♦ Tungumál. Til hamingju með daginn! Evrópski tungumáladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá 2001 og er meðal annars ætlað „að fagna fjölbreytileika tungumála í Evrópu og til að hvetja til tungumálanáms“. Opinber tungumál í Evrópu eru aðeins nokkrir tugir en áætlað er að í álfunni séu töluð um 225 „upprunaleg“ tungumál. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu og ekki síst hverfa þessar raddir algjörlega í netheimum.
Skrímslin tvö standa sig sæmilega í því að fanga fjölbreytileika tungumála í Evrópu því þau tala íslensku, sænsku, færeysku, finnsku, dönsku, norskt bókmál, nýnorsku, spænsku og frönsku. Að auki eru þau orðin reiprennandi á kínversku!
♦ Languages. Today is The European Day of Languages. In Europe alone, about 225 indigenous languages could be celebrated. Sadly many of them are heading towards extinction at a fast rate.
Little Monster and Big Monster are trying their best in “linguistic diversity” as they now speak several European languages: Icelandic, Swedish, Faroese, Finnish, Danish, Norwegian Bokmål, Neo-Norwegian, Spanish and French. In addition they are doing pretty well in Chinese!