Fuglasögur | Bird stories

Föstudagsmyndir: Maí og júní – þetta eru mánuðirnir sem fuglalífið er hvað áhugaverðast á Íslandi. Farfuglar fljúga að víðsvegar úr heiminum, fuglasöngur og hreiðurgerð tekur við og ungar klekjast úr eggjum. Nema þegar illa fer. Maí var ekki beinlínis þokkalegur á suðvesturhorninu – það var svalt, vinda- og rigningasamt. Síðla í maí skall á vestanóveður sem stóð lengi og þá máttu lundar og ýmsir sjófuglar sín lítils á hafi úti. Lundum og fleiri svartfuglum skolaði dauðum á land í hundraða tali. Það var sorglegt að ganga fjörur vikurnar eftir illviðrið. Tíðari og öfgafyllri veður eru náttúrunni ekki til framdráttar. 

⬆︎ Lundi – Atlantic puffin (Fratercula arctica).
⬇︎ Súla – Northern gannet (Morus bassanus) .

Friday Photos: May and June – these are the months when the bird life in Iceland is most interesting. Migratory birds fly in from all over the world, birdsong and nest building take over and chicks hatch from eggs. Except when things go wrong. The month of May was not exactly pleasant in the south west of Iceland – it was cold, windy and rainy. At the end of May, there was a westerly storm that lasted for a long time, making survival for puffins and various seabirds very tough. Dead puffins and other blackbirds washed ashore by the hundreds. It was extremely sad to walk the beaches the weeks after the storm. More frequent and extreme weather patterns are making life bleak for many species. 

En gleðilegra var að rekast á brandendur í hlaðvarpanum einn morguninn og ekki var síður gaman að fá heimsókn af æðarkollu og blika undir húsvegg eitt kvöldið. Nokkrum dögum síðar rakst ég á hreiður kollunnar undir fjárhúsvegg. Þar taldi hún sig eiga skjól fyrir varginum, sem var búinn að ræna bæði æðar- og gæsahreiður nær sjónum. Við munum gera okkar besta til að styggja ekki þennan góða gest og vonum að ungarnir nái að klekjast út. 

A more happier encounter was finding the common shelducks resting close to our farmhouse. And an eider duck visited our house one evening, followed by her mate. Few days later I found her nest with four eggs by our old barn. There she hopes she is safe from the greedy seagulls, ravens and the eagle that have already pillaged nests of eiders and geese close by. We will do our best to not to disturb our good guest, only three more weeks to go!

⬇︎ Brandönd – Common shelduck (Tadorna tadorna).

⬇︎ Æðarkolla – Common eider, (Somateria mollissima).

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 02.06 – 10.06.2023

Á flugi í frosthörkunum | Snow buntings

Föstudags-fuglamyndir! Mér hefur þótt æ sjaldgæfara að sjá stóra hópa af snjótittlingum, að minnsta kosti á SV-horni landsins, svo það var gaman að rekast á þennan hóp í byrjun janúar. Snjótittlingurinn er elskulegastur allra fugla á vetrum, tístið er svo glatt, flugið skemmtilegt og spektin, iðið og trítlið á grundinni gera þá ótmótstæðilega. Snjótittlingar (Plectrophenax nivalissólskríkjur að sumri) eru fræætur og duglegir að bjarga sér ef þeir komast í hverskonar fræ, grasfræ í moði og kornleifar á ökrum, svo næg fæða ætti að standa til boða, svo fremi að ekki séu hagbönn.

Photo Friday: These are favorite birds in winter time: the lovely snow buntings (Plectrophenax nivalis). Their happy tweet, joyful flight and busy running around in the burning cold and gloomy light makes them irresistible. They seem less common than before, at least in my parts of the country. This is perhaps due to climate changes, since big groups migrate from Greenland to Iceland in winter – while others migrate from Iceland to Scotland. Hard to tell. The snow bunting eats various seeds and there is plentiful around in the fields in the area, as long as the snow doesn’t get too deep.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.01.2020

