Upplestur á arabísku:Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hér neðar má sjá myndband af upplestri jórdanska höfundarins og brúðuleikkonunnar Duha Khasawneh – og nú vona ég að ég hafi nafn hennar rétt eftir.
Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.
Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!
Reading for children:My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. In the video above, the Jordanian writer and puppeteer Duha Khasawneh (I hope I get her name right!) reads the book in Arabic, accompanied by a lively puppet. Enjoy listening!
Ég vil fisk!has already been published in Swedish, Danish, Faroese, Greenlandic and Galician. Reviews and more about I Want Fish! here. Dutch, Spanish, French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.
Review in English: „The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul.– Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008
Safngripur!Svona geta nú leiðir bókanna verið óvæntar og skemmtilegar: Ég vil fisk! hefur ratað á safn. Hún er þarna til sýnis á Sjóminjasafninu við Grandagarð í Reykjavík ásamt fleiri bókum og blöðum tengdum menningu, hafi og sjósókn. Ný grunnsýning Sjóminjasafnsins, Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár, opnaði í júní 2018, en það var fyrst nú á dögunum sem ég skoðaði nýju sýninguna sem er firnafróðleg og í mörgu hugvitsamlega hönnuð. Auðvitað komu ótal fræði- og fagmenn að verkinu en aðalhönnuðir eru Kossmanndejong í Hollandi. Á neðstu hæðinni er svo falleg sýning um hollenska kaupskipið Melckmeyt sem fórst við Flatey árið 1659, en hönnuður þar er Finnur Arnar Arnarson. Svo má nefna skemmtilega listsýningu barna í anddyri: Sögur af sjónum, verkefni sem var styrkt af Barnamenningarsjóði. Mæli með!
At the Maritime Museum: I Want Fish! has found its way to a museum! I would not have guessed that my book “Ég vil fisk!” would end up in a maritime museum – or any museum for that sake. But you never know! Here it is on display at the Reykjavík Maritime Museum. This exhibition, Fish & folk – 150 years of fisheries, opened in 2018, but this was my first time at the museum since the opening of this new permanent exhibition, but not the last! Loaded with information and clever exhibition design by Dutch designers at Kossmanndejong. On the ground floor there is also a beautiful exhibition about the Dutch merchant ship Melckmeyt which foundered off the island of Flatey in 1659. There is also a fine exhibition in the entrance hall with paintings, drawings, poems and book art by children: Stories from the Sea. All highly recommended!
World Book Day 2020 – April 23 – #behindeverybook
Um bókina: Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.
Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!
About the book: Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.
Review in English: „The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul.– Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008
Bók í boði höfundar – Quarantine reading
Því miður virðist Covid-19-farsóttin síst vera á undanhaldi. Sóttvarnir, sóttkví, einangrun, smitgát og samkomubann munu áfram hafa áhrif á líf okkar næstu misseri. Skólar byrja bráðlega og það er ólíklegt að það sem við köllum „eðlilegt ástand“ verði í boði. Útgefendur og rithöfundar hafa gefið leyfi fyrir upptökum á lestri bóka og miðlun til barna. Hér fyrir neðan er upplestur á galisísku og arabísku.
Regretfully the pandemic is still raiding the world and quarantines and isolation will still be a part of our lives in the coming months. Many publishers and authors have made contributions and offered their books and art for free, supporting homeschooling and families in lockdowns. Below are free readings of my book Ég vil fisk! in Galician and Arabic.
Bók í boði höfundar:Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Vegna farsóttarinnar má nú um stundarsakir lesa Ég vil fisk! í ókeypis vefútgáfu.
Quarantine reading: My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book is temporarily available online at the publishers website.
Neðanmáls: Vinsamlegast virðið sæmdar- og höfundarrétt listamanna sem bjóða efni sitt á veraldarvefnum. Footnote: Please, respect the copyright of the artists offering their art for free on the www!
Skrímslavaktin: Skrímslin hafa staðið sína plikt undanfarnar vikur og mánuði og fylgst með mannlífinu út um glugga, eins og fjölmargir bangsar og önnur tuskudýr, sem gist hafa gluggakistur um allan heim. En nú var kominn tími til að viðra af sér rykið og kíkja út á svalir! Skrímslin halda hinsvegar áfram að huga að sóttvörnum, minnug þess hve skrímslapestir smitast auðveldlega.
