Þar gala gaukar, þar spretta laukar | Visiting Bjarnarfjörður

Bjarnafjordur-M-erla-27juli2015

Máríuerla – Motacilla alba – White wagtail at Hótel Laugarhóll

♦ FöstudagsmyndirÞað er af svo firna mörgu að taka þegar lofa skal Strandirnar með ljósmyndum. Ég ætla að nefna Bjarnarfjörð í þetta sinn. Ég gisti á Hótel Laugarhóli, hvar sængurfötin ilma af sól og laugarvatnið er laust við eitur; þar gengur klukkan hægar og ferðamannastraumurinn er mátulegur, rétt eins og hitinn í Gvendarlaug hins góða; og maturinn (sem er ferskur og ljúffengur) og tónlistin í matsalnum (sem skiptir miklu máli!) gerir mann einfaldlega hamingjusamari. Takk fyrir mig.

Og svo fékk ég að sjá undrið: ávextina sem vaxa þar á Ströndum norður. Ef ég hef það rétt eftir, þá leiddist ungum bóndasyni í Bjarnarfirði að horfa á gamalt loðdýrabú grotna niður á býli í nágrenninu, en þess háttar skemmur hefur mátt finna víða um land eftir hörmulegar tilraunir til verksmiðjubúskapar. Bóndasonurinn fékk að rífa skemmuna. Hann sagaði niður steyptan grunninn og reif sundur grindina. Flutti allt til síns heima og raðaði upp á nýjan leik. Klæddi grindina gróðurhúsaplasti og hóf að gróðursetja og rækta matjurtir, ávaxtatré og -runna. Þar sem loðdýrin hefðu ella hringsnúist kveinandi, glóa nú aldin af ýmsum toga. Ja, hvað segið þið þá?

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Smyrill – Merlin – Falco columbarius

Smyrill – Merlin – Falco columbarius

♦ Photo FridayI spent a day in Bjarnarfjörður in July, staying at Laugarhóll Hotel, a place I highly recommend for lovers of bird life, hot baths, good food, relaxed atmosphere, beautiful nature, great hosts and service.

And then there was this extra surprise: I good friend gave us a tour to a neighbour farm where I found an oasis of fruit trees and berry bushes: a green house rebuilt from a former mink/fox house. What a pleasant sight! And how right this course of things seemed, from the saddest “farming” of all, to the most beguiling one!

Bjarnafjordur-Svh4-27juli2015

Plómurækt í Bjarnarfirði – Growing plums near The Arctic Circle

Bjarnafjordur-Svh527juli2015

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27.07.2015