Arabísku skrímslin | The Monster series in Arabic

ArabicMonsterBooksweb

♦ Lesið á arabískuMikið væri gaman að kunna arabísku! Ég gat ekki annað hugsað þegar ég fékk í hendur nýju útgáfurnar af skrímslabókunum á þessu fallega og heillandi tungumáli. Það rifjaðist líka upp þessi gagntakandi tilfinning að stara ólæs í bók sem barn og langa til að þekkja galdurinn. Ég er hrædd um að það myndi nú ekki ganga eins greitt að læra að lesa arabískuna, ég kæmist ugglaust hvorki aftur á bak eða áfram! En hafi nú einhver hug á að næla sér í arabískar skrímslabækur þá er um að gera að hafa samband við útgefandann: Al Hudhud Publishing í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fimm titlar eru komnir út. Þýðandi er sýrlendingurinn Lama Ammar, þýðandi og fréttakona. Sjá fleiri fréttir um skrímslin á arabísku: hér og hér.

♦ Monsters in ArabicIt was such a delight to receive my copies of the five titles from the Monster series in Arabic. I so wished I could read that beautiful language! Browsing through the books felt as way back then when I didn’t know how to read but really wanted to get hold of that magic key. I don’t think it would happen as fast now, alas! But for those of you who can read Arabic and would like to get hold of copies of the books, do contact the publisher: Al Hudhud Publishing, based in Dubai in the United Arab Emirates. The Arabic translation is by Lama Ammar, translator and reporter.
Older news on the Arabic translations see here and here.

Page from زغبور وكعبور في الظلام - Monster In the Dark