Monsters on the watch: The two monsters have done their best to stay safe during the covid-19 pandemic, and just like so many teddybears and other creatures, they watched life in our street from the window. Happy to know that things are better in Iceland for the time being, the monster went out on the balcony for some fresh air and a little wind in the fur. They will still stick to all precautionary rules for good health, knowing how contagious the horrid monster flu is.
Sögustund á norsku: Eins og ég hef sagt frá áður þá fékk nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr nokkrum bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið. Þriðja sögulestur er nú að finna á vef Nynorsk kultursenter. Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les Skrímsli í myrkrinu – Monster i mørket,sem kom út hjá forlaginu Skald árið 2012. Alls hafa sjö bækur úr bókaflokknum um skrímslin í norskri þýðingu Tove Bakke.
Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:
„Dette er ei bok som handlar om å vere redd. Mange er mørkredde, særleg når ein er åleine, og då tenker ein kanskje på om det er eit monster under senga. Men kva med Veslemonster og Storemonster, er dei mørkredde? Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om dei to monstervenene i mørket.“
Keep reading! The Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, got permission to post readings and illustrations from a selection of books from the the monster series – the books about Little Monster and Big Monster. Here comes the third reading, where Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads Monsters in the Dark – Monster i mørket.Click this link for the reading or on the video below.
Seven books from the series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke.
Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð á tímum heimsfaraldursins. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika. Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web due to the pandemic. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.
Sögustund á norsku: Nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr nokkrum bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið og annar sögulestur hefur nú verið birtur á vef Nynorsk kultursenter. Í þetta sinn er það Stór skrímsli gráta ekki. Sjö bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa verið gefnar út hjá forlaginu Skald í norskri þýðingu Tove Bakke.
Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:
„Dette er ei bok om å vere liten sjølv om ein er stor. Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om Veslemonster og Storemonster som er gode vener, men det er ikkje alltid det er så greitt å vera stor og sterk. I alle fall når bestevenen din heiter Veslemonster og FRYKTELEG FLINK til alt han gjer. Storemonster prøver og prøver, men får ingenting til. Han kjenner seg klossete og dum. Men store monster græt ikkje.“
Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les.
Keep reading! We granted the Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, permission to post readings and illustrations from a selection of books from the the monster series – the books about Little Monster and Big Monster. Seven books from the series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke. Here comes the second reading, from Big Monsters Don’t Cry – Store monster græt ikkje in Norwegian. Click this link for the reading or on the video below. Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads and there are some nice animations in the video too.
Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð á tímum heimsfaraldursins. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika. Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web due to the pandemic. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.
Dagur bókarinnar: Hér tek ég þátt í herferð Evrópska rithöfundaráðsins sem hvatti rithöfunda og þýðendur til að birta táknrænar myndir sér og framlagi sínu til menninga og lista. „Á bak við hverja bók er listamaður“ segir þar – en þar með lýkur upptalningunni ekki því framlag listamannsins skapar fleiri störf. Í „bókabransanum“ starfa ótal stéttir: útgefendur, ritstjórar, prófarkalesarar, umbrotsfólk, prentarar, bóksalar, og þar fram eftir götum. Allt byrjar með sköpun listamannsins.
Ég mæli með bestu sumargjöfinni: góðri bók.
World Book Day:I am participating in EWC’s (European Writer’s Council) campaign on World Book Day 2020 #behindeverybook – to post a photo of me with one of my books – behind it and then with my face visible. Here is the idea:
„Many debates on the policy level are about « sectors » or « the book industry » – but those with whom the book chain begins are individuals, people, personalities. To praise and celebrate these authors, writers and translators, to make the spirits, minds and faces behind every book visible, is the basic idea of #behindeverybook.“
Happy World Book Day! Share a book!
Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.
Ég vil fisk!has been published in Swedish, Danish, Faroese, Greenlandic, Arabic and Galician. Reviews and more about I Want Fish! here. Spanish, French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.
