Myndlýsing á jólakort: Barnaheill – Save the Children á Íslandi óskuðu eftir mynd á jólakort ársins sem selt er til styrktar samtökunum og auðvitað varð ég við þeirri bón. Í dag var kortunum pakkað af sjálfboðaliðum frá Íslandsbanka og innan skamms verða þau send til kaupenda og á sölustaði. Það lá beint við að myndefnið væri börn en auk þess notaði ég í myndina laufabrauðið sem gleður bæði unga og aldna á svo margan hátt. Í laufabrauðsskurðinum felst líka þessi fallega hugmynd: að skapa mikið úr litlu, að fegra það sem er annars einfalt og hversdagslegt.
Jólakort Barnaheilla má kaupa víða og einnig má hafa samband við samtökin um heimasíðu þeirra.
Illustration: I was asked to provide an image for a holiday greeting card, published by Barnaheill – Save the Children in Iceland, their annual charity card to be sold in Iceland. Volunteers were packing cards for buyers and stores today and I was happy to see the outcome from the print shop.
The most proper theme for the card was obviously children, but I also made the traditional Icelandic bread: laufabrauð (leaf bread), a big part of the illustration. Laufabrauð is a decorated, thin, fried bread that is especially made and feasted on in the Christmas season. I have always found the cutting of this thin and humble bread extremely satisfying and where everyone, as by magic, can turn something simple and ordinary into a beautiful decorative art.
Ljósmynd | Photo by: Aldís Yngvadóttir – Barnaheill 2017