Sumarsólstöður | Sterna paradisaea – Bird of the sun

Föstudagsmyndin: Enn kemur hún hingað, krían, þessi magnaði fugl sem flýgur póla á milli og freistar gæfunnar í svölu norðrinu á hverju sumri. Sannur sólarfugl sem ár hvert nýtur birtu tveggja sumra. Myndirnar eru teknar um miðnætti 21. – 22. júní við Melaleiti, en þar leggja kríurnar flugleið sína með ströndum á kvöldin, milli varpsvæða og fæðusvæða. Krían er einstakur flugfugl, hvernig sem á það er litið. Raunar er tilvera kríunnar hreint undur, ekki síst þegar litið er til sífellt brothættari vistkerfa jarðar. Líf hennar er vissulega „eilíft kraftaverk“.

Photo FridayThe arctic tern, Sterna paradisaea, was busy as always at summer solstice. I caught the terns flying pass our farm at midnight, while the sun was setting behind Snæfellsnes mountain range. There are some small colonies of arctic terns in our area and the nearby Grunnafjörður mudflat/estuary is an important feeding ground for many birds. The amazing kría, a magnificent flyer and a follower of light, is worth celebrating, no less than summer solstice. Her return to the cold north, migrating from the Antarctica, as earth’s vulnerable ecosystems tremble, is a true miracle.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21.06.2019 – 11:54 pm … 00:12 am 22.06.2019

Sólríkir dagar í sumarbyrjun | Early days of summer

Föstudagsmyndir – farfuglar: Vefsíðunni hefur lítið verið sinnt undanfarnar vikur og mánuði. Ég þyrfti margar hendur til að vinna að öllu því sem ég vildi – svo ekki sé minnst á mörg höfuð. Hah! En þá er kannski kominn tími til að líta til fugla himinsins. Þessi Máríuerla (Motacilla alba) safnar vissulega ekki í hlöður – hún býr í hlöðu. Af og til flýgur hún af hreiðrinu og út og tilkynnir þá óðamála að allt sé samkvæmt áætlun. Og þó ég geti ekki alveg tekið undir það fyrir mitt leyti, þá erum við báðar ánægðar með sólina sem í svalri norðanáttinni vermir svo vel sunnanundir vegg.

Í vor hafa brandendur (Tadorna tadorna) annað slagið staldrað við á bökkunum við Melaleiti og það er ekki annað hægt að dást að þessum skrautlega fugli eins og karlinum hér neðst. Brandönd var sjaldséður gestur en er nú orðin varpfugl við árósa í Borgarfirði og víðar.

Photo Friday – Birds of passage: I have neglected my website last weeks and months, wishing I had extra hands or some spare thoughts to get more things done… So looking at the birds of the air might be a good and healthy thing, like the white wagtail (Motacilla alba), that indeed does not gather into barns, but nests in a barn. Regularly she comes out of the barn and tweets and twitters that all is going according to plan. Although I cannot agree for my part, we both like the warmth of the sun by the south facing wall, while cold dry winds blow from north.

Common shelducks (Tadorna tadorna) are not common at all in Iceland, although they are now settling in parts of Iceland and finding nesting grounds close to the rivers estuaries in Borgarfjörður, close to our family farm. In the spring they often have a stop at the cliff edges, looking over the bay, before they head further, – like this handsome male bird.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 21/22/23.05.2019

Vetrarsólhvörf | The shortest day

VetrarsólstöðurFallegur dagur og friðsælt við Bakkavík á Seltjarnarnesi. Sólris var kl 11:22 í Reykjavík, en það var ekki fyrr en um það bil hálftíma síðar að sólin kíkti upp yfir fjallgarðinn. Á morgun má fagna því að dag fer aftur að lengja.

