svarðar og jarðar. Líklega er okkur eðlislægt að leita í gróskumikla, frjósama og blómlega náttúru, en þessi jaðarsvæði eru ekki síður heillandi því þar opinberast oft undraverður sigur lífmagnsins. Orðið jörð hefur margar merkingar sem tengjast órjúfanlega: reikistjarnan jörð, heimkynni okkar, yfirborð jarðar, haglendi, bújörð, jarðvegurinn … – lítið orð með ofurmerkingu.

Book artYesterday was Earth Day 2018 and today is the World Book Day. So much to celebrate! I find it proper to post some photos of my little book art piece Jörð | Earth.  This artist’s book is currently on display at the book art exhibition BORDERLAND at KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine, USA. There I exhibit along with other members of ARKIR Book Arts Group, but the exhibition is soon coming to an end: closes April 30.

This book is a collection of round shaped images, each one like an orb of its own. Half-open the book forms a hemisphere, closed the form is a quarter of a circle. The photographs show various surfaces of the land, of the ground: the earth. The seasons and the soil, the dirt under our feet, all what deserves to be valued and cherished and given time to observe. We tend instinctively to seek the green, fertile and flourishing nature, but the peripheral areas of the earth: the land where wind and rain, frost and snow, flood and draught make it just about habitable, are no less fascinating, as they so often reveal the amazing victory of life. The word earth has many meanings that are closely linked, indeed a small word with a huge significance!

Dagur jarðar 2016 | Earth Day 2016

Mosi-©AslaugJ

♦ Dagur jarðarÍ dag er Dagur jarðar, dagur umhverfis og náttúruverndar. Það er komið að ögurstund fyrir jarðarbúa – þar með talda Íslendinga, þó við teljum okkur ævinlega vera í sérflokki. Náttúruvernd er sjálfsögð nauðsyn, en því miður þverskallast margir við að meðtaka þá staðreynd. Hér fyrir neðan er ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum, sem heitir Landráð, en það á einkar vel við okkar umbrotatíma. Ég vona líka að við berum gæfu til þess að velja forseta sem setur náttúruvernd á oddinn. Ég skrifa betur um það síðar.

♦ Earth DayToday is Earth Day. I am enjoying first days of spring at our family farm, but I do worry about the future if environmental issues are not taken dead seriously in our country as well as in the whole world. Now, today and all times onward. For the occasion I chose a photo of the smallest plants of all: moss.
Below is a poem by Jóhannes úr Kötlum, (1899-1972) a favourite poet, teacher and reformer.

Landráð

Þú ert ekki Íslendingur!
æpa þeir að mér,
ef ég sára saklaust vitni
sannleikanum ber.

Ekki mega iljar mínar
íslenskt snerta grjót,
ef ég blekktum bróður mínum
bendi á svikin ljót.

Ekki má mitt auga skoða
íslenskt blóm í hlíð,
ef ég harma örbirgð vora,
ómenningu og stríð.

Ekki má mitt eyra hlusta
á íslenskt lindarhjal,
ef ég þrái að þekkja og boða
það, sem koma skal.

„Báran kveður eins og áður
út við fjörusand –
en ég á orðið einhvern veginn
ekkert föðurland“.

Ljósmynd tekin | Photo date: 22.05.2010

Þrír dagar | Three days

Viðburðir. Í dag, 24. apríl, er síðasti vetrardagur eins og berlega kom í ljós með snjókomu í Reykjavík í morgun. Í gær, 23. apríl, var Dagur bókarinnar og alla vikuna eru áhugaverðir bókmenntaviðburðir vítt og breitt um borgina, eins og lesa má á vef Bókmenntaborgarinnar. Í fyrradag, 22. apríl, var Dagur Jarðar, þó allir dagar séu í raun dagar Jarðar og dagar góðra bóka. Á vefnum The Children’s Book Review var bent á að Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason væri ákjósanleg lesning á Degi Jarðar og það sama gerði útgefandinn, Seven Stories Press.

Eftir tæpa þrjá daga er kosið til Alþingis. Ég mæli með því að þeir sem vanræktu Dag Jarðar og Dag bókarinnar rifji upp til dæmis Draumalandið eða Söguna af bláa hnettinum fyrir kosningar. Ryksugandi sölumenn hafa safnað fiðrildadufti, slá ryki í augu, slá um sig og bjóðast til þess að negla sólina fasta yfir Íslandi. Ekki kjósa Gleði-Glaum.

solglaumurwww

Events. Today, 24th of April, is the last day of winter in Iceland, so of course it snowed heavily this morning! Yesterday, 23rd of April, was World Book Day, which is celebrated the whole week in Reykjavik Unesco City of Literature, with many interesting book events. The day before, 22nd of April, was Earth Day. All in all a good reason to celebrate, although every day should be a day of the Earth and a day of a good book. In The Children’s Book Review, The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason was selected on a list of recommended reading on Earth Day. The publisher, Seven Stories Press, also pointed that out.

In less than three days we have parliamentary elections in Iceland. I recommend good reading before voting: two books by Andri Snær: Dreamland: A Self-Help Guide for a Frightened Nation, and The Story of the Blue Planet. I fear that too many will put their vote on Gleesome Goodday and his promises of flying in endless sunlight.