Review in English: „The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul.– Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008
Sögustund á norsku: Sjö bækur um skrímslin tvö, litla og stóra skrímslið, hafa verið gefnar út hjá forlaginu Skald í norskri þýðingu Tove Bakke. Nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr bókunum og fyrsti sögulestur hefur nú verið birtur á vef Nynorsk kultursenter.
Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:
„Dette er ei bok om det å vere stor sjølv om ein er liten. Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om Veslemonster og Storemonster som er gode vener, men av og til er det ikkje så lett å være liten. Storemonster skal alltid bestemme. Og så lyg han. Og så hermar han. Veslemonster veit ikkje kva han skal gjere. Mest av alt har han berre lyst å rope NEI!“
Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les.
Quarantine reading: Seven books from the monster series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke. We granted the Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, permission to post readings and illustrations from a selection of books, starting with No! Said Little Monster. Click this link for the reading or on the video below. Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads.
Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika. Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.
Bók í boði höfundar:Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Vegna farsóttarinnar, sóttkvía og heimaskóla, vilja útgefendur og höfundur leggja sitt að mörkum og því má nú um stundarsakir lesa Ég vil fisk! í ókeypis vefútgáfu.
Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!
Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.
Quarantine reading:Because of the pandemic, quarantines and homeschooling, many publishers and authors want to make a contribution and offer their books and art for free. My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book can now temporarily be read online at the publishers website. Click the link below to read the book:
Ég vil fisk!has already been published in Swedish, Danish, Faroese, Greenlandic and Galician. Reviews and more about I Want Fish! here. Spanish, French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.
Review in English: „The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul.– Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008
Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika. Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.
Bókadómar: Tvær bækur um skrímslin: Skrímsli í heimsókn og Skrímsli í vanda komu út hjá forlaginu Skald í sumarbyrjun, í norskri þýðingu Tove Bakke. Á nýnorskum vefmiðlum hefur birst dálítil umfjöllun um Monsterbesøk og Monsterknipe.
„Dette er stramt komponerte bøker, med gjentaket som viktigaste verkemiddel, men teksten er likevel underhaldande og lettbeint. Illustrasjonane er leikne og uttrykksfulle, og dei støttar opp om og utfyller teksten. Slik er dette bøker som eignar seg fantastisk godt til lesetrening, samtidig som dei er gode samtalebøker.“ – Guro Kristin Gjøsdal, Nynorskbok.no / Nynorsksenteret.
„Uttrykket er energisk og kraftfullt. Både i tekst og illustrasjonar er kontrastane ei drivkraft. Mellom det svarte og kvite, mellom det store og det vesle, ispedd klare fargar og organiske former. I teksten er replikkane ofte er sette opp med «monsteraktige» fontar med ulik skriftstorleik alt etter styrken i utropet. Trass i, eller kanskje fordi at monster ikkje finst, er det lett å identifisere seg med kjenslene dei viser og lære noko av løysingane dei finn når to gode vener skal gje plass til ein tredje.“ – Janne Karin Støylen, Svidal Skriveri: Ny sprett.
MyndabókinÉg vil fisk! (أريد_سمكة) kemur út á allra næstu dögunum í arabískri þýðingu hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Áður hefur bókin komið út í þýðingum á sænsku, færeysku, grænlensku og dönsku. Bókadóma og fleira um Ég vil fisk! má lesa hér.
Book release!My picture book I Want Fish! (أريد_سمكة) has been published in Arabic and will be launched at the Sharjah International Book Fair next month. The publisher is Al Fulk, based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book has already been published in Swedish, Danish, Faroese and Greenlandic. Reviews and more about I Want Fish! here.
Þýðing á spænsku A Spanish translation: no easy task!
Áhugasamir þýðendur hafa einnig snaraðÉg vil fisk! á ensku, frönsku og spænsku, svo útgefendur megi glöggva sig á efni bókarinnar. Þar má nefna að Lawrence Schimel, rithöfundur, þýðandi og útgefendi, hefur þýtt bókina á spænsku. Í viðtali á inkygirl.com segir Lawrence frá ýmsum vandkvæðum og vali sem þýðandi getur staðið frammi fyrir, jafnvel þó textinn sé stuttur eins og í Ég vil fisk!. Þá var einnig viðtal við Lawrence í mexíkanska dagblaðinu Milenio í lok nóvember á síðasta ári. Greininni „El chícharo y el pez“ fylgdu myndir úr bókinni.
