Alþjóðadagur móðurmáls | International Mother Language Day

AslaugMonsterPuppets-2016
♦ Tungumálahátíð! 
Alþjóðadagur móðurmálsins var haldinn hátíðlegur í Gerðubergi menningarhúsi s.l. sunnudag, 21. febrúar 2016. Litla skrímslið og stóra skrímslið fögnuðu deginum á marga lund og nú bar svo vel í veiði að Rakel Helmsdal, færeyski höfundurinn í höfundaþríeykinu, var stödd í Reykjavík. Rakel hafði meðferðis tvo góða leikara úr brúðuleikhúsinu Karavella Marionett Teatur, sem hún rekur við góðan orðstír í Tórshavn. Litla og stóra skrímslinu var vel tekið af áhorfendum þó skrímslin tjáðu sig fyrst og fremst á færeysku. Á vegum Café Lingua var svo fjölbreytt dagskrá tengd móðurmálsdeginum með þátttöku fjöltyngdra Íslendinga og fólks af ýmsum þjóðernum. Meðal annars var bókin Nei! sagði litla skrímslið lesin upp á mörgum tungumálum. Þar hljómaði m.a. arabíska, japanska, spænska, ítalska, kóreska, pólska, quechua, katalónska, baskneska, tékkneska, lettneska, franska, rússneska og norska.

♦ Celebration of the Languages! International Mother Language Day was celebrated in Gerðuberg Culture House on Sunday February 21st 2016. Little Monster and Big Monster had a good reason to party along, the book series already translated to many languages. Multilingual children read No! Said Little Monster in Arabic, Japanese, Spanish, Italian, Korean, Polish, Quechua, Catalonian, Basque, Czech, Latvian, French, Russian and Norwegian. My co-author and multi-talented artist Rakel Helmsdal, the Faroese part in our co-authorship of the Monster series, was in Reykjavík and had brought along two actors from Karavella Puppet Theater she runs in Tórshavn. What a delight! This was the first time I met the two monster puppets, and it was a true pleasure. The puppets could speak in Faroese, Danish and French but had a little help to answer questions from the audience in Icelandic. Café Lingua, a multicultural project run by Reykjavik City Library | Culture house, had a big program for the day with multilingual participants and people from all over the world. See more photos from the event here on Facebook.

Photos: © Áslaug Jónsdóttir / © Borgarbókasafn – menningarhús: Ásta Þöll / Kristín R.