TMM – kápa og ljóð | Cover illustration and poetry

Ljóð og mynd: Nú á dögunum kom út fyrsta hefti Tímarits Máls á menningar á árinu 2023. Ég á kápumyndina og þrjú ljóð í heftinu. Ég ætla að leyfa mér að mæla með ritinu sem birtir margvíslegt efni: smásögur, ljóð, gagnrýni og pistla. Á tímum athyglisbrests, eða til dæmis á ferðalögum, hefur TMM oft reynst mér góður félagi því þar er að finna eitthvað fyrir allra stunda hæfi: mínútuljóð og kortérskvæði, hálftíma greinar og lengri lestur, – umfram allt gott efni og fjölbreytt.

Kápumyndin er klippimynd / myndblendi með þeirri tækni sem ég hef oft notað: efniviðurinn er endurunnið prentefni, glanstímarit og þess háttar, klippt með skærum, límt. Kolkrabbinn sem spáir í framtíðina er svo ekkert slor, en til alls vís.

Collage and poetry: The first issue 2023 of the Icelandic culture magazine TMM was published recently. I did the cover image and I also have three poems published in this issue. I would like to recommend the magazine for readers of the Icelandic language. It presents a variety of content: short stories, poetry, reviews and articles. In times of constant attention disorders and e.g. during travels, TMM has often proved to be a good companion, because there is something for every occasion and time slot: minute poems and quarter-hour poetry, half-hour chapters and longer articles, – and above all, good content and varied.

The cover illustration is a collage / montage, recycling printed material and magazines. One of my favorite art techniques. The octopus that predicts the future is a clever creature, both all-knowing and ominous …

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2023

 

Áramót – 2022 kvatt: Dálítið dapureygur snjókarl varð að ófleygum snæunga þegar ég tók teiknipennann og hugsaði um nýtt ár og áramótin 2022-2023. Það fellst í því bæði von og beygur að hugsa um nýtt ár sem nýtt upphaf, eins og eitthvað sem getur vaxið og dafnað en líka eitthvað sem er svo órætt og óþroskað. Nýtt ár er útnefnt og krýnt til afreka: við ætlum okkar aldrei lítið, vonum það besta. 

Og desember hefur einkennst af fannfergi og frosthörkum – eftir óvenju mildan nóvember. Halda mætti að svona veðurlýsingar séu þurrar staðreyndir, en það má draga jöfnumerki milli veðurs og sálarlífs: við bölvum meira í ófærð og setjum í herðarnar í kuldanum. Kannski hjálpar að leita að fleiri nýklöktum snæungum þarna úti í sköflunum?

Gleðilegt ár kæru lesendur, gleðilegt ár allir vinir og samstarfsfólk. Ég þakka öllum þeim sem ég hef átt góð og gagnleg samskipti við á árinu, góðum vinum nær og fjær. Ég óska ykkur öllum gæfu á árinu 2023. Hittumst heil!


Farewell 2022! A small, slightly sad-eyed snowman turned into a flightless snow-chick when I scribbled this card and thought about the new year 2023. There is both hope and unease to think of a new year as a new beginning, as something that can grow and prosper but also something that is so uncertain and unformed. A new year is crowned and we hope it will meet our expectations: and our ambitions and wishes are never small.

December has been snowy and cold – after an unusually mild November. You might think that these kinds of weather descriptions are dry facts, but you can draw a parallel between the weather and our inner life: we curse more than usual when we toil with shovels on impassable roads and mutter through scarfs in the cold. No hope for sun with the heavy storm clouds looming over. Maybe one should look for more newly hatched snowbirds out there?

Happy New Year 2023 to all! Happy New Year dear friends and co-workers: I thank you for inspiration and friendship through out the year. I wish you good luck in the year 2023 and I hope we all can make good changes come true. See you soon!

Og svo visnar allt … | After the party

Klippimynd dagsins: Það var kominn tími á klippimynd á blogginu. Ég er hvort eð er eitthvað strand í verkefnunum. Þá er gott að grípa pappír og skæri og hugsa sem minnst. Enda er undirmeðvitundin er ævinlega sístarfandi.

Sumri hallar og allt það. Það hefur verið dálítið veisluglatt, þrátt fyrir risjótt veður og vinda. Brúðkaup og afmæli hafa verið haldin eftir minnst tveggja ára margvíslegar fjarvistir og félagsforðun. Og eftir alla gleðina kemur svo tiltektin, frágangurinn, uppvaskið og uppgjörið. Síðust fara blómin sem visna loks í vösunum.

Collage of the day: It was time for a quick collage for the blog. My projects are a bit stuck anyway. It can be a relief just to grab some paper and scissors and think as little as possible … yet, the subconsciousness is always at work: I have got flowers on my mind.

This summer has been a bit festive, despite the dull, gloomy weather. It has been the time of happy weddings and birthday parties, after more than two long years of various social avoidance caused by the pandemic. And after all the joy and celebrations comes the tidying and cleaning up. Last to go are the flowers that finally wither in the vases.

Skissa/myndlýsing | Sketch/illustration 11.08.2022 ©Áslaug Jónsdóttir

Þorraþræll | Last day of the month of Þorri

Matur og menning: Í dag er þorraþræll, síðasti dagur þorra. Margir tengja gamaldags íslenska hvunndagsrétti þorranum, – og sumir halda að „þorramatur“ og þorrablót hafi verið „fundinn upp“ af vertum í Reykjavík. Það er svona álíka nákæmt og að drauga- og álfasögur hafi verið fundnar upp af túristaleiðsögumönnum. Ýkjurnar tilheyra vissulega sölumennskunni, en grunnurinn á sér mun dýpri rætur, menningarlegar, sögulegar og landfræðilegar. Eins og öll matarmenning í heiminum.

Á hverju ári – sérlega í kringum þorra – dúkka upp þeir sem telja súrmat, reyktan mat og kæstan vera óæti og ómenningu sem við skulum nú hafa þroskast frá sem þjóð. Skrifa jafnvel um það árlegar greinar, einhverskonar manifesto gegn ímynduðum meginstraumi þorrablótsunnenda og ábendingu um að í raun þurfi að fletta ofan af þeim sem þykjast éta súrt og kæst sér til ánægju. Mér myndi aldrei detta í hug að halda því fram að öllum ætti að þykja þessi sami matur góður, því bragðlaukar fólks eru misjafnir og miklu skiptir hvaða mataræði fólk ólst upp við sem börn. Og svo það sé sagt, þá ólst ég upp við ýmsa þessa rétti á borðum vikulega eða daglega, allt eftir árstíma. Sumt þótti mér betra en annað, en ekkert af þeim mat get ég flokkað undir „ómenningu“. Satt best að segja er mér fyrirmunað að skilja æsinginn – til eða frá – yfir jafn sjálfsögðum réttum og nú eru kallaðir „þorramatur“ og sem bera útsjónasemi forferðranna fagurt vitni: hvernig mátti geyma mat og vinna úr árstíðabundinni uppskeru og afla. Það má auðvitað ekki gleymast að ekki síst fiskur fékkst ferskur stóran hluta úr árinu – úr sjó, ám og vötnum, og var dagleg fæða margra. En á norðurhjaranum gengu yfir litlar ísaldir og fiskur eða grasbítar voru því helsti kosturinn: próteinríkt fæði, hert, reykt, þurrkað, kæst, súrsað, saltað, – neytt á þeim árstíma þegar fátt fékkst ferskt. Fæðunnar var eðlilega aflað þegar best var og birgðir unnar fyrir veturinn. Matarsóun óþekkt. Engin af þessum vinnsluaðferðum er einstök, alls staðar í heiminum finnast hliðstæðar verkunaraðferðir sem gera matinn geymsluþolinn, hollari og heilsusamlegri – eða hreinlega ætan þar sem ákveðin ómeltanleg efni eiga í hlut.

Ég veit ekki hvaðan hún kemur þessi heimóttarlega minnimáttarkennd fyrir íslenskri matarsögu – sem er þá einkum borin saman við suður-evrópska matarmenningu, en sjaldnast er farið víðar í samanburðinum, enda ná ferðlög Íslendinga oft ekki lengra en þangað. Og reyndar er þá yfirleitt vísað til þess sem er á borðum þar nú – en ekki aftur í tíma. Mér finnst óskiljanlegt að tala um skort og ómenningu í sömu andrá og súrmat og kæsta skötu, en vera svo æði snokin fyrir niðursoðnu grænmeti í súrum ediklegi eða vel kæstum og grámygluðum ostum. Allt er þetta frábær matur og menningarlegur – en auðvitað aldrei að allra smekk.

Síðastliðið sumar var ég beðin um afnot af nokkrum teikningum sem ég gerði fyrir ritið Súrt og sætt eftir Sigríði Sigurðardóttur, þá safnstjóra í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, en sumar þeirra voru einnig nýttar í smáritið Eldamennska í íslensku torfbæjunum eftir Hallgerði Gísladóttur. Ég var líka beðin um að bæta við myndum – hvar við sögu kom saltfiskur, hákarl og skata. Teikningarnar eru nú hluti af sýningu um matarhefðir, á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði.

Þegar ég vann teikningarnar var mér var í mun að sýna matargleðina eins og ég þekkti hana. Það eru til góðir kokkar og síðri – sama gildir um verkun á matvælum. Þar getur vissulega skilið á milli menningar og ómenningar eða kunnáttu og þekkingarleysis. Matargleði og matarmenning kemur fram í undirbúningi og verkun, tilbúningi og eldamennsku, neyslu og veislu, –  því kynntist ég best hjá fólki sem fann ekki að það hefði skort tómata eða ólífur í lífinu. Það var menning að fylgjast með og taka þátt í þeim verkum og njóta svo matarins.

Verði öllum að góðu – og gleðilega góu!

Illustration: In a stack of papers on my desk I found some old drawings, and a couple of new ones I made last summer, illustrations commissioned for educational purposes in local history museums in Northern Iceland. And since today is Þorraþræll, the last day of the month of Þorri, a month when we like to feast on good traditional food, this was a proper time to post some of these illustrations. (My lengthy text above are my thoughts on different views of „Þorramatur“ – in Icelandic only this time).

According to the old calendar we still have two more winter months a head and tomorrow will be the first day of Góa.

myndlýsingar | illustrations © Áslaug Jónsdóttir

„Vildt charmerende“ | More reviews in Denmark

Skrímslaerjur: Bókasafnsfræðingar hjá Dansk Bibliotekscenter gefa út umsagnir um nýjar bækur og Skrímslaerjur, Monsterklammeri, fær fínan dóm og skrímslin þykja hreinlega mikil sjarmatröll. Í úttekt DBC: segir:

„Bøgerne om Lille Monster og Store Monster er vildt charmerende, og denne bog er ingen undtagelse. Der er store følelser på spil mellem de to gode venner, der oplever en dag, hvor det hele ikke går, som det plejer. Noget, børn kan relatere til. Man kan snakke om uenighed, vrede, dårlig samvittighed og tilgivelse og få en følelse af, at selvom man skændes en enkelt dag, er man stadig gode venner. Både billedsiden og teksten spiller på følelserne med vilde tegninger og store, fede bogstaver, når noget tydeliggøres.“

Bækurnar um skrímslin koma út á dönsku hjá forlaginu Torgard í Kaupmannahöfn og eru þýddar af Hugin Eide. Hér má lesa fleiri dóma.


Book review in DenmarkThe Danish Library Central, DBC, publishes reviews of new books and recommendations for the Danish libraries. Monsterklammeri (Skrímslaerjur / Monster Squabbles) received a good review:

“The books on Little Monster and Big Monster are extremely charming, and this book is no exception. There are big feelings at stake between the two good friends who are experiencing a day when things are not going all too well. Something kids can relate to. It invites discussion about disagreement, anger, bad conscience and forgiveness and the feeling that even if you quarrel a single day, you are still good friends. Both the pictures and the text play on the emotions with wild drawings and big, bold letters when something is of special importance.”

The book series about Little Monster and Big Monster is published in Denmark by Torgard in Copenhagen, translated by Hugin Eide. Read more reviews here.

Tilvitnun úr bókadómi | Quoted book review: @DBC 2020

Hrós í Politiken | Four hearts for Monster Squabbles

Nýr bókadómur um Skrímslaerjur: Sjöunda bókin í bókaröðinni um litla skrímslið og stóra skrímslið kom út á dönsku í lok síðasta árs undir titlinum Monsterklammeri. „Monster-dejlig!“ er fyrirsögnin á bókadómi Steffen Larsen um þrjár barnabækur í Politiken. Stóra skrímslið rólar sér yfir síðuna, en Steffen les myndlýsingar af fagmennsku og skenkir skrímslunum fjögur hjörtu:

„Bøgerne om de to venner er høj klasse. Den underfundige handling fortælles i enkle, markante billeder, klare kulører og grove figurer. Det er utroligt, så meget de massive kroppe kan udtrykke med små enkle vrid af hænder, munde og næser. De danser igennem historien med letbenede tonstunge trin.“ ♥♥♥♥

Bækurnar um skrímslin koma út á dönsku hjá forlaginu Torgard í Kaupmannahöfn, þýddar af Hugin Eide. Skrímslin þakka góðan dóm og láta það ekki á sig fá þó þjóðerni okkar höfundanna og fjölþjóðlegur og norrænn uppruni sagnanna hafi eitthvað skolast til hjá dómaranum. 🇮🇸🇫🇴🇸🇪!

Book review in DenmarkThe Danish newspaper Politiken published a fine review of Monsterklammeri (Skrímslaerjur / Monster Squabbles) this week. The heading reads “Monstrously wonderful!”, as Big Monster swings across the page. Critic Steffen Larsen reads illustrations with somewhat exceptional attention and passes 4 hearts to the two monsters with a nice note:

“The books about the two friends are first class. The subtle action is told in simple, striking images, bright colors and coarse figures. It is incredible how much the massive bodies can express with small simple twists of hands, mouths and noses. They dance through the story with light-footed, clunky steps.” ♥♥♥♥

The book series about Little Monster and Big Monster is published in Denmark by Torgard in Copenhagen, translated by Hugin Eide. For the record: the original series are created and published in three languages, the mother tongues of the three authors: Icelandic, Faroese and Swedish.

Tilvitnun úr bókadómi | Quoted book review: © Steffen Larsen – Politiken, 13.01.2020

Bókaslóðin | The Path of Books

Teikning á sunnudegi: Þegar ég átti leið í bókabúð um daginn og leit yfir borð og bekki með nýútkomnum bókum, þá leið mér ekki ólíkt því sem ég stæði frammi fyrir hlaðborði af girnilegum réttum. Bókabúðir geta haft þessi áhrif, en eins og við önnur hlaðborð, þá gildir að hrúga ekki of miklu á diskinn. Nema hvað, eitthvað var þarna með öðrum hætti en áður í bókabúðinni og ég gat ekki skilgreint það strax. Mér fannst bækurnar fallegri, meira aðlaðandi, gott ef þær ilmuðu ekki betur en venjulega. Samt voru bókakápurnar ósköp misjafnar þegar að var gáð og sumt á hlaðborðinu myndi fráleitt rata á minn disk. En eftir að hafa gluggað í óvenju margar bækur, handleikið fallegar kápur, kjamsað á góðum setningum og dáðst að góðum myndlýsingum og bókahönnun þá áttaði ég mig á því sem öðruvísi var: plastið, fjandans plastið var farið! Í það minnsta af megni nýju bókanna. Loksins. Og þó fyrr hefði verið. Óskiljanlegt hvað þessi óþarfi hefur liðist lengi á Íslandi. Megi plastpökkun bóka aldrei aftur þrífast!

Þetta vistspor í rétta átt er auðvitað bara partur af því sem útgefendur og höfundar og bókahönnuðir þurfa að taka til endurskoðunar. Höfundur nokkur hampaði nýrri bók og sagði mér frá atviki þar sem hann var atyrtur fyrir að gefa út bók á pappír – það væri úrelt og óvistvænt! Það var og. Myndlýsingin hér fyrir ofan er að fullu unnin stafrænt, þar kom pappír hvergi nærri, enginn litur var skolaður úr pensli. En það er ekki þar með sagt að myndin sé vistvæn, þvert á móti skilja raftæki og rafmagnsframleiðsla eftir sig stór vistspor, þó miklar framfarir séu í þeim efnum. Orðin sem ég skrifa á skjáinn, heimasíðan mín á netinu – allt kostar það orku sem er ekki endilega vistvæn. Þó pappír sparist með rafbókum og upplýsingaveitum, þá vex efnisflóðið stöðugt á netinu, með tilheyrandi vistspori. Í samanburði við prentað efni fyrri tíma er stafrænt efni hreint hamfaraflóð, og mikið af því er efni sem engum hefði til hugar komið að setja á prent.

Það virðist gilda nokkurt jafnvægi á útgáfu rafbóka og prentaðra bóka almennt, hvort tveggja hefur kosti og galla. Pappírinn og prentgripurinn hefur enn mikið aðdráttarafl og margvíslegar rannsóknir sýna mun á raflestri og lestri af pappír – pappírsbókinni í vil og gildir það ekki síst um barnabækur. En eftir því sem ég kemst næst er bókaprentun nær alfarið komin úr landi. Fjölmargar prentsmiðjur á Íslandi geta þó flaggað Svansmerkinu og ættu að vera góður kostur fyrir vistvæna útgáfu. Bókapappírinn er vonandi fenginn úr sjálfbærum skógum og framleiddur með ábyrgum hætti. Verða útgefendur, höfundar og neytendur ekki að gera sambærilegar kröfur til menningarefnis og til dæmis matvæla? Hnífurinn stendur þar auðvitað í kúnni því fæstir vilja borga hinn vistvæna brúsa þegar á reynir, hvað sem umræðunni líður. 

Kannski eru allir útgefendur að leggja drög að vistvænni framleiðslu og ég vona að það megi sjá þessi merki og vottun sem víðast. Nú þegar jólabókaflóðið nálgast má gleðjast yfir góðum bókum, en kannski eru metsölutölur ekki það sem metast á um í framtíðinni – heldur hefja til vegs gæði, aukna samfélagsábyrgð og sjálfbæra, vistvæna framleiðslu. Það má láta sig dreyma. Allt sem við nýtum og notum verðum við að geta skilað aftur til jarðar. Bækur þurfa að vera þannig úr garði gerðar að við mættum í raun skilja þær eftir í skóginum – án þess að skaði hljótist af. Þá getum við virkilega notið þeirrar góðu iðju, að gleyma okkur við lestur bóka sem hjálpa okkur að rata um heiminn og heim. 

Sunday illustration: I made this illustration as I pondered over the ecological footprint of books. (This is the very short version of the text above). It is hard to get the facts straight about e-books vs printed books, obviously both use resources and energy. As does this blog, and the digital illustration above. As I see it, it’s not the question of choosing one over the other, but rather to make both kinds as eco-friendly as possible. The printed children’s book still wins over the e-book according to most research concerning engagement, comprehension, vocabulary development, etc. I like the digital media, but I love the paper book, the book as an object. When it comes to printed books we should in theory be able leave the books in the woods, or give them back to nature after their hopefully long life helping us to find our way in world.

Bókaslóðin | The Path of Books – mynd | Illustration: © Áslaug Jónsdóttir 2019

Jólakort fyrir Barnaheill | Holiday card for Save the Children, Iceland

Myndlýsing á jólakortBarnaheill – Save the Children á Íslandi óskuðu eftir mynd á jólakort ársins sem selt er til styrktar samtökunum og auðvitað varð ég við þeirri bón. Í dag var kortunum pakkað af sjálfboðaliðum frá Íslandsbanka og innan skamms verða þau send til kaupenda og á sölustaði. Það lá beint við að myndefnið væri börn en auk þess notaði ég í myndina laufabrauðið sem gleður bæði unga og aldna á svo margan hátt. Í laufabrauðsskurðinum felst líka þessi fallega hugmynd: að skapa mikið úr litlu, að fegra það sem er annars einfalt og hversdagslegt.

Jólakort Barnaheilla má kaupa víða og einnig má hafa samband við samtökin um heimasíðu þeirra.

IllustrationI was asked to provide an image for a holiday greeting card, published by Barnaheill – Save the Children in Iceland, their annual charity card to be sold in Iceland. Volunteers were packing cards for buyers and stores today and I was happy to see the outcome from the print shop.

The most proper theme for the card was obviously children, but I also made the traditional Icelandic bread: laufabrauð (leaf bread), a big part of the illustration. Laufabrauð is a decorated, thin, fried bread that is especially made and feasted on in the Christmas season. I have always found the cutting of this thin and humble bread extremely satisfying and where everyone, as by magic, can turn something simple and ordinary into a beautiful decorative art.

Ljósmynd | Photo by: Aldís Yngvadóttir – Barnaheill 2017