Mar sabe lo que quiere!A wonderful Spanish translation is available of the book, done by the skillful translator, writer and publisher Lawrence Schimel. In this interview on inkygirl.com Lawrence discusses the problems to solve and choices to make when translating children’s books, among them I Want Fish! Lawrence was also interviewed for the Mexican newspaper Milenio last year. The article “El chícharo y el pez” (The Pea and the Fish) was illustrated with images from the book.
French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.
Review in English: „The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul.– Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008
♦ Tungumál. Til hamingju með daginn! Evrópski tungumáladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá 2001 og er meðal annars ætlað „að fagna fjölbreytileika tungumála í Evrópu og til að hvetja til tungumálanáms“. Opinber tungumál í Evrópu eru aðeins nokkrir tugir en áætlað er að í álfunni séu töluð um 225 „upprunaleg“ tungumál. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu og ekki síst hverfa þessar raddir algjörlega í netheimum.
Skrímslin tvöstanda sig sæmilega í því að fanga fjölbreytileika tungumála í Evrópu því þau tala íslensku, sænsku, færeysku, finnsku, dönsku, norskt bókmál, nýnorsku, spænsku og frönsku. Að auki eru þau orðin reiprennandi á kínversku!
♦ Languages.Today is The European Day of Languages. In Europe alone, about 225 indigenous languages could be celebrated. Sadly many of them are heading towards extinction at a fast rate.
Little Monster and Big Monster are trying their best in “linguistic diversity” as they now speak several European languages: Icelandic, Swedish, Faroese, Finnish, Danish, Norwegian Bokmål, Neo-Norwegian, Spanish and French. In addition they are doing pretty well in Chinese!
♦ Útgáfuréttur – Kína. Sjöunda bókin um skrímslin tvö: Skrímslaerjur (2012) hefur nú verið seld til Kína, en fyrri bækurnar sex komu út hjá Maitian Culture í Tianjin síðasta haust, eins og lesa má um hér. Skrímslaerjur eru því bráðum fáanlegar á fjórum tungumálum: íslensku, færeysku, sænsku og kínversku.
♦ Rights sold – China. The seventh book in the Monsterseries, Monster Squabbles, has now been sold to Maitian Culture in China, who published the first six books in September 2012, as reported here. Monster Squabbles will therefore soon be available in four languages: Icelandic, Faroese, Swedish and Chinese.
♦ Bókadómur. Fínasti dómur um Skrímslapest birtist í Litteraturavisen Bokstaver um helgina. Monsterpest fær sexu á teningnum hjá Siri Pedersen sem segir m.a.:
„Trioen Kalle Güettler, Rakel Helmsdal og Áslaug Jónsdóttir har skapt morsomme figurer og satt dem inn i en gjenkjennelig ramme. Hvem blir vel ikke ekstra syk av å være syk, i alle fall når man blir tilgodesett med en dose omsorg? Hvem føler seg vel ikke syk selv, når man pleier syke?
Teksten sitter bra, illustrasjonene sitter enda bedre. Alt i alt blir Monsterpest monstrøst god lesing, både for liten og stor.“
Siri Pedersen hefur áður skrifað um skrímslin og ritrýndi Stór skrímsli gráta ekki á síðasta ári. Store monstre gråter ikke fékk fimmu og m.a. eftirfarandi umsögn:
„Ved aktiv bruk av typografi gjøres en temmelig enkel språkform mer interessant. Men det som virkelig løfter boken er de geniale illustrasjonene til Aslaug Jonsdottir. “Enkle”, men likevel intrikate.“
♦Book review. Good review on the Norwegian version of Skrímslapest (Monster Flu) in the online book magazine Bokstaver. Monsterpest gets six on the dice and very nice evaluation by Siri Pedersen. Last year the second book about the monsters, Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry), received just as favorable reviews in the magazine.
