Skrímsli hér og þar | Monsters out and about

Skrímsli á ferð! Bækurnar um skrímslin hafa komið út á ýmsum tungumálum og það er alltaf gaman þegar þeirra er getið af góðu. Í heimsfaraldrinum hefur miðlun sagna til barna verið mikilvæg og menningarstofnanir og bókavefir lagt sig fram um að benda á gott efni fyrir börn. Hér eru nokkrir af nýrri tenglum á vefnum þar sem skrímslin koma við sögu.

Monsters on the move! The book series about Little Monster and Big Monster has been published in various languages ​​and it is always a joy to follow their travels around the world. During the pandemic, storytelling and online presentation of literature for children has been important and cultural institutions and book bloggers have made an effort to point out good books for children. Below is a selection of recent links to sites where books from the Monster series play a role.


SVÍÞJÓÐ: Sænska ríkisútvarpið er hér með skemmtilegan lestur á Nej! sa lilla monster í barnaútvarpi Sveriges Radio. Leiklestur og hljóðmyndir koma í stað myndlýsinganna og það heppnast furðu vel.

SWEDEN: The National Public Radio in Sweden has made a nice reading of No! Said Little Monster – Nej! sa lilla monster í – on their children’s radio. Dramatic reading and sound effects make up for the lack of illustrations.

FINNLAND: Finnska fréttablaðið Maaseudun Tulevaisuus fjallar í grein um það að takast á við ótta og myrkur í öruggu skjóli barnabóka, þar sem mælt er með Ei! sanoi pieni hirviö, (Nei! sagði litla skrímslið) sem kom út hjá Pieni Karhu í þýðingu Sari Peltonen.

FINLAND: In an article in the Finnish newspaper Maaseudun Tulevaisuus, Aura Pilkama covers the issue of dealing with fear and danger in the safe environment of children’s books. And one of her recommendations is Ei! sanoi pieni hirviö, (No! Said Little Monster), published by Pieni Karhu and translated by Sari Peltonen.

DANMÖRK: Monsterklammeri (Skrímslaerjur) fékk góða dóma í Danmörku á síðasta ári bæði hjá Politiken og Dansk Bibliotekscenter og á Litteratursiden. Hjá Køge bibliotek var bókin svo talin upp í lista yfir bestu myndabækur ársins. Útgefandi er Torgard, þýðandi Hugin Eide.

DENMARK: Monsterklammeri (Monster Squabbles) received fine reviews last year in Politiken newspaper and the Danish Library Center as well as the literature site Litteratursiden. At Køge Library it was listed as one of the best picture books of the year. Published by Torgard, translated by Hugin Eide.

KÓLUMBÍA: Stofnunin AR Fundación í Kólumbíu útbjó þessa sögustund með spænskum upplestri á Los monstruos grandes no lloran (Stór skrímsli gráta ekki).

COLOMBIA: The AR Fundación in Colombia had a story time with a Spanish reading of Los monstruos grandes no lloran (Big Monsters Don’t Cry).

LITHÁEN: Litháíski bókmenntagagnrýnandinn Eglė Baliutavičiūtė skrifar á bókmenntavefinn sinn og mælir með skrímslabókunum tveimur: Dideli pabaisiukai neverkia og Mažasis Pabaisiukas sako Ne! sem komu út hjá Burokėlis í þýðingu Jurgita Marija Abraitytė.

LITHUANIA: On her website, the Lithuanian literary critic Eglė Baliutavičiūtė recommends the two monster books: Dideli pabaisiukai neverkia and Mažasis Pabaisiukas sako Ne! published by Burokėlis, translated by Jurgita Marija Abraitytė.

LETTLAND: Sýningin Barnabókaflóðið var eitt af dagskráratriðum á bókmenntahátíðinni Mýrinni í Norræna húsinu árið 2018. Sýningin var hönnuð af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur og nú hefur lettnesk útgáfa sýningarinnar: „Grāmatu plūdi – Ziemeļi satiek Baltiju bērnu grāmatās“, verið tilnefnd til Lettnesku hönnunarverðlaunanna. Á sýningunni, sem sett var upp síðasta haust í lettnesku þjóðarbókhlöðunni, Latvijas Nacionālo bibliotēku, flæddu saman norrænar og baltneskar barnabókmenntir og skrímslin áttu þar sinn sess. Í myndbandinu hér fyrir neðan má einmitt hlusta á upplestur á Briesmonītis teica Nē! (Nei! sagði litla skrímslið), sem kom út hjá Liels un mazs í þýðingu Dens Dimiņš.

LATVIA: The exhibition “Barnabókaflóðið” (The Children’s Book Flood) was a successful event at the International Children’s Literature Festival Mýrin in the Nordic house in Reykjavík in 2018. The exhibition was designed by Kristín Ragna Gunnarsdóttir, and now a Latvian version “Grāmatu plūdi – Ziemeļi satiek Baltiju bērnu grāmatās“ – has been nominatied for the Latvian Design Award. The exhibition, which was set up last autumn at the Latvian National Library, Latvijas Nacionālo bibliotēku, brought together Nordic and Baltic children’s literature, where the monsters had their place. In the video below you can listen to a reading of: Briesmonītis teica Nē! (No! Said the little monster), published by Liels un mazs, translated by Dens Dimiņš.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


„Vildt charmerende“ | More reviews in Denmark

Skrímslaerjur: Bókasafnsfræðingar hjá Dansk Bibliotekscenter gefa út umsagnir um nýjar bækur og Skrímslaerjur, Monsterklammeri, fær fínan dóm og skrímslin þykja hreinlega mikil sjarmatröll. Í úttekt DBC: segir:

„Bøgerne om Lille Monster og Store Monster er vildt charmerende, og denne bog er ingen undtagelse. Der er store følelser på spil mellem de to gode venner, der oplever en dag, hvor det hele ikke går, som det plejer. Noget, børn kan relatere til. Man kan snakke om uenighed, vrede, dårlig samvittighed og tilgivelse og få en følelse af, at selvom man skændes en enkelt dag, er man stadig gode venner. Både billedsiden og teksten spiller på følelserne med vilde tegninger og store, fede bogstaver, når noget tydeliggøres.“

Bækurnar um skrímslin koma út á dönsku hjá forlaginu Torgard í Kaupmannahöfn og eru þýddar af Hugin Eide. Hér má lesa fleiri dóma.


Book review in DenmarkThe Danish Library Central, DBC, publishes reviews of new books and recommendations for the Danish libraries. Monsterklammeri (Skrímslaerjur / Monster Squabbles) received a good review:

“The books on Little Monster and Big Monster are extremely charming, and this book is no exception. There are big feelings at stake between the two good friends who are experiencing a day when things are not going all too well. Something kids can relate to. It invites discussion about disagreement, anger, bad conscience and forgiveness and the feeling that even if you quarrel a single day, you are still good friends. Both the pictures and the text play on the emotions with wild drawings and big, bold letters when something is of special importance.”

The book series about Little Monster and Big Monster is published in Denmark by Torgard in Copenhagen, translated by Hugin Eide. Read more reviews here.

Tilvitnun úr bókadómi | Quoted book review: @DBC 2020

Hrós í Politiken | Four hearts for Monster Squabbles

Nýr bókadómur um Skrímslaerjur: Sjöunda bókin í bókaröðinni um litla skrímslið og stóra skrímslið kom út á dönsku í lok síðasta árs undir titlinum Monsterklammeri. „Monster-dejlig!“ er fyrirsögnin á bókadómi Steffen Larsen um þrjár barnabækur í Politiken. Stóra skrímslið rólar sér yfir síðuna, en Steffen les myndlýsingar af fagmennsku og skenkir skrímslunum fjögur hjörtu:

„Bøgerne om de to venner er høj klasse. Den underfundige handling fortælles i enkle, markante billeder, klare kulører og grove figurer. Det er utroligt, så meget de massive kroppe kan udtrykke med små enkle vrid af hænder, munde og næser. De danser igennem historien med letbenede tonstunge trin.“ ♥♥♥♥

Bækurnar um skrímslin koma út á dönsku hjá forlaginu Torgard í Kaupmannahöfn, þýddar af Hugin Eide. Skrímslin þakka góðan dóm og láta það ekki á sig fá þó þjóðerni okkar höfundanna og fjölþjóðlegur og norrænn uppruni sagnanna hafi eitthvað skolast til hjá dómaranum. 🇮🇸🇫🇴🇸🇪!

