Bókmenntaverðlaun bóksala | The Booksellers Prize

boksalaverdl2012

 Bókaverðlaun. Tilkynnt var um Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana árið 2012 í sjónvarpsþættinum Kiljunni í gær. Skrímslaerjur komust þar á lista sem ein af bestu barnabókum ársins, í þriðja sæti. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2000. Nei! sagði litla skrímslið hreppti fyrsta sæti í flokki barnabóka árið 2004 og Gott kvöld árið 2005.

Nánar: frétt á Bókmenntir.isF-bókarsíða verðlaunanna og upplýsingar á wikipediu.

 Book Prize. Booksellers in Iceland announced their list of The best books of the year last night, in Kiljan television programme. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) was on the list of the best children’s books in 2012, in third place. The prize was first awarded in 2000. Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster) was the best children’s book in 2004 and Gott kvöld (Good Evening) in 2005.

More (in Icelandic): News on Literature.is, Facebook page of the prize and information on WikipediaBoksalaverdlaun2012skjaskot

Viðurkenning í Frakklandi | Les Incorruptibles

 Bókaverðlaun. Franska útgáfan af Stór skrímsli gráta ekki var tilnefnd til frönsku barnabókaverðlaunanna Le Prix des Incorruptibles sem veitt voru í 23. sinn nú í vor. Tilkynnt var um verðlaunahafana á dögunum og hlaut Un grand monstre ne pleure pas þriðju verðlaun í flokki bóka fyrir yngstu börnin. Fyrstu verðlaun hlaut Edouard Manceau fyrir Si tous les éléphants s’appelaient Bertrand.

1. Si tous les éléphants s’appelaient Bertrand – Edouard Manceau.
2. Allez, au lit, Maman! – Amy Krouse Rosenthal, Leuyen Pham.
3. Un grand monstre ne pleure pas – Kalle Güettler, Rakel Helmsdal, Áslaug Jónsdóttir.
4. Akiko la courageuse – Antoine Guillopé.
5. Lucie est partie – Sébastian Loth.
6. Les quatre saisons de Loup – Philippe Jalbert.

Listi yfir alla verðlaunahafa 2011/2012 á heimasíðu Les Incorruptibles.

 Book Prize. The French edition of Big Monsters Don’t Cry was nominated to Le Prix des Incorruptibles last year. Last month the prize was handed out for the 23rd time, were Un grand monstre ne pleure pas got the third prize in the category of books for the youngest readers: maternelle. The monster series is published by Circonflexe.

See all winners 2011/2012 on Les Incorruptibles homepage.