♦Bókaumfjöllun. Á vef Nynorsksenteret er fjallað um Skrímsli í myrkrinu og Skrímslapest sem komu út á nýnorsku hjá forlaginu Skald í september. Jákvæða umsögn Gudrun Kløve Juuhl má lesa hér, á www.nynorskbok.no.
„Bøkene har ganske lite tekst og veldig mykje livlege illustrasjonar, som får tydeleg fram både korleis dei to monstera har det: om dei er glade, redde, sinte, triste eller sjuke med raude prikkar, og kva dei held på med. Det gjer at det er mykje å snakka om på kvart oppslag.“ – Gudrun Kløve Juuhl
Áður hefur verið skrifað á vefinn um Nei! sa Veslemonster og Store monster græt ikkje, en þær komu út árið 2011. Umfjöllun Petra J. Helgesen má lesa hér.
„Dette er stramt komponerte bøker, med gjentaket som viktigaste verkemiddel, men teksten er likevel underhaldande og lettbeint. Illustrasjonane er leikne og uttrykksfulle, og dei støttar opp om og utfyller teksten. Slik er dette bøker som eignar seg fantastisk godt til lesetrening, samtidig som dei er gode samtalebøker.“ – Petra J. Helgesen
♦Reviews. The Center for Neo Norwegian, Nynorsksenteret, has a website dedicated to books. Read a nice review (in Neo Norwegian, of course) of Monster i mørket and Monsterpest at the site: www.nynorskbok.no. The first two Norwegian books in the monsterseries were released in 2011, also reviewed at same site. Read here about Nei! sa Veslemonster and Store monster græt ikkje.
♦Myndlýsingar.Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason heldur áfram að kvisast út um heiminn. Nú fá til dæmis börnin í Brasilíu að njóta ævintýrsins. Útgáfan er að hætti hússins: með upprunalegum myndum og í umbroti frumútgáfunnar. A história do planeta azul kemur út hjá Hedra, São Paulo.
Í september gaf norska forlagið Commentum í Sandnes út Det var engang en blå planet og heldur sig einnig við upprunalegt útlit, með einhverjum útúrdúrum í leturmeðferðinni, eins og sjá má á kápu.
Og á dögunum kom svo út ensk útgáfa hjá bandaríska fyrirtækinu Seven Stories Press. Upprunalegar myndir fylgja The Story of the Blue Planet, en brot, kápa og annað útlit er talsvert frábrugðið frumútgáfu. Það skal tekið fram að um umbrot og hönnun sá TK / Seven Stories Press.
Ég hef enn ekki handleikið þessar útgáfur en bíð spennt eftir eintökum. Áfram Blái!
♦Book illustration. The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason is now being published in Brazil. It has the original illustrations and follows the design I made in 1999. A história do planeta azul is published by Hedra, São Paulo.
In Norway it’s Commentum í Sandnes that publishes Det var engang en blå planet, also sticking to the original design and illustrations, though the cover typo looks somewhat different.
And then there is the English version: The Story of the Blue Planet, published by Seven Stories Press, making it available also in Canada, UK, Ireland and Australia. This English version has the original illustrations, but differs quite a lot from the original edition. Cover and book design by TK / Seven Stories Press. Though I have not yet received a copy of the book, I still think the original design is worth copying.
As in the other twenty-something countries the book has been published in, I am sure that many will enjoy this amazing book.
♦Bókaútgáfa: Frakkland. Fimmta bókin um skrímslin tvö, Skrímsli í heimsókn, kom út á frönsku í síðasta mánuði. Útgefandinn, Circonflexe, hefur gefið út fjórar fyrri bækurnar sem allar hafa fengið fínar viðtökur í Frakklandi.
♦Book release: France. The fifth book about the two monsters in French was released last month. The monster series is published by Circonflexe.
♦Bókaútgáfa: Noregur. Norska forlagið Skald gefur út tvær bækur um skrímslin nú í september: Monster i mørket og Monsterpest. Fyrstu tvær bækurnar, Nei! sa Veslemonster og Store monster græt ikkje, komu út árið 2011. Sjá tilkynningu um útgáfuna á vef Skald.