Book review in DenmarkThe Danish newspaper Politiken published a fine review of Monsterklammeri (Skrímslaerjur / Monster Squabbles) this week. The heading reads “Monstrously wonderful!”, as Big Monster swings across the page. Critic Steffen Larsen reads illustrations with somewhat exceptional attention and passes 4 hearts to the two monsters with a nice note:

“The books about the two friends are first class. The subtle action is told in simple, striking images, bright colors and coarse figures. It is incredible how much the massive bodies can express with small simple twists of hands, mouths and noses. They dance through the story with light-footed, clunky steps.” ♥♥♥♥

The book series about Little Monster and Big Monster is published in Denmark by Torgard in Copenhagen, translated by Hugin Eide. For the record: the original series are created and published in three languages, the mother tongues of the three authors: Icelandic, Faroese and Swedish.

Tilvitnun úr bókadómi | Quoted book review: © Steffen Larsen – Politiken, 13.01.2020

Skrímslaerjur á dönsku | Book release in Denmark!

Ný þýðing og útgáfa: Nú á dögunum kom út hjá forlaginu Torgard í Danmörku ný þýðing á Skrímslaerjum – eða Monsterklammeri upp á dönsku. Þýðandi er Hugin Eide, en bókin var kynnt á dönsku bókamessunni Bogforum í Bella Center í Kaupmannahöfn 15.-17. október. Áður hafa fimm bækur um skrímslin komið út á dönsku og væntanleg innan tíðar er útgáfa á Skrímsli á toppnum eða Monsterhøjder.

Skrímslin birtast einnig á danskri farandútgáfu af upplifunarsýningunni „Skrímslin bjóða heim·“, – sýningunni „Store Monster Lille Monster“ sem er hluti af sýningarröðinni Fang fortællingen. Sýninguna um skrímslin er nú að finna í aðalsafninu í Lyngby frá 2. nóvember til 12. janúar 2020.

New translation – book releaseA new translation of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) has just been released in Denmark by the title Monsterklammeri, translated by Hugin Eide at Torgard publishing. This is the sixth book from the monster series that has been translated and published in Danish.

In Denmark the monsters series can also be experienced through a small version of the exhibition A Visit to the Monsters, called “Store Monster Lille Monster’ (‘Big Monster Little Monster’), now a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The exhibition about Little Monster and Big Monster is now at the city library of Lyngby, a township close to Copenhagen, from 2nd of November to 12th of January 2020.
🔗 More about the monster series here: and about the authors and the collaboration here.

Birt með leyfi | with permission: 🔗 Ljósmyndir | Photos © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne.

Skrímslaerjur í bókasafnsviku | The Nordic Library Week 2014

Skrímslaerjur

♦ Bókatíðindi: Myndabókin Skrímslaerjur hefur verið valin til upplestrar í Norrænu bókasafnsvikunni 2014, en tilkynnt var um bókavalið á heimasíðu verkefnisins fyrir skemmstu. Þema ársins er hið norræna tröllakyn og bækurnar sem urðu fyrir valinu eru:

  • Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Jansson
  • Tröll eftir Stefan Spjut

Norræna bókasafnsvikan hefst með upplestri úr þessum bókum þann 10. nóvember 2014. Þá viku geta öll bókasöfn á Norðurlöndum og Baltnesku löndunum nálgast efni úr bókunum til lestrar á allt að 14 tungumálum. Árið 2013 tóku yfir 1500 bókasöfn og skólar þátt í verkefninu. Þess má geta að árið 2010 var Sagan af bláa hnettinum ein af bókum ársins, undir þemanu: „Töfraheimar Norðursins“.

♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row has been selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014. A selection of three books has just been announced on the project’s homepage. The theme is trolls and similar creatures. The selected books are:

  • Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Moominpappa at Sea by Tove Jansson
  • Troll by Stefan Spjut

This celebration of Nordic books, libraries and reading starts on November 10. 2014, when illustrations and texts from these books will be available in up to 14 languages. Last year this event took place with the participation of more than 1500 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland.

Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE.

bibliotek.org