Winter solsticeA few photos from today, 21. December, the shortest day of the year. I had a nice walk in Seltjarnarnes, watching the sunrise at around 12 o’clock (In Reykjavík: sunrise at 11:22 am, sunset at 3:29 pm). Tomorrow we can celebrate a longer day… by 3 seconds!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21.12.2018

Þar gala gaukar, þar spretta laukar | Visiting Bjarnarfjörður

Bjarnafjordur-M-erla-27juli2015

Máríuerla – Motacilla alba – White wagtail at Hótel Laugarhóll

♦ FöstudagsmyndirÞað er af svo firna mörgu að taka þegar lofa skal Strandirnar með ljósmyndum. Ég ætla að nefna Bjarnarfjörð í þetta sinn. Ég gisti á Hótel Laugarhóli, hvar sængurfötin ilma af sól og laugarvatnið er laust við eitur; þar gengur klukkan hægar og ferðamannastraumurinn er mátulegur, rétt eins og hitinn í Gvendarlaug hins góða; og maturinn (sem er ferskur og ljúffengur) og tónlistin í matsalnum (sem skiptir miklu máli!) gerir mann einfaldlega hamingjusamari. Takk fyrir mig.

Og svo fékk ég að sjá undrið: ávextina sem vaxa þar á Ströndum norður. Ef ég hef það rétt eftir, þá leiddist ungum bóndasyni í Bjarnarfirði að horfa á gamalt loðdýrabú grotna niður á býli í nágrenninu, en þess háttar skemmur hefur mátt finna víða um land eftir hörmulegar tilraunir til verksmiðjubúskapar. Bóndasonurinn fékk að rífa skemmuna. Hann sagaði niður steyptan grunninn og reif sundur grindina. Flutti allt til síns heima og raðaði upp á nýjan leik. Klæddi grindina gróðurhúsaplasti og hóf að gróðursetja og rækta matjurtir, ávaxtatré og -runna. Þar sem loðdýrin hefðu ella hringsnúist kveinandi, glóa nú aldin af ýmsum toga. Ja, hvað segið þið þá?

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Smyrill – Merlin – Falco columbarius

Smyrill – Merlin – Falco columbarius

♦ Photo FridayI spent a day in Bjarnarfjörður in July, staying at Laugarhóll Hotel, a place I highly recommend for lovers of bird life, hot baths, good food, relaxed atmosphere, beautiful nature, great hosts and service.

And then there was this extra surprise: I good friend gave us a tour to a neighbour farm where I found an oasis of fruit trees and berry bushes: a green house rebuilt from a former mink/fox house. What a pleasant sight! And how right this course of things seemed, from the saddest “farming” of all, to the most beguiling one!

Bjarnafjordur-Svh4-27juli2015

Plómurækt í Bjarnarfirði – Growing plums near The Arctic Circle

Bjarnafjordur-Svh527juli2015

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27.07.2015

Vormyndir | Spring photos

Falki 23mai2015 AslaugJ 1

Falki 23mai2015 AslaugJ 2

♦ Föstudagsmyndir: Eins og lesendur síðunnar minnar ugglaust vita, þá er ég haldin þeirri áráttu að taka myndir af fuglum. Næst á listanum yfir vinsælt myndefni úr dýraríkinu eru hross, en það kemur reyndar til af mun praktískari ástæðum. Myndirnar af folöldunum hér fyrir neðan tók ég fyrir Viljahesta – sem er hrossarækt eiginmannsins.

Fálkinn hér fyrir ofan virtist heldur tætingslegur. Reyndar grunar mig að hann sé bæklaður á vinstra fæti, sem hann tyllti ekki í, þar sem hann sat um stund á staur og fylgdist með múkkanum í Melabökkunum.

♦ Photo FridayReaders of my blog know that I am an avid photographer of birds although my photos do not come anywhere close to the quality the professional bird photography you see all around. Still, I can’t help myself.

Above is a ruffled gyrfalcon (Falco rusticolus islandicus) that rested for a while on fence pole, looking over the sea and the cliffs where the arctic fulmars (Fulmarus glacialis) are nesting. I think the falcon might have hurt his left leg, as he kept it curled up when he sat down – and not quite in control when flying. This could explain the tattered, hungry look.

And then there are the horses, that I photograph a lot. Although my intentions there are far more practical. The photos below were taken for the site Viljahestar, portraying my husbands horse breeding, at the family farm Melaleiti.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Ætt-24mai2015

Nót-31mai2015-5

Fleiri folöld og hross á Viljahestar.com | For more foals and horses see: Viljahestar.com

Tildra og margæs | Ruddy turnstone and Brent goose

1maiKVil

♦ Föstudagsmyndin: Fallegur fyrsti maí. Á Seltjarnarnesi hitti ég fyrir fallega fargesti: margæsahóp (Branta bernicla hrota) og eina staka tildru (Arenaria interpres).