♦Book release: Norway.Skald publishing house in Norway has just released two new books from the monster series: Monster i mørket and Monsterpest. The first two books from the series, Nei! sa Veslemonster og Store monster græt ikkje were published in 2011. See press release on Skald‘s website.
Skrímslin á kínversku: með Peter, útgefendanum hjá Maitian Culture.
♦Bókamessan í Peking. Litla skrímslið og stóra skrímslið leiddu mig til Kína í lok ágúst, en nú eru sex titlar úr bókröðinni komnir út á kínversku hjá Maitian Culture Ltd., eins og kynnt var á BIBF, bókamessunni í Peking. Þar tók ég einnig þátt í norrænni málstofu sem kallaðist: „From fairytales to apps, e-books and e-learning“ ásamt Åshild Kanstad Johnsen, Alexandra Borg, Karsten Pers og Paul Chen. Allar móttökur í Peking voru einstaklega vinsamlegar, bæði af hálfu heimamanna og starfsmanna sendiráðs Íslands sem skipulögðu þátttökuna á BIBF.
Í fréttatilkynningu frá sendiráði Íslands í Peking, sem lesa má hér segir svo:
Alexandra Borg, Áslaug, Åshild Kanstad Johnsen
„Sex bækur úr bækur úr skrímslaseríu Áslaugar Jónsdóttur og félaga komu út í Kína í gær. Sama dag tók Áslaug þátt í samnorrænni málstofu á Bókamessunni í Peking sem er sú stærsta sinnar tegundar í Kína. Útgáfufélagið Maitian Press í Tianjin gefur bækurnar út. Bókamessan er haldin í nítjánda skipti í ár. Í fyrra tóku 1800 fyrirtæki og stofnanir þátt í sýningunni og skrifað var undir 2,953 útgáfusamninga. Í ár má gera ráð fyrir álíka mörgum eða fleiri þátttakendum. Bókamessan stendur yfir dagana 29. ágúst til 2. september. Opnunarhátíðin fór fram í Alþýðuhöllinni, þar sem þing Alþýðulýðveldisins kemur saman, og var Áslaug viðstödd opnunina.
Paul Chen (í rauðri treyju), öðru nafni Mighty Eagle, á veiðum fyrir Angry Birds.
Yfirskrift málstofunnar var „From fairytales to apps, e-books and e-learning“ og var henni ætlað að fjalla um aukið vægi stafrænna og gagnvirkra lausna fyrir börn í kennslu og leik. Enn fremur var ætlunin að varpa ljósi á viðbrögð norrænna höfunda, útgáfufélaga og menntastofnana við þessari þróun. Sem dæmi má nefna að finnska útgáfufélagið Rovio, sem gefur út hin frægu „Angry Birds“ leikföng og smáforrit, styrkti málstofuna og sendi fulltrúa sinn til að kynna reiðu fuglana. Það var menningarstofnun Dana í Peking sem skipulagði málstofuna í samvinnu við Bókamessuna og með aðstoð norrænu sendiráðanna. Skipuleggjendur Bókamessunnar buðu um hundrað fulltrúum frá kínverskum bókaútgefendum til málstofunnar.
