Ævintýri á Akureyri | Book art exhibition in Akureyri

Ævintýri-AslaugJonsdottir

♦ Bókverk: ARKIR opnuðu sýninguna ENDURBÓKUN í Amtsbókasafninu á Akureyri í gær, 2. júní 2016. Ég er ein af „Örkunum“ níu sem sýna þar í þetta sinn. ENDURBÓKUN var sett upp í Gerðubergi menningarhúsi 2014, síðan Bókasafni Reykjanesbæjar og loks Spönginni menningarhúsi, en sem fyrr eru verkin unnin úr gömlum afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Meira um ARKIR á bókverkabloggi ARKA – og hér er bókverkasíðan mín.

Helgimyndir-brot-AslaugJonsdottir♦ Book art: Yesterday my book arts group ARKIR opened a new version of our exhibition ENDURBÓKUN (Re-book), in Amtsbókasafnið, Akureyri City Library, on June 2nd 2016. All the works are created from old books, mostly discarded books from Reykjavík City Library.

To see more of ARKIR’s book art go to ARKIR Book Arts Blog. To see more of my book art check out this page.

Fyrir ofan: Ævintýri; t.v. Helgimyndir: Trú, von og sönn ást – brot.
Bókverk / book art: © Áslaug Jónsdóttir; Ljósmyndir / photos: @ Binni.

Bókverk | Book art in Hannesarholt

Handbók-í-lýðræði©ÁslaugJónsdóttir

Handbók í lýðræði (meirihlutinn ræður)

♦ BókverkÉg minni á sýningu ARKA: Undir súðinni í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík. Á sýningunni eru ýmis eldri verk úr safni Arkanna og nokkur ný verk sem tileinkuð eru Hannesi Hafstein, ljóðum hans og sögu hússins. Starfsemi ARKA má kynna sér hér: ARKIR bókverkablogg. Sýningin stendur til 6. mars. Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar. Það er óhætt að mæla með margvíslegum menningarviðburðum í húsinu og ekki síður veitingastofunni, bæði í hádegi og kaffi, – það verður enginn svikinn af hnallþórum Hannesarholts!

♦ Book ArtThis is a reminder: Don’t miss ARKIR’s  book art exhibition in Hannesarholt Cultural house, Grundarstígur 10, Reykjavík! We exhibit older works along with new works dedicated to poet and politician Hannes Hafstein (1861-1922). The exhibition: “UNDIR SÚÐINNI”, (IN THE ATTIC), is open until March 6th. See more about ARKIR: Book Arts Group. Hannesarholt opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm. Hannesarholt restaurant is highly recommended!

Photos: my book art in Hannesarholt.

Bókverk í Hannesarholti | ARKIR book art exhibition

Hholt-ARKIR-2016-Poster-web

Artwork: Sigurborg Stefánsdóttir. Poster design: Áslaug Jónsdóttir

♦ BókverkListahópurinn ARKIR hefur undanfarna daga unnið að undirbúningi sýningar á bókverkum í Hannesarholti. Á sýningunni „UNDIR SÚÐINNI“ eru nokkur ný verk sem tileinkuð eru Hannesi Hafstein, ljóðum hans og sögu hússins. Eldri verk á sýningunni voru einnig valin með tilliti til sögunnar: sum eru þjóðleg og fróðleg, önnur vísa í stjórnmál og landsmál, enn önnur byggja á sígildri fagurfræði hannyrða og handverks, landslags, veðra og vinda. Við erum tíu í hópnum og höldum úti vefsíðu sem má kynna sér hér: ARKIR bókverkablogg. Ég verð með nokkur eldri verk á sýningunni og setti einnig upp í lítið handgert kver með ljóði Hannesar: Logndrífa, sjá myndir neðar.

Sýningin í Hannesarholti opnar á laugardag, 6. febrúar kl 15. Verið velkomin á opnun!
Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar.

♦ Book artAs a member of ARKIR Book Arts Group I have been arranging next ARKIR book art exhibition: “UNDIR SÚÐINNI”, – IN THE ATTIC, referring to the exhibition room: a cosy loft in Hannesarholt Cultural house. A small selection of new works is dedicated to Hannes Hafstein (1861-1922), a poet – and Iceland’s first Minister of State and his house at Grundarstígur. Older selected works may have reference to the spirit of the olden days: being political, ethnological and as so much of Hannes Hafstein’s poetry, referring to the land and nature of Iceland.

Welcome to the opening at 3 pm in Hannesarholt on Saturday, February 6th.
Opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm.

 

 

 

 

Bókverk í almanaki | Recycled book art

JanuarSopraAslaug♦ BókverkÉg nýt þess að vera í skemmtilegum listahópi, sem kallar sig ARKIR, og hefur það að meginmarkmiði að stunda bókverkagerð. Ein af sýningum ARKA nefndist ENDURBÓKUN, og opnaði fyrst í Gerðubergi Menningarhúsi í nóvember 2014. Sýningin var sett upp í Bókasafni Reykjanesbæjar í apríl 2015 og síðar í Spönginni Menningarhúsi. Verkin á sýningunni ENDURBÓKUN voru flest unnin úr gömlum afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Myndir frá sýningunni í Gerðubergi prýða nú almanak SORPU árið 2016. Almanakið má nálgast á endurvinnslustöðum SORPU en einnig má skoða almanakið hér og hlaða því niður rafrænt. Myndin á forsíðu almanaksins sýnir hluta af verkinu Orðaflaumur eftir Ingiríði Óðinsdóttur, en við mánuðina janúar, júlí og desember ber að líta verk sem ég gerði fyrir sýninguna ENDURBÓKUN. Ljósmyndirnir tók Binni, einnig þessar hér fyrir neðan. Sýningin ENDURBÓKUN, eða hluti hennar, mun ferðast víðar um landið á árinu og lesa má um fleiri sýningar á Bókverkabloggi ARKANNA. Ljósmyndir af fleiri bókverkum hef ég hér: Bókverk | Book art.

