Bókverkin | Book art – my artist’s books

Hinar bækurnar:  Ég var að uppfæra myndasafnið hér síðunni sem ég tileinka bókverkum. Síðan er vinsæl ef marka má gestaganginn, en bókverkafólk er alveg sérstakur hópur listamanna sem er aldrei áberandi í listasenunni, en tengjast þvers og kruss um heiminn. Áhugann og bókverkaáráttuna má tengja við þráhyggju og nördisma í sinni bestu mynd, en þar sem breiddin í verkunum, aðferðum og innihaldi er engu að síður óþrjótandi.

Verkin í þessum pósti voru á sýningu ARKA, Brotabrot í Húsgagnaverslun Pennans, á HönnunarMars 2025.


My other odd books: I was updating my photo gallery on the page I dedicate to book art. That page is quite popular if you can judge by the number of visitors, – and for sure: book artists are a very special group of people who are never very prominent in the art scene, but are connected across the world. The interest and obsession with book art can be linked to obsession and nerdiness in its best form, but where the variety of the works, methods and content is nonetheless unlimited.

The works in this post were a part of ARKIR latest exhibition, Folds and Fractions, in Penninn Design Store in Reykjavík, on DesignMarch 2025.


Viltu sjá meira? Searching for more?
Bókverk | Book art – Áslaug Jónsdóttir
Bókverkafélagið ARKIR | ARKIR homepage / blogg.
Listavefurinn – Bókverk 

All images and art on photos: © Aslaug Jonsdottir

Næst á dagskrá … | Coming up next …

ARKIR á HönnunarMars: HönnunarMars hefst í næstu viku og þá opnar bókverkasýningin Brotabrot í húsgagna- og hönnunarverslun Pennans í Skeifunni 10. Þar ætlum við ARKIR að sýna pappírsverk og kynna leik okkar með bókarform og pappírsbrot. Verið velkomin á opnun miðvikudaginn 2. apríl kl 17:00 – 19:00. Sjá einnig viðburðarboð á FB.

Book art exhibition: DesignMarch in Reykjavík starts next week and my artist group ARKIR will take part with an exhibition of paper objects and book art at Penninn Design Store in Skeifan 10, 108 Reykjavík. Welcome to the opening on April 2nd at 5 – 7 pm. See FB-event for more info and location.

Fylgist með fréttum á heimasíðu ARKANNA
Follow more news on ARKIR homepage / blogg.

Bókverk á ljósmynd | Art work in photo: Anna Snædís Sigmarsdóttir –– Hönnun | Poster design: Aslaug Jonsdottir

Bókverkin á borðinu | Making books

Bækur, bækur! Það er í hin ýmsu bókahorn að líta. Eftir ýmsar uppákomur sem settu strik í vinnureikninginn fyrstu mánuði ársins er ég að komast aftur á skrið. Þar á meðal er rétt að huga að sýningum sem listahópurinn minn ARKIR tekur þátt í. Ég bendi áhugasömum að fylgjast með fréttum á heimasíðu ARKANNA. Og fyrir þá sem vilja kynna sér bókverkalistina má benda á Listavefinn og kynningu á þessum miðli þar.

Book making: I am juggling with various book projects these days. After some unexpected happenings the first months of the year, I am finally getting back on track. I am, among other things, working on book art exhibitions that my art group ARKIR is participating in. I reccomend all interested to follow the news on ARKIR homepage / blogg.

Ljósmyndir teknar | Photo date: jan – feb.2025

Bókabrot | Book making

Origamibooks1

♦ Föstudagsmyndin. Það má alltaf brjóta blað! Bókverkafélagið ARKIR heldur reglulega fundi yfir vetrartímann. Einn slíkur var í vikunni en þá var tekin létt origami-æfing. Hér má lesa má meira um ARKIRNAR. 

♦ Photo Friday. I had a meeting with my book arts group ARKIR few days ago. We made these origami books for fun. Read more about ARKIR on this site.

Ljósmynd tekin | Photo date: 28.11.2012