Karsten Pers, vinsæla tölvan hans og Áslaug
Áslaug Jónsdóttir er myndskreytir og barnabókahöfundur. Hún skrifaði skrímslabækurnar ásamt Kalle Güettler frá Svíþjóð og Rakel Helmsdal frá Færeyjum. Sex bækur um skrímslin hafa komið út frá árinu 2004 en þá kom út fyrsta bókin sem heitir: Nei! Sagði litla skrímslið. Nýjasta bókin í seríunni kom út árið 2010 og hún heitir: Skrímsli á toppnum. Í fyrstu verður hver bók gefin út í tólf þúsund eintökum í Kína sem gerir 72 þúsund eintök allt í allt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verk eftir Áslaugu koma út í Kína en hún myndskreytti Söguna um bláa hnöttinn sem Andri Snær Magnason skrifaði. Aðrir sem tóku þátt í málstofunni eru norski listamaðurinn Åshild Kanstad Johnsen, sænski bókmenntafræðingurinn Alexandra Borg, danski rithöfundurinn og útgefandinn Karsten Pers og Paul Chen, framkvæmdastjóri Rovio í Kína. Maitian Culture Press er útgáfufélag sem sérhæfir sig í mynda- og barnabókum. Félagið er með höfuðstöðvar í Tianjin sem er hafnarborg Peking.“
Skjáskot: viðtal hjá QQ-Tencent
Okkar maður hjá Maitian hafði undirbúið komu mína vel og m.a. bókað viðtal hjá vefsjónvarpi netsíðunnar QQ hjá margmiðlunarfyrirtækinu Tencent. Og enn má vitna í fréttatilkynningu frá sendiráði Íslands í Peking:
„Einn fjölsóttasti vefmiðill Kína, QQ, hefur birt ítarlegt viðtal við Áslaugu Jónsdóttur barnabókahöfund og myndskreyti sem heimsótti Peking nýlega. Viðtalið var tekið í tilefni af útgáfu sex bóka í Skrímslaseríunni sem Áslaug er höfundur að ásamt fleiri norrænum barnabókahöfundum. Fleiri en 700 milljónir kínverskir notendur vafra reglulega um QQ sem er flaggskip kínverskra veffyrirtækisins Tencent, eins af tíu stærstu netfyrirtækjum heims. Viðtalið við Áslaugu var birt á barnasvæði QQ þjónustunnar.“
♦Beijing Book Fair. Little Monster and Big Monster got me all the way to China last month. Six titles from the monster series are being published in chinese by Maitian Culture Press, as introduced at BIBF, Beijing International Book Fair. There I also participated in a Nordic seminar called: „From fairytales to apps, e-books and e-learning“ , along with Åshild Kanstad Johnsen, Norwegian illustrator and picturebook author, Alexandra Borg, Swedish scholar, Karsten Pers, Danish writer and publisher and Paul Chen, GM of Finnish Rovio.
Skrímsli í Peking: Meðal rauðra risaeðla.
I had a great time in Bejing and was everywhere met with hospitality and enthusiasm. The staff at the Icelandic embassy organized my participation at BIBF and made my trip really memorable. Here is a bit from the Embassy’s press release:
“The popular Chinese web-media, QQ Kids, has published an interview with the Icelandic children book author and illustrator Áslaug Jónsdóttir, who was in China recently to participate in a Nordic workshop at the Beijing International Book Fair, August 29 – September 2. The worksshop was jointly organised by Dansish Cultural Institute in Beijing and the Embassies of Finland, Norway, Sweden and Iceland. Six books from her Monster series were published in China during her visit. The Monster books series is co-authored with Kalle Güettler from Sweden and Rakel Helmsdal from the Faroe Islands. It includes titles such as No, said the little monster first published in 2004 and Monster at the top published in 2010. To date, six books have been published in various languages and all six are being published in China by Maitian Culture Press in Tianjin.”
♦Bókaverðlaun. Franska útgáfan af Stór skrímsli gráta ekki var tilnefnd til frönsku barnabókaverðlaunanna Le Prix des Incorruptibles sem veitt voru í 23. sinn nú í vor. Tilkynnt var um verðlaunahafana á dögunum og hlaut Un grand monstre ne pleure pas þriðju verðlaun í flokki bóka fyrir yngstu börnin. Fyrstu verðlaun hlaut Edouard Manceau fyrir Si tous les éléphants s’appelaient Bertrand.
1. Si tous les éléphants s’appelaient Bertrand – Edouard Manceau.
2. Allez, au lit, Maman! – Amy Krouse Rosenthal, Leuyen Pham.
3. Un grand monstre ne pleure pas – Kalle Güettler, Rakel Helmsdal, Áslaug Jónsdóttir.
4. Akiko la courageuse – Antoine Guillopé.
5. Lucie est partie – Sébastian Loth.
6. Les quatre saisons de Loup – Philippe Jalbert.
♦Book Prize. The French edition of Big Monsters Don’t Cry was nominated to Le Prix des Incorruptibles last year. Last month the prize was handed out for the 23rd time, were Un grand monstre ne pleure pas got the third prize in the category of books for the youngest readers: maternelle. The monster series is published by Circonflexe.