Skrímslaerjur á dönsku | Book release in Denmark!

Ný þýðing og útgáfa: Nú á dögunum kom út hjá forlaginu Torgard í Danmörku ný þýðing á Skrímslaerjum – eða Monsterklammeri upp á dönsku. Þýðandi er Hugin Eide, en bókin var kynnt á dönsku bókamessunni Bogforum í Bella Center í Kaupmannahöfn 15.-17. október. Áður hafa fimm bækur um skrímslin komið út á dönsku og væntanleg innan tíðar er útgáfa á Skrímsli á toppnum eða Monsterhøjder.

Skrímslin birtast einnig á danskri farandútgáfu af upplifunarsýningunni „Skrímslin bjóða heim·“, – sýningunni „Store Monster Lille Monster“ sem er hluti af sýningarröðinni Fang fortællingen. Sýninguna um skrímslin er nú að finna í aðalsafninu í Lyngby frá 2. nóvember til 12. janúar 2020.

New translation – book releaseA new translation of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) has just been released in Denmark by the title Monsterklammeri, translated by Hugin Eide at Torgard publishing. This is the sixth book from the monster series that has been translated and published in Danish.

In Denmark the monsters series can also be experienced through a small version of the exhibition A Visit to the Monsters, called “Store Monster Lille Monster’ (‘Big Monster Little Monster’), now a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The exhibition about Little Monster and Big Monster is now at the city library of Lyngby, a township close to Copenhagen, from 2nd of November to 12th of January 2020.
🔗 More about the monster series here: and about the authors and the collaboration here.

Birt með leyfi | with permission: 🔗 Ljósmyndir | Photos © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne.