Bókverkasýningar | Book art exhibitions 2020

Bókverk: Í byrjun júní opna tvær bókverkasýningar sem ég hef verið að skipuleggja og undirbúa ásamt listahópnum mínum, ÖRKUNUM. Sýningarnar eiga sér langan aðdraganda en í báðum tilvikum bjóðum við erlendu listafólki að taka þátt. Áhugasamir geta kynnt sér starf ARKA á vefnum www.arkir.art.

Ég var svo að fá í hendur sýningarskrá áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringsins í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius, sem bar yfirskriftina „Memento Mori“ og hefur farið vítt og breitt um heiminn. Bókverkið mitt In Memoriam (t.v.) var valið á þríæringinn og hefur því verið á flakki. Sýningarskrá þríæringsins er ævinlega mikil gersemi, prentuð í litlu upplagi, hand-innbundin eins og bókverk.

Book art: Here are some news from my artist’s book department! I have been busy for a long time now preparing and organizing several book art exhibitions along with my artist group ARKIR. Two of them open in the beginning of June 2020.

I have also just received my copy of the exhibition catalogue from the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius, entitled „Memento Mori“. The exhibition has travelled the world and has now come to an end. The catalogue from the triennial is always a gem: printed in a small edition, hand-bound like an artist’s book.

Sýningarskrá | Exhibition catalogue – Memento Mori – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius


SPOR – Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi

Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES verður sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi næstkomandi sumar. Að sýningunni standa nær tveir tugir listakvenna, íslenskra og erlendra, ellefu meðlimir ARKA ásamt gestum: sjö erlendum listakonum frá sex löndum. Gestir ARKA á sýningunni hafa allir dvalið í gestavinnustofu Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi og þekkja því vel til Heimilisiðnaðarsafnsins. Sýningin mun standa fram til vors 2021 en halda þá vestur um haf.

Spor | Traces – The Textile Museum 

The exhibition SPOR | TRACES is an international collaborative project of nearly two dozen female artists, opening June 1 in the Textile Museum in Blönduós. North Iceland. The eleven members of ARKIR have teamed up with seven artists from six countries and are preparing an exhibition of textile artist’s books. All seven artists from abroad have stayed at the artist residency in the Icelandic Textile Center, also in Blönduós. The exhibition will be available in Blönduós until spring 2021 and then travel to the US. 


Jaðarlönd – Listahátíð í Reykjavík 2020

ARKIR undirbúa sýninguna JAÐARLÖND í Veröld – húsi Vigdísar. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar og í samvinnu við Vigdísarstofnun. JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn. Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sýningin opnar laugardaginn 6. júní og stendur til 4. júlí. 

Borderlands – Reykjavík Arts Festival

ARKIR will open an artist’s book exhibition in Reykjavík in June. The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS will be held in Veröld – House of Vigdís at Reykjavík Arts Festival 2020, opening on Saturday 6 June, closing 4 July. Full program for Reykjavík Arts Festival will be revealed in April. The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA. The exhibition is in collaboration with Vigdís International Center.

Nánari upplýsingar: | Further information: www.arkir.art

hingað | near (new edited version 2017)