Botnsdalur og berjamór | Hikes in August

Síðsumar: Ég gekk að Glym í Botnsdal í góðum félagsskap í vikunni sem leið. Við gengum upp aflíðandi hryggina í NV-hlíðum dalsins, milli Hraunhellisgils og Svörtugjár og komum þar að fossinum ofarlega. Óðum ánna fyrir ofan fossinn eins og fara gerir og svo niður gönguleiðina SA-megin gljúfursins. Sú leið er brött og hrikaleg en stígar víða hlaðnir tröppum og með haldreipum. Og þar sést fossinn í öllu sínu veldi. Fossinn er um 200 metra hár og sannarlega ferðar virði.

Glymur waterfall: I hiked to Glymur waterfall (ca 650 ft) in Botnsdalur in good company last week. We took the trail up the ridge on the NW slopes of the valley, between Hraunhellisgil and Svartagjá, and came to the waterfall at the top. We crossed the river above the waterfall (wading the icecold, rapid flowing river) and then descended along the main trail on the SE side of the canyon. That trail is steep and rugged, but the path has also been paved with stone steps and ropes for guide and support. On the east side you can see the waterfall in all its glory. A hike definitely worth the trip.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.


Búsetuminjar: Í skógarlundum í Botnsdal standa minjar um búskaparhætti frá síðustu öld. Minnisvarðar um nýtni, útsjónasemi og líf í harðbýlu landi.

Old farm ruins: As in many remote places in Iceland you find in Botnsdalur abandoned farms, where life was hard and in the end did not fit the demands of modern life.


Berjamór! Þó sól og þurrkur hafi ekki verið áberandi á SV-landinu er allur gróður er þroskamikill eftir hlýtt sumar. Berin eru að verða fullþroskuð, krækiberin stór og falleg og bláber á góðri leið í Skorradalnum.

Berry picking! After two summers without any wild berries on my plate I was happy to spend few hours picking bilberries and crowberries. Ah, the wonderful taste of late summer in Skorradalur!

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 05.08.2025 / 07.08.2025

Dagur íslenskrar náttúru 2024 | Icelandic Nature Day 2024

Náttúran: Íslensk náttúra er margslungin og fjölbreytt. Við alla nánari skoðun er hún auðugri og aðdáunarverðari en flesta grunar við fyrstu sýn. Á hrjóstrugu og eyðilegu holti má finna fleiri blómtegundir, grös, mosa og skófir en á grænni grundum. Á opnum svæðum eins og heiðum og holtum verpa fjölmargar fuglategundir í merkilegu samlífi. Þarna þykir mörgum kjörið að sá lúpínu, grænþvo samvisku sína með skógrækt, reisa vindmyllugarða eða stunda viðlíka gróðabrall með vind, vatn og jarðefni. Allsstaðar er sótt að náttúrunni með byggingum, virkjunum, námugreftri og stóriðjubúskap á láði og legi og andvaraleysið með ólíkindum. Náttúruvernd er ekki gæluverkefni náttúruunnenda heldur forsenda lífs á jörðunni. Til hamingju með daginn.

Nature: Icelandic nature is complex and diverse. On closer inspection, it is richer and more admirable than most people suspect at first glance. On barren and desolate ground you can find more types of plants, flowers, grasses and mosses than on greener grounds. In open areas such as heaths and hollows, numerous bird species nest in a remarkable symbiosis. There, many people find it ideal to sow lupine, sell grounds for planting trees for greenwash, build wind turbine farms or engage in similar profiteering with water and mining. Everywhere, nature is under attack for buildings, power plants, mining and large-scale industrial agriculture and fish farming, and the lack of awareness is unbelievable. Nature conservation is not a hobby for nature lovers, but a prerequisite for life on earth. Happy Icelandic Nature Day – every day.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.08.2024

Lækur | Icelandic farm

Þetta fallega býli er Lækur í Leirársveit. Alla mína bernsku bjuggu þar þeir góðu bændur hjónin Einar Helgason og föðursystir mín Vilborg Kristófersdóttir. Í dag er Villa frænka borin til grafar og nú verða kaflaskil á Læk. Ég er þakklát fyrir allan velviljann og vináttuna sem þau hjónin sýndu og hugsa með hlýjum huga til stundanna við eldhúsborðið hjá Villu. Kveð hana með mynd úr Lækjarnesinu, hvar óx þessi fallegi brúskur af beitilyngi.

Minningargrein okkar Melaleitissystra um Vilborgu mun birtast í Morgunblaðinu.

This is my farewell to my aunt (born 1923) who passed away last week and will be buried today. This was her beautiful farm, where livestock and wildlife, cropland and wild nature was cherished alike. I will miss her.

Hér og hér eru fleiri myndir sem ég tók í Lækjarnesinu 2014.
Here and here are more photos I took at Lækur farm.

Ljósmyndir teknar | Photos date: 15.08.2019 / 14.08.2014