ARKIR-Sorpualmanak2016web♦ Book artI am a happy member of the book artist group ARKIR. Our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK, that originally opened in Gerðuberg Culturehouse, was later opened in Reykjanesbær Library in April and in Spöngin Culturehouse in July. All the works were created from old books, discared books from Gerðuberg Library. Photos exhibiting artworks from ENDURBÓKUN / RE-BOOK are illustrating the 2016-calendar published by SORPA, a non-profit waste management firm owned and run by seven municipalities in Iceland’s Capital Area. SORPA’s almanac is available at all the recycling centers but can also be viewed and downloaded here. The artwork on the cover shows Orðaflaumur (Stream of Words) by Ingiríður Óðinsdóttur. January, July and December are illustrated with photos of my works. Photographer is Binni who also took the photos below. The exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK will travel further in Iceland this year. More book art at ARKIR Book Arts Blog and on my page Bókverk | Book art.

 

ARKIR – Endurbókun | Re-booked with ARKIR

Lokaorðin | The last words – The final lines (2014)

Lokaorðin | The last words – The final lines (2014)

♦ Bókverk: ARKIR opna sýningu í Bókasafni Reykjanesbæjar næstkomandi laugardag, 18. apríl 2015. Ég er ein af „Örkunum“ átta sem sýna þar. Flest verkin voru til sýnis á bókverkasýningunni ENDURBÓKUN í Gerðubergi á síðasta ári, en sem fyrr eru verkin unnin úr gömlum afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni.

Meira um ARKIR hér á bókverkablogginu – og hér eru fleiri bókverk.

♦ Book art: I am exhibiting book art along with ARKIR Book Arts Group in a new version of our exhibition ENDURBÓKUN (Re-book), in Reykjanes Public Library, from Saturday April 18th. All the works are created from old books, mostly discarded books from Gerðuberg Library / Reykjavík City Library. Go visit Reykjanes!

To see more of ARKIR’s book art go to ARKIR Book Arts Blog. To see more of my book art go to this page.

ARKIR-A5-Endurbokun-Vefur

Artwork by Ingiríður Óðinsdóttir (Skáldskapur III) – Photo: Binni – Poster design: Áslaug Jónsdóttir

Endurbókun | Re-booked

AEvintyri©Aslaug

♦ Bókverk: Sýningin ENDURBÓKUN opnaði í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 1. nóvember s.l. en þar sýna sjö listakonur úr listamannahópnum ARKIR margvísleg verk unnin úr gömlum bókum. Þessar slitnu og afskrifuðu bækur, sem flestar voru áður til útláns í Gerðubergssafni, hafa nú verið „endurbókaðar“ á ýmsan hátt. Á vefsíðu ARKA má sjá fleiri myndir frá opnun og af verkum á sýningunni.

Hér fyrir ofan er mynd af verkinu „Ævintýri“ sem ég vann fyrir sýninguna.
Fyrir neðan er mynd frá opnuninni og verkið „Helgimyndir: Trú, von – og sönn ást.“
Ljósmyndir af ýmsum eldri og nýrri bókverkum er að finna á síðunni hér.

♦ Book art: The opening of the book art exhibition ENDURBÓKUN on Nov.1st at Gerðuberg Culture Center went well. Seven ARKIR-members of ARKIR Book Arts Group exibit their works from recycled and re-used books at “Endurbókun” or “Re-booked”. For more photos of works from the exhibition and from the opening see ARKIR Book Arts Blog. For more of my book art click here.

Photo above: One of my works at Re-booked: „Fairy-tale“.
Below: At Gerðuberg, „Three ikons: Faith, Hope – and True Love“.

EndurbokunAslaug2014

 

Bókverkasýning í Breiðholtinu: Endurbókun | Book art exhibition: Re-booked

Reyfararnir reifaðir - Áslaug Jónsdóttir

♦ Bókverk: Á morgun laugardaginn 1. nóvember opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sýning á bókverkum úr smiðju sjö meðlima í listamannahópnum ARKIR. Öll eru verkin unnin úr gömlum bókum sem flestar voru áður til útláns í Gerðubergssafni. Þessar slitnu og afskrifuðu bækur hafa nú verið „endurbókaðar“ á margvíslegan hátt. Sýnendur eru Áslaug Jónsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem jafnframt er sýningarstjóri. Nánar má lesa um bókverkin á bókverkabloggi ARKANNA og heimasíðu Gerðubergs.

♦ Book art: Along with six fellow artist in ARKIR book arts group I am opening an exhibition tomorrow, November 1st, at Gerðuberg Culture Center. Seven ARKIR-members show their works from recycled and re-used books at “Endurbókun” or “Re-booked”. Participants are: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator. For further information check ARKIR book Arts blog and Gerðuberg’s website.

Artwork on poster/invitation below: Svanborg Matthíasdóttir.

ArkirEndurbokun bodskort