
Bókverk: Dagur jarðar var í gær og Dagur bókarinnar er í dag. Af því tilefni birti ég myndir af bókverkinu Jörð | Earth sem nú er til sýnis KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, BNA. Þar sýnum við ARKIR fjölda bókverka á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem opnaði þar í janúar, en henni lýkur brátt eða 30. apríl.
Hringlaga opnurnar eru eins og sjálfstæð hvel eða jarðarkringlur, en lokuð er bókin fjórðungur úr hring og opnuð getur hún myndað hálfkúlu. Í verkinu eru ljósmyndir af fjölbreytilegu yfirborði jarðar, gjarnan þar sem vindar, frost og snjór, flóð eða þurrkar hafa reynt á þolmörk svarðar og jarðar. Líklega er okkur eðlislægt að leita í gróskumikla, frjósama og blómlega náttúru, en þessi jaðarsvæði eru ekki síður heillandi því þar opinberast oft undraverður sigur lífmagnsins. Orðið jörð hefur margar merkingar sem tengjast órjúfanlega: reikistjarnan jörð, heimkynni okkar, yfirborð jarðar, haglendi, bújörð, jarðvegurinn … – lítið orð með ofurmerkingu.
Book art: Yesterday was Earth Day 2018 and today is the World Book Day. So much to celebrate! I find it proper to post some photos of my little book art piece Jörð | Earth. This artist’s book is currently on display at the book art exhibition BORDERLAND at KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine, USA. There I exhibit along with other members of ARKIR Book Arts Group, but the exhibition is soon coming to an end: closes April 30.
This book is a collection of round shaped images, each one like an orb of its own. Half-open the book forms a hemisphere, closed the form is a quarter of a circle. The photographs show various surfaces of the land, of the ground: the earth. The seasons and the soil, the dirt under our feet, all what deserves to be valued and cherished and given time to observe. We tend instinctively to seek the green, fertile and flourishing nature, but the peripheral areas of the earth: the land where wind and rain, frost and snow, flood and draught make it just about habitable, are no less fascinating, as they so often reveal the amazing victory of life. The word earth has many meanings that are closely linked, indeed a small word with a huge significance!

