Ég vil fisk! Upplestur á arabísku | I Want Fish! – “أريد سمكة!”

Upplestur á arabísku: Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hér neðar má sjá myndband af upplestri jórdanska höfundarins og brúðuleikkonunnar Duha Khasawneh – og nú vona ég að ég hafi nafn hennar rétt eftir.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.

Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!

Reading for children: My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. In the video above, the Jordanian writer and puppeteer Duha Khasawneh (I hope I get her name right!) reads the book in Arabic, accompanied by a lively puppet. Enjoy listening!

Ég vil fisk! has already been published in Swedish, Danish, Faroese, Greenlandic and Galician. Reviews and more about I Want Fish! here. Dutch, Spanish, French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008

Dagur bókarinnar | World Book Day 2020

Dagur bókarinnar: Hér tek ég þátt í herferð Evrópska rithöfundaráðsins sem hvatti rithöfunda og þýðendur til að birta táknrænar myndir sér og framlagi sínu til menninga og lista. „Á bak við hverja bók er listamaður“ segir þar – en þar með lýkur upptalningunni ekki því framlag listamannsins skapar fleiri störf. Í „bókabransanum“ starfa ótal stéttir: útgefendur, ritstjórar, prófarkalesarar, umbrotsfólk, prentarar, bóksalar, og þar fram eftir götum. Allt byrjar með sköpun listamannsins.

Ég mæli með bestu sumargjöfinni: góðri bók.


World Book Day: I am participating in EWC’s (European Writer’s Council) campaign on World Book Day 2020 #behindeverybook – to post a photo of me with one of my books – behind it and then with my face visible. Here is the idea:

„Many debates on the policy level are about « sectors » or « the book industry » – but those with whom the book chain begins are individuals, people, personalities. To praise and celebrate these authors, writers and translators, to make the spirits, minds and faces behind every book visible, is the basic idea of #behindeverybook.“

Happy World Book Day! Share a book!


Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Ég vil fisk! has been published in Swedish, Danish, Faroese, Greenlandic, Arabic and Galician. Reviews and more about I Want Fish! here. Spanish, French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008

Ég vil fisk! – á arabísku | I Want Fish! – “أريد سمكة!”

Bók í boði höfundar: Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Vegna farsóttarinnar, sóttkvía og heimaskóla, vilja útgefendur og höfundur leggja sitt að mörkum og því má nú um stundarsakir lesa Ég vil fisk! í ókeypis vefútgáfu.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að lesa:

Ég vil fisk! – á arabísku

Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Quarantine reading: Because of the pandemic, quarantines and homeschooling, many publishers and authors want to make a contribution and offer their books and art for free. My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book can now temporarily be read online at the publishers website. Click the link below to read the book:

أريد سمكة – I Want Fish! – in Arabic


Ég vil fisk! has already been published in Swedish, Danish, Faroese, Greenlandic and Galician. Reviews and more about I Want Fish! here. Spanish, French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Skrímslaleikur | Playing with monsters at the Nordic House

Á bókmenntahátíð: Vinir skrímsla víða að úr veröldinni litu við í Norræna húsinu á sumardaginn fyrsta. Eftir upplestur á íslensku og arabísku úr bókunum um skrímslin var boðið til skrímslasmiðju og tóku bæði yngri og eldri gestir þátt. Túlkur í upplestri var Einar Jónsson, en á skjá mátti lesa myndir og enska þýðingu textanna. Viðburðurinn var hluti af Bókmenntahátíð í Reykjavík

At the Reykjavík Literary FestivalOn The First Day of Summer, April 25th, I gave a reading at the Nordic House in Reykjavík, as well as a workshop where both children and grown-ups took part. This was an Arabic-Icelandic program where I had good help from interpreter Einar Jónsson. We read from the book series about Little Monster and Big Monster in Icelandic and Arabic, while the illustrations and an English translation could be read from a screen. The program was a part of Reykjavík International Literary Festival.