♦ Photo FridayIt was a beautiful day, the first of May. I was busy at my desk all day but took a short stroll at Seltjarnarnes. I met this solo ruddy turnstone (Arenaria interpres) and a flock of brent geese (Branta bernicla hrota), stopping over on their way further north for the summer.

Tildra©AslaugJ

Margæsir©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 01.05.2015

Í felulitum | A golden plover in my garden

Lóa-26042015

♦ Fugl dagsins: Lóur kvökuðu í kuldanum á Melhaganum í dag. Það var frost og fjúk í lofti og værukærir Vesturbæjarkettir kúrðu inni, sem betur fer. En annars eru felulitir lóunnar aðdáunarverðir, hæfa ákaflega vel í óræktargörðum og úthögum.

♦ Bird of the dayThe bringer of spring, the European golden plover (Pluvialis apricaria) heiðlóa or lóa, is here. Three of them var calling in my garden today. There is hardly any other sign of spring, it is bitter cold and snow in the air. The grass has still not turned green so the plover’s camouflage colors are perfect. But stay alert lóa, beware of the cats!

Ljósmynd tekin | Photo date: 26.04.2015

Páskaeggjaleit? | Easter egg hunt?

Fýll-5-4-2015-AslaugJ

♦ Fuglafréttir: Fýllinn er sestur upp í Melabakka. Á milli 20-30 pör sátu í bakkanum undan Melaleiti nú um páska, þar á meðal þessi snotru hjú á myndinni fyrir ofan. Á páskadag bar svo að fálka í ætisleit – eða kannski eggjaleit? Fálkinn leit fýlabyggðina hýru auga, en var heldur var um sig – og ég náði því miður ekki betri myndum en þetta. (Sjá neðar). Þaðan af síður náði ég myndum af glæsilegum haferninum (Haliaeetus albicilla) sem sveif yfir bakkanum í lok dagsins! Æ, hvar var myndavélin þá!

Ljósmyndavænn fýllinn er einkvænisfugl og verpir aðeins einu eggi sem tekur hann allt að 50-60 daga að klekja út. Í aðra tvo mánuði þarf að fóðra ófleygan ungann. En fýlinn getur náð háum aldri (40-50 ár) og hann hefur lengst af verið úrræðagóður í fæðuöflun.

♦ Birds, birds: The arctic fulmar (Fulmarus glacialis) is back for nesting in Melabakkar cliffs. This cute couple was amongst the 20-30 pairs that has started nesting close to our farm. A gyrfalcon (Falco rusticolus) came Easter Sunday looking for a prey – or perhaps an easter egg? I didn’t get any really good shots (see below) – and later the same day I was totally caught off guard as a white-tailed eagle (Haliaeetus albicilla) flew over the cliffs. Argh… sorry, no photo.

So! The much more photogenic fulmars are monogamous, and lay a single egg. Incubation lasts for up to 2 months, and it takes another two months to feed the young. Fulmars can live up to a very old age – up to 40+ yrs. If not caught by an eagle or falcon …

Fálki-1-AslaugJ Fálki-2-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.04.2015

Rauðir fætur | Red legs

tjaldur1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Rauðir fætur og reiðir fuglar! Einhversstaðar kúrðu ungar í grasinu og tjaldurinn varði þá með miklum látum. Stelkurinn var öllu ljúfari en hávaðasamur líka og ég fékk húðskammir fyrir átroðninginn. Loftið ómar af fuglasöng nætur og daga, en hvell hættumerki frá stelk og tjaldi eru reyndar ekkert eyrnakonfekt.
♦ Photo FridayAngry birds! The oystercatcher (Haematopus ostralegus) and the redshank (Tringa totanus) both had young chicks hidden in the grass and gave me a thorough scolding for intruding.

(Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge).

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 10.-11.06.2014