Ljósmyndir | Photos: © Áslaug Jónsdóttir & © Thelma Rós Sigfúsdóttir / Norræna húsið

Börn og bókmenntahátíð | Program for children in Arabic at Reykjavík International Literary Festival

Íslenska og arabíska á bókmenntahátíð: Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, verður börnum flóttamanna og hælisleitenda boðið að fagna sumri með bóklestri og smiðjum í barnabókasafni Norræna hússins. Ásamt arabískumælandi túlki les ég úr bókunum um litla skrímslið og stóra skrímslið og stýri myndlistarsmiðju fyrir skrímslavini. Viðburðurinn er hluti af Bókmenntahátíð í Reykjavík í samstarfi við Rauða krossinn, IBBY á Íslandi og Norræna húsið. Dagskráin hefst kl 14:00 í Norræna húsinu, sumardaginn fyrsta. Sjá hér á Fb. Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík hefst á morgun 24. apríl 2019 og lýkur 27. apríl. Í dag, 23. apríl, má svo fagna Alþjóðlegum degi bókarinnar.

Workshop and reading: Reykjavík International Literary Festival offers an Arabic-Icelandic program for children in the Nordic House on The First Day of Summer, Thursday April 25th. Along with an Arabic interpreter, I will read from the book series about Little Monster and Big Monster. I will also hosts a workshop for monster friends of all ages. Place and time: The Nordic House, April 25 at 2-3 pm. See event on Facebook. The Reykjavík International Literary Festival starts tomorrow, April 24 2019, and runs until April 27. Today, April 23, is the World Book Day – so book lovers rejoice!

Ljósmynd | Photo: http://www.myrin.is

Á bókamessunni í Gautaborg | Göteborg Book Fair 2018

Gunilla Kindstrand, Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir, Linda Bondestam – and monsters.

Ég þáði boð á Gautaborgarmessuna sem haldin var dagana 27.-30. september 2018. Hér koma nokkrir fréttapunktar þaðan.

Norrænir myndheimarEitt af meginþemum kaupstefnunnar voru myndlýsingar og frásagnir í myndum. „Nordiska bildvärldar“ var umfjöllunarefni ólíkra myndhöfunda búsettum á Íslandi, í Finnlandi og Svíþjóð. Við kynntum verk okkar og ræddum mál myndanna og möguleg norræn sérkenni. Það voru höfundarnir Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir og Linda Bondestam. Umræðum stjórnaði Gunilla Kindstrand. Ég mæli eindregið með því að lesendur kynni sér verk þessara listamanna, magnaðar myndlýsingar og bækur.

Nordic visual worldsI was invited to Göteborg Book Fair held September 27‐30, 2018. There I discussed “Nordic images” with Alex Howes, Linda Bondestam, Johan Egerkrans and our moderator Gunilla Kindstrand. Note: If you don’t know the works of these artists I highly recommend their work – check them out! If not their beautiful books then the ever art they have displayed online. Good stuff!


Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna, Kalle Güettler, Áslaug Jónsdóttir.

Plupp og skrímsli – á arabískuSíðari dagskráin sem ég tók þátt í á bókamessunni var tileinkuð arabískum þýðingum barnabóka, en arabíska er nú það tungumál sem er talað af flestum í Svíþjóð á eftir sænsku. Er finnska komin úr öðru sæti í það þriðja. Fimm skrímslabækur komu út árið 2016 hjá Al Hudhud Publishing í Dubai og Ég vil fisk! árið 2017 hjá Al Fulk í Abu Dhabi. Um þetta ræddi ég ásamt Kalle Güettler og Mona Henning, sem er stofnandi bókaútgáfunnar Dar Al-Muna og gefið hefur út fjöldann allan af sænskum barnabókmenntum á arabísku.

Nordic children’s books – in ArabicMy second discussion and introduction at the book fair regarded Arabic translations of Nordic picture- and children’s books. Five books from the Monster series were published by Al Hudhud Publishing í Dubai in 2016 and I Want Fish! in 2017 by Al Fulk í Abu Dhabi. Also, an important subject in Sweden: children’s access to books in their mother tongue, – the Arabic language being Sweden’s second most common language. This talk I did along with my co-author Kalle Güettler and Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna. Mona Henning founded her publishing house in 1984 and has published more than 130 titles of Swedish literature, mostly children’s books.


Íslenskir áheyrendurÞriðji dagskrárliðurinn í Gautaborg var líklega sá skemmtilegasti, en það var að heimsækja hóp Íslendinga: börn, foreldra þeirra og móðurmálskennara, lesa fyrir þau og segja frá í Språkcentrum, tungumálamiðstöðinni í Gautaborg. Dásamlegir áheyrendur sem tóku skrímslum og öðrum skrýtnum verum ákaflega vel.

Reading for Icelandic childrenLast but not the least I was invited to read for Icelandic children living in Göteborg, their parents and teacher of the Icelandic language at the Language Center of Göteborg. Absolutely wonderful audience!

Bækurnar frá ÍslandiBókamessan í Gautaborg er ævinlega gríðarlega vel sótt. Hátt í hundrað þúsund manns renna þar um sali, skoða bækur, selja bækur, kaupa bækur, hlusta á höfunda segja frá. Í básnum hjá OPAL-forlaginu stóð nýjasta bók okkar skrímslahöfundanna á sænsku: Monster i knipa. Vaktina fyrir Ísland stóðu fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Íslandsstofu og bókaútgefenda og sinntu mikilvægu kynningarstarfi, enda þurfa íslenskar bókmenntir á öllum sínum lesendum að halda, bæði nær og fjær.

Books from IcelandThe Göteborg Book Fair is the biggest book fair in Scandinavia, a busy, noisy market place for Nordic literature, but also a festival of books for readers and book lovers in Sweden. I met the splendid publishers at OPAL publishing house, where our Swedish title Monster i knipa was presented. The Icelandic stand at the fair is always popular – run by Icelandic Literature Center, in cooperation with Promote Iceland and Icelandic publishers. A small and energetic group of important advocates for Icelandic literature abroad did good work during hectic days at the bustling fair.

Ljósmyndir | photos: Hrefna Haraldsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Áslaug Jónsdóttir

Arabísku skrímslin | The Monster series in Arabic

ArabicMonsterBooksweb

♦ Lesið á arabískuMikið væri gaman að kunna arabísku! Ég gat ekki annað hugsað þegar ég fékk í hendur nýju útgáfurnar af skrímslabókunum á þessu fallega og heillandi tungumáli. Það rifjaðist líka upp þessi gagntakandi tilfinning að stara ólæs í bók sem barn og langa til að þekkja galdurinn. Ég er hrædd um að það myndi nú ekki ganga eins greitt að læra að lesa arabískuna, ég kæmist ugglaust hvorki aftur á bak eða áfram! En hafi nú einhver hug á að næla sér í arabískar skrímslabækur þá er um að gera að hafa samband við útgefandann: Al Hudhud Publishing í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fimm titlar eru komnir út. Þýðandi er sýrlendingurinn Lama Ammar, þýðandi og fréttakona. Sjá fleiri fréttir um skrímslin á arabísku: hér og hér.

♦ Monsters in ArabicIt was such a delight to receive my copies of the five titles from the Monster series in Arabic. I so wished I could read that beautiful language! Browsing through the books felt as way back then when I didn’t know how to read but really wanted to get hold of that magic key. I don’t think it would happen as fast now, alas! But for those of you who can read Arabic and would like to get hold of copies of the books, do contact the publisher: Al Hudhud Publishing, based in Dubai in the United Arab Emirates. The Arabic translation is by Lama Ammar, translator and reporter.
Older news on the Arabic translations see here and here.

Page from زغبور وكعبور في الظلام